Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 36
Það voru þeir Stan Lee og Steve Ditko sem sköpuðu Spider-Man sem birtist fyrst í teiknimyndasögu árið 1962. Eftir- spurn eftir teiknimyndasögum fyr- ir unglinga olli því að Stan Lee fór að velta fyrir sér hugmyndum að nýrri ofurhetju sem unglingar gætu tengt við. Karakterinn Richard Wentworth, sem bar viðurnefnið The Spider, þegar hann barðist við glæpamenn í samnefndum blöðum var aðalinnblásturinn í að Stan Lee ákvað að stofna karakter sem bar nafnið Spider-Man, eða Kóngu- lóarmaðurinn. Nafnið Spider-boy, eða Kóngulóardrengurinn, kom ekki til greina að mati Lee, þar sem hann sá fyrir sér að karakterinn myndi þróast úr unglingsdreng í karlmann, auk þess sem drengur myndi draga úr vigt hans í saman- burði við aðrar ofurhetjur. Í sköpun þeirra Lee og Ditko er ofurhetjan, Peter Parker, munað- arlaus unglingur sem elst upp hjá May frænku og Ben frænda í New York og eins og aðrir unglingar þarf hann að kljást við þau hefð- bundnu vandamál sem því fylgir að vaxa og þroskast, auk þess að kljást við ýmsa erkióvini og glæpa- menn í gervi Spider-Man. Með sköpun Spider-Man var brotið blað hvað ofurhetjur varðar þar sem unglingur var í fyrsta sinn í hlutverki aðalhetjunnar. Hann hafði heldur engan sér eldri til að kenna honum á kosti og galla þess að vera ofurhetja, líkt og til að mynda Batman hafði, og þurfti því að reka sig á og læra sjálfur. Í fjölmörgum teiknimyndasög- um Marvel þróaðist Spider-Man úr feimnum unglingsdreng í New York yfir í atvinnuljósmyndara. Upp úr 2010 varð hann síðan einn meðlima Avengers, ofur- hetjuteymis Marvel. Hliðarsög- ur um Spider-Man hafa einnig verið gefnar út, eins og til dæmis Ultimate Spider-Man, sem fjallar um ævintýri Peter Parker í hliðar- heimi. Spider-Man er flaggskip Marvel Comics og ein allra vinsælasta ofurhetja og teiknimyndakarakt- er allra tíma. Ásamt Batman og Superman, sem eru ofurhetjur DC Comics, er Spiderman fræg- asta ofurhetjan. Ekki bara teiknimyndasögur Spider-Man hefur birst í teiknimyndasögum, teikni- myndum, kvikmyndum, sjón- varpsþáttum, tölvuleikjum, litabókum, bókum, plötum og barnabókum. Í sjónvarpi birtist hann fyrst í teiknimyndaseríunni Spider-Man á ABC sjónvarpsstöðinni á árunum 1967–1970, fleiri teiknimyndaserí- ur fylgdu í kjölfarið og síðan leikin sería, The Amazing Spider-Man, með Nicholas Hammond í aðal- hlutverki sem sýnd var 1978–1979. Kóngulóarmaðurinn fer á hvíta tjaldið Spider-Man birtist fyrst í kvik- mynd árið 2002 þegar Sam Raimi leikstýrði Tobey Maguire í aðal- hlutverkinu í fyrstu mynd trílogíu, seinni myndirnar komu árin 2004 og 2007. Til stóð að gera eina mynd til viðbótar árið 2011, en Sony sló það af og ákvað að breyta um leikstjóra og leikara. Endurgerðin The Amazing Spider-Man með Andrew Garfield í hlutverki Spider-Man í leikstjórn Marc Webb var frumsýnd árið 2012 og mynd númer tvö árið 2014. Sá nýjasti til að taka að sér hlut- verk Spider-Man, Tom Holland, lék hann í kvikmyndinni Captain America: Civil War sem kom út árið 2016. Og nú er nýjasta myndin um Kóngulóarmanninn sjálfan, Spider-Man: Homecoming, komin út í leikstjórn Jon Watts og sú næsta er áætluð í júlí 2019. Holland mun einnig endurtaka hlutverk sitt í Avengers: Infinity Wars sem frumsýnd verður árið 2018 og annarri Avengers-mynd sem enn hefur ekki hlotið nafn en er áætluð 2019. Hver er hinn nýi Spider-Man? Breski leikarinn Tom Holland er aðeins 21 árs, fæddur 1. júní 1996 í London. Hann byrjaði í hop hop danstímum, þar sem hann var uppgötvaður 10 ára gamall af Lynne Page sem sá um kóreógrafíu Billy Elliott söngleiksins. Eftir átta áheyrnarprufur og tveggja ára æfingar hóf hann að leika í söngleiknum og var þar næstu tvö ár. Fyrsta kvikmyndahlutverk var í The Impossible þar sem hann lék á móti Naomi Watts og Ewan McGregor. Byggir myndin á sannri sögu fjölskyldu sem upplifði náttúruhamfarir þegar gríðarleg flóðbylgja skall á í Indlandi á jólum árið 2004, með þeim afleiðingum að 227 þúsund manns létu lífið. Holland hefur síðan leikið í mynd- um á borð við A Monster Calls og Captain America: Civil War (báð- ar 2016). Kóngulóarmaðurinn Kominn aftur á KreiK Spiderman: Homecoming komin í bíó Spider-Man, ein af ofurhetjum Marvel Comics, birtist nú enn á ný á hvíta tjaldinu í Spiderman: Homecoming. Fyrsta tölu- blað spider- Man-seríunn- ar The Amazing Spider-Man #1, sem kom út í mars 1963. Listamenn voru Jack Kirby og Steve Ditko. Blöðin urðu alls 700 talsins á árunum 1963 – 2012. „With great power there must also come great responsi- bility“ – með þessari setningu lauk fyrstu sögu Spider-Man, en hún var seinna eignuð Ben frænda. sá nýjasti Tom Holland er hinn nýi Spider-Man. tobey Maguire lék Spider-Man í þremur myndum árin 2002–2007. Fyrsta For- síðan Amazing Fantasy #15 sem kom út í ágúst 1962. Listamenn voru Jack Kirby og Steve Ditko. Blaðið varð eitt af mest seldu blöðum Marvel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.