Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Side 60
36 menning Helgarblað 15. september 2017 B láköld lygi er fyrsta glæpa­ saga breska rithöfundarins Quentin Bates sem kemur út í íslenskri þýðingu. Aðal­ persóna bókarinnar er hin íslenska Gunnhildur sem er varðstjóri í lög­ reglunni. Bláköld lygi er þriðja bók­ in í bókaflokki um Gunnhildi en Quentin hefur skrifað sjö bækur um hana og er að vinna að þeirri áttundu sem hann vonast til að komi út í Bretlandi um áramótin. Söguþráðurinn í Blákaldri lygi er á þá leið að skipaeigandi finnst lát­ inn. Rannsókn Gunnhildar leiðir í ljós skuggalegan heim kynlífsóra og fjárkúgunar. „Gunnhildur birtist bara allt í einu,“ segir Quentin þegar hann er spurður hvernig hann hafi fengið hugmyndina að þessari ís­ lensku aðalpersónu sinni. „Fyrsta glæpasagan mín kom út árið 2011 og aðalpersónan átti að vera karl­ maður. Ég var ekki komin mjög langt með að skrifa bókina þegar ég komst að því að hann væri frek­ ari leiðinlegur. Önnur persóna bókarinnar, Gunnhildur, var mun áhugaverðari og ég ákvað því að gera hana að aðalpersónu. Þegar ég byrjaði að skrifa ætlaði ég ekki að nota Ísland sem sögu­ svið, en fljótlega kom í ljós að annað var ekki hægt. Upphaflega átti Gunnhildur að vera lögreglu­ maður í sjávarþorpi en varð síðan lögreglumaður í höfuðborginni. Það var bókaforlagið sem vildi fá borgarumhverfi inn í söguna. Ég veit ekki hvort það var rétt eða rangt hjá þeim, en þeir fóru fram á þetta. Ég fékk nokkrar kvartanir út af fyrstu bókunum, sérstaklega frá Ameríkönum. Nöfnin þóttu svo erfið. Það er ekki hægt að láta Ís­ lendinga heita Jim og Mary. Það fauk í mig og ég hugsaði: „Já, ég skal gefa ykkur nöfn sem enginn getur borið fram.“ Glæpamað­ urinn í bókinni sem ég er nú að skrifa um Gunnhildi heitir Hró­ bjartur Bjartþórsson, sem er erfiðasta nafnið sem ég gat fundið. Ég bjóst við að ritstjórinn myndi kippa því út og breyta því en það var ekki gert. Mér þykir óskaplega vænt um Hróbjart þótt það fari illa fyrir honum.“ Hvernig kona er Gunnhildur? „Hún er jarðbundin, venjuleg íslensk kona. Ég ætla ekki að segja að hún eigi sér fyrirmynd úr raun­ veruleikanum, en það gæti samt verið.“ Kom til Íslands sem táningur Quentin þekkir vel til Íslands. „Ég kom hingað sem táningur. Ég ætl­ aði bara að vera í nokkra mánuði en ég féll í menntaskóla og gat þessa vegna ekki farið í háskóla heima þannig að ég ákvað að dvelja lengur á Íslandi. Svo hitti ég íslenska konu sem varð konan mín og við bjuggum hérna í ára­ tug. Nú bý ég í Englandi með fjöl­ skyldunni.“ Quentin talar afar góða ís­ lensku. Hann er spurður hvort það hafi ekki verið erfitt að læra málið. „Það var erfiðast í byrjun,“ segir hann. „Íslendingar tala svo hratt að það er eins og þeir séu að segja eitt langt orð. Það tók mig tíma að greina á milli orðanna en þegar það var komið þá fór þetta að ganga. Þegar ég hitti konuna mína lærði ég íslensku mjög hratt því við töluðum íslensku saman og gerum enn.“ Af hverju fórstu að skrifa glæpa- sögur? „Til að vita hvort ég gæti það. Ég var að vinna á blaði hjá afar sér­ vitrum ritstjóra. Hvert einasta orð í blaðinu átti að vera eins og hann hefði skrifað það. Þetta er fínn karl og við erum góðir vinir enn­ þá, en það var ansi erfitt að vinna með honum. Það var ákveðið frelsi að skrifa utan vinnutíma eitthvað sem mig langaði til að skrifa.“ Hvernig hafa bækurnar gengið? „Bækurnar hafa gengið þokka­ lega en það mætti samt ganga betur. Það hefur gengið nógu vel til að forlagið vilji halda áfram að gefa þær út en ekki nógu vel til að ég geti hætt að vinna.“ Vinnur að þýðingu á 79 af stöðinni Quentin starfar sem blaðamaður á Englandi og skrifar einkum um sjávarútveg. Hann starfar einnig sem þýðandi, hefur meðal annars þýtt glæpasögur Ragnars Jónas­ sonar og Lilju Sigurðardóttur á ensku. Hann vinnur nú að enskri þýðingu á 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson sem kem­ ur út á næsta ári hjá litlu forlagi í Bretlandi. Um það þýðingarverk­ efni segir hann: „Það er virki­ lega skemmtilegt og um leið mikil áskorun. Þetta er erfitt en ég er ekki mikið fyrir að gera hluti sem eru auðveldir. Bókin er á eldri ís­ lensku, þetta er hrein, skýr og falleg íslenska og það er áskorun að koma henni yfir á nútímaensku án þess að tapa tilfinningunni fyrir tímabilinu.“ n Gunnhildur varðstjóri er mætt til Íslands n Aðalpersónan í glæpasögu Quentins Bates er íslensk n Er að þýða 79 af stöðinni yfir á ensku„Önnur persóna bókarinnar, Gunnhildur, var mun áhugaverðari og ég ákvað því að gera hana að aðalpersónu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Quentin Bates „Gunnhildur birtist bara allt í einu.“ Mynd Brynja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.