Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Qupperneq 35
1957 Elvis Presley nær fyrsta topp-
sæti sínu í Bretlandi með laginu All
Shook Up, tíunda lagið sem hann gaf
út í Bretlandi. Lagið hélt toppsætinu í
sjö vikur.
1969 George Harrison tók upp
lagið Here Comes the Sun með
tveimur öðrum Bítlameðlimum, Paul
McCartney og Ringo Starr, í Abbey
Road stúdíóinu í London. John Lennon
var fjarverandi, að ná sér eftir bílslys
sem hann lenti í í Skotlandi.
1984 Bruce Springsteen náði fyrsta sæti bandaríska plötulistans
með Born In the USA. Platan var í samtals 139 vikur á listanum.
Platan er einnig ein af aðeins þremur plötum sem inniheldur sjö lög
sem náð hafa á topp tíu listann í Bandaríkjunum, hinar eru Thriller
plata Michael Jackson og Rhytm Nation plata Janet Jackson.
1984 Prince hóf fimm vikna setu í toppsæti bandaríska listans með laginu When Doves Cry. Lagið
náði hæst í fjórða sæti á breska vinsældalistanum.
2007 The Live Earth tónleik-
arnir fóru fram víðs vegar um
heimsálfuna, en þáverandi
varaforseti Bandaríkjanna,
Al Core, efndi til þeirra til
að vekja athygli á loftslags-
breytingum. The Police slógu
botninn í tónleika í New
Jersey og Madonna í London,
með lagi sem hún samdi
sérstaklega af þessu tilefni.
Á meðal annarra stórstjarna
sem komu fram má nefna:
Snow Patrol, Red Hot Chili
Peppers, Genesis, The Be-
astie Boys, James Blunt, The
Foo Fighters, Duran Duran,
UB40, Snoop Dogg, Enrique
Iglesias, Crowded House &
Joss Stone.