Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 25
Kænan er staðsett alveg við höfnina í miðbæ Hafnarfjarðar og má að mörgu leyti líkja við Kaffi- vagninn í Reykjavík þó að báðir staðirnir séu einstakir á sinn hátt. Gestir Kænunnar kunna vel að meta þjóðlegan íslenskan heimilismat sem staðurinn sérhæfir sig í. Það er alltaf mikið að gera í hádeginu enda stór og fjöl- breyttur hópur viðskiptavina. „Hingað koma iðnaðarmenn sem vinna úti um allan bæ, þeir gera sér ferð á Kænuna í góðan hádegismat. Svo er stór hluti viðskiptavina okkar að vinna við höfnina og hér í kring. Góður hóp- ur herramanna á sinn stað hér í morgunkaffi og spjalli,“ segir Oddsteinn Gíslason, veitingamaður á Kænunni, en hann tók við staðnum ásamt eiginkonu sinni, Helgu Ösp Jóhannsdóttur, fyrir um hálfu ári síðan. Þau hjónin leggja mikla áherslu á ferskt og gott hráefni í matargerðina og til dæmis er ávallt glænýr fiskur á matseðlinum. Erlendum ferðamönn- um fer fjölgandi í gestahópi Kænunnar og er unnið að því að taka á móti ferðahópum í fiskihlaðborð á kvöldin með vorinu. Kænan er kjör- inn staður fyrir alla þá sem vilja prófa að borða hefðbundinn ís- lenskan heimilis- mat og því óhætt að mæla með staðnum fyrir er- lenda ferðamenn sem vilja kynnast íslenskri matseld. Kænan er heppilegur há- degisverðarstað- ur fyrir vinnandi fólk á svæðinu, því hver vill ekki gæða sér á staðgóðum, íslenskum heimil- ismat í hádeginu? Matseðilinn má sjá á kaenan.is og Facebook-síðu Kænunnar. Kænan er staðsett að Óseyrarbraut 2 í Hafnarfirði. Opið er virka daga frá kl. 07.30 til 15.00 og laugardaga frá kl. 09.00 til 14.00. Símanúmer er 565 1550. Gott í gogginn 7. júlí 2017 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Sigurvin Ólafsson / sigurvin@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Notalegur staður með frábært útsýni NýIR EIGENduR MEÐ NýJAR ÁHERSLuR – KæNAN, HAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.