Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 38
Dior tískuhúsið opnaði mið-vikudaginn 5. júlí síðast-liðinn stærstu sýningu sem haldin hefur verið á hátísku í París. Tilefnið er 70 ára afmæli tísku- hússins og verður sýningin opin næstu sex mánuði í Musée des Arts Décoratifs. Sýningin varpar ljósi á öll tímabil í tískuhönnunarsögu Dior með flíkum eftir helstu hönnuði hússins, þar á meðal Christian Dior, Yves Saint Laurent, Marc Bohan, Gianfranco Ferre, John Gallia- no, Raf Simons og Maria Grazia Chiuri. Á sýningunni má dást að yfir 300 hátískukjólum frá árunum 1947–2017, sem falla undir 23 ólík þemu. Á sýningunni má einnig finna efni, fjölda tískuljósmynda, listaverk fengin að láni frá helstu listasöfnum og frumskjöl og teikn- ingar eftir hönnuðina Rene Gruau og Mats Gustafson. Þetta er önnur sýning Dior á safninu, en sú fyrri var árið 1987 í tilefni af 40 ára afmæli tísku- hússins. Yfir 300 hátískukjólar Dior til sýnis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.