Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Side 4
4 Helgarblað 22. september 2017fréttir H ann hefði getað stór­ slasast. Eða dáið,“ segir Hugrún Ásta Óskarsdóttir. Þann 30. ágúst síðast­ liðinn lenti 17 ára sonur henn­ ar í alvarlegu atviki á Hellisheiði. Vinstri hjólabiti bifreiðarinnar, sem hefur það hlutverk að halda dekkjunum á sínum stað, gaf sig með þeim afleiðingum að vinstra afturhjólið nánast brotnaði af. Drengurinn slapp með skrekkinn en hann náði að sveigja út af veg­ inum, í tæka tíð, og stöðva úti í kanti. Hugrún gagnrýnir harðlega að bíllinn, sem fór síðast í skoðun í maí, hafi fengið skoðun með svo alvarlega bilun. Hún segir Frum­ herja, sem sá um skoðunina, bera ábyrgð á óhappinu. Virtist í toppstandi Bifreiðina, sem er af gerðinni Hyundai Tucson, árgerð 2005, keypti Hugrún, fyrir son sinn, á Face­ book­síðunni Brask og brall í byrjun júlí á þessu ári. Hugrún vandaði valið við kaupin þar sem son­ ur hennar stundar nám á höfuð­ borgarsvæðinu, en þau eru búsett í Hveragerði. Hann þarf því að keyra yfir Hellisheiði á hverjum degi til að komast í skólann. „Þetta virtist vera bíll í toppstandi. Það var búið að gera mikið við hann en það sem skipti mestu máli var að bíllinn var síðast skoðaður, hjá Frum­ herja á Dalvegi, í mars 2017. Bíll­ inn fékk boð í endurskoðun og í maí var græni miðinn fjarlægð­ ur og bifreiðin fékk fulla skoðun. Auðvitað gerir maður sjálfkrafa ráð fyrir að nýskoðaðir bílar séu í góðu standi,“ segir Hugrún, en eftir að bíllinn var dreginn á verk­ stæði kom í ljós að grindin var öll sundurryðguð. „Bíll á alls ekki að fá skoðun þegar ástandið er svona“ Hallgrímur Stefánsson, við­ gerðarmaður hjá MS vélar og stál­ smíði í Hveragerði, sem skoðaði bílinn eftir að mæðginin komu með hann á verkstæðið, staðfesti í samtali við DV að vinstra aftur­ hjólið hafi nánast verið dottið undan bílnum. Þá rétt hékk hægri hjólabitinn uppi en var við að fara í sundur. „Þetta sést mjög vel og er eitt af þeim atriðum sem á að yfirfara þegar bifreið er skoðuð. Bíll á alls ekki að fá skoðun þegar ástandið er svona. Hvað þá að vera á götunni. Í þessu ástandi var hann ekkert annað en dauða­ gildra.“ Hallgrímur er þess fullviss að það taki ryðgun sem þessa marga mánuði að myndast. Þá telur hann allar líkur á því að þegar bíllinn var skoðaður í vor þá hafi bitarnir þegar verið orðnir mjög götóttir. Þá strax hefði átt að taka bifreiðina úr umferð. Hallgrímur kallaði svo til skoðunarmann frá Frumherja sem myndaði bíl­ inn í bak og fyrir á meðan hann var enn á verkstæðinu í Hveragerði. Hug­ rún kveðst enn vera mjög reið vegna atviksins og finnst skrít­ ið að hafa ekkert heyrt frá Frum­ herja þrátt fyrir að hafa sent ótal skilaboð vegna málsins. „Ég vil að einhver svari fyrir þetta. Þá langar mig að vita af hverju fólk er skyld­ að til að láta skoða bílana sína, og borga fyrir það háar upphæðir, ef stórhættulegum bílum er hleypt í gegn.“ Mannleg mistök Karl Svavar Sigurðsson, sviðstjóri hjá Frumherja, staðfestir í skrif­ legu svari til DV að umrædd bif­ reið hafi verið skoðuð í mars og sett hafi verið út á fjölda atriða. „Oft getur verið erfitt að koma auga á tæringu þar sem burðar­ virkið getur tærst innan frá og út eins og í þessu tilviki. Einnig var til að mynda óvenju snjó­ þungt í mars og getur snjór og ís­ ing á undirvagni hafa villt fyrir,“ segir Karl Svavar. Að hans sögn harmar fyrirtækið þessa yfirsjón í mars og verður þetta mál not­ að til þess að hnykkja enn betur á skoðunarferlinu til að koma í veg fyrir að ökutæki sem þetta komist í gegnum skoðun. „Fyrirtækið er með gæða­ eftirlitskerfi sem tekur á skoðunarferlinu í heild sinni. Þetta eru mannleg mistök og verður aldrei hægt að koma al­ gjörlega í veg fyrir slíkt. Hins vegar tekur gæðakerfið á svona yfirsjónum og er fræðsla, upplýs­ ingagjöf og eftirfylgni hluti af því ferli sem sett hefur verið í gang. Starfsmenn Frumherja hf. eru í sambandi við eiganda og öku­ mann bifreiðarinnar og munu leiða málið til lykta með þeim,“ segir Karl Svavar. n Kristín Clausen kristin@dv.is „Ég vil að einhver svari fyrir þetta Hallgrímur Stefánsson og Hugrún Ásta Óskarsdóttir Sonur Hugrúnar var hætt komin eftir að alvarleg bilun kom upp í nýkeyptri bifreið sem hann ók. Bíllinn hafði nýlega fengið skoðun hjá Frumherja hf. og segir Hugrún Ásta að skoðunarfyrirtækið beri ábyrgð á óhappinu. Hjólagrindin Hér sést gatið í gegnum grindina hægra megin að framanverðu. Mynd Úr einKaSafni Umrædd bifreið Líkt og sjá má er næsta skoðun í janúar 2018. Mynd Úr einKaSafni „EkkErt annað En dauðagildra“ n Bifreið komst í gegnum skoðun hjá Frumherja í vor þrátt fyrir alvarlega bilun n 17 ára drengur var undir stýri á Hellisheiði þegar hjólabúnaðurinn gaf sig Vinstri hjólabitinn Ryðgaður í sundur. Mynd Úr einKaSafni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.