Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Síða 40
Skemmtilegt Sumarpartí mS í Heiðmörk Ísey skyr sett á markað Í júnílok bauð MS í sumarpartí í Heiðmörk. Tilefnið var nýtt alþjóðlegt vörumerki í skyri, Ísey , og var gestum boðið upp á glæsilegar veitingar og góð tónlistaratriði. Einn af þjóðar-réttum Ís-lendinga er skyr og á næstu vikum mun Skyr.is, sem við þekkjum vel, hverfa úr hillum verslana og Ísey skyr, nýtt alþjóð- legt vörumerki, koma í staðinn. Við val á nýja nafninu vildi MS leitast við að halda fast í tengingu skyrsins við Ísland, það átti að hafa íslenskan staf og vera bæði stutt og einfalt. Til að heiðra konur landsins sem miðluðu þekkingu á skyrgerð til dætra sinna í gegn- um aldirnar og til að endurspegla þennan íslenska bakgrunn og sögu skyrsins heitir skyrið nú Ísey skyr, en Ísey er séríslenskt kvenmannsnafn sem vísar í eyjuna Ísland. Bauð MS góð- um gestum, helstu viðskiptavinum og erlendum samstarfs- aðilum í óvissuferð. Mættu gestir við MS, þar sem stigið var upp í rútur og haldið inn í Heiðmörk. Þar var boðið upp á glæsilegar veitingar þar sem Ísey skyr var meðal annars notað í sósur, eftirrétti og kokteila. Nokkrir af vinsælustu tónlistar- mönnum þjóðarinnar, Emmsjé Gauti, Sísí Ey, Amabadama og Júníus Meyvant, auk Brassbandsins, sáu um söng og stemninguna og Þórunn Lárusdóttir söng- og leikkona stjórnaði gleðinni með glæsibrag. Sannkallað sumarpartí. SólarStúlkur Söngkonurnar Salka Sól og Steinunn Jóns sáu um fjörið ásamt félögum þeirra í Amabadama. Mynd MuMMi Lú Söngvari og Sveit Söngvarinn Júníus Meyvant og hljóm- sveit hans skiluðu seiðmögnuðum tónum. Mynd MuMMi Lú StJörnukokkur Vel fór á með félögunum Sigurði Skagfjörð Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra Lagardére, og stjörnukokkinum Sigga Hall. Mynd MuMMi Lú Stelpurnar HJá MS Stöllurnar erna erlendsdóttir, guðný Steinsdóttir, Hildur Hermannsdóttir og gréta Björg Jakobsdóttir starfa í markaðs- og útflutningsdeild Mjólkursamsölunnar. Mynd MuMMi Lú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.