Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 4
4 Helgarblað 22. september 2017fréttir H ann hefði getað stór­ slasast. Eða dáið,“ segir Hugrún Ásta Óskarsdóttir. Þann 30. ágúst síðast­ liðinn lenti 17 ára sonur henn­ ar í alvarlegu atviki á Hellisheiði. Vinstri hjólabiti bifreiðarinnar, sem hefur það hlutverk að halda dekkjunum á sínum stað, gaf sig með þeim afleiðingum að vinstra afturhjólið nánast brotnaði af. Drengurinn slapp með skrekkinn en hann náði að sveigja út af veg­ inum, í tæka tíð, og stöðva úti í kanti. Hugrún gagnrýnir harðlega að bíllinn, sem fór síðast í skoðun í maí, hafi fengið skoðun með svo alvarlega bilun. Hún segir Frum­ herja, sem sá um skoðunina, bera ábyrgð á óhappinu. Virtist í toppstandi Bifreiðina, sem er af gerðinni Hyundai Tucson, árgerð 2005, keypti Hugrún, fyrir son sinn, á Face­ book­síðunni Brask og brall í byrjun júlí á þessu ári. Hugrún vandaði valið við kaupin þar sem son­ ur hennar stundar nám á höfuð­ borgarsvæðinu, en þau eru búsett í Hveragerði. Hann þarf því að keyra yfir Hellisheiði á hverjum degi til að komast í skólann. „Þetta virtist vera bíll í toppstandi. Það var búið að gera mikið við hann en það sem skipti mestu máli var að bíllinn var síðast skoðaður, hjá Frum­ herja á Dalvegi, í mars 2017. Bíll­ inn fékk boð í endurskoðun og í maí var græni miðinn fjarlægð­ ur og bifreiðin fékk fulla skoðun. Auðvitað gerir maður sjálfkrafa ráð fyrir að nýskoðaðir bílar séu í góðu standi,“ segir Hugrún, en eftir að bíllinn var dreginn á verk­ stæði kom í ljós að grindin var öll sundurryðguð. „Bíll á alls ekki að fá skoðun þegar ástandið er svona“ Hallgrímur Stefánsson, við­ gerðarmaður hjá MS vélar og stál­ smíði í Hveragerði, sem skoðaði bílinn eftir að mæðginin komu með hann á verkstæðið, staðfesti í samtali við DV að vinstra aftur­ hjólið hafi nánast verið dottið undan bílnum. Þá rétt hékk hægri hjólabitinn uppi en var við að fara í sundur. „Þetta sést mjög vel og er eitt af þeim atriðum sem á að yfirfara þegar bifreið er skoðuð. Bíll á alls ekki að fá skoðun þegar ástandið er svona. Hvað þá að vera á götunni. Í þessu ástandi var hann ekkert annað en dauða­ gildra.“ Hallgrímur er þess fullviss að það taki ryðgun sem þessa marga mánuði að myndast. Þá telur hann allar líkur á því að þegar bíllinn var skoðaður í vor þá hafi bitarnir þegar verið orðnir mjög götóttir. Þá strax hefði átt að taka bifreiðina úr umferð. Hallgrímur kallaði svo til skoðunarmann frá Frumherja sem myndaði bíl­ inn í bak og fyrir á meðan hann var enn á verkstæðinu í Hveragerði. Hug­ rún kveðst enn vera mjög reið vegna atviksins og finnst skrít­ ið að hafa ekkert heyrt frá Frum­ herja þrátt fyrir að hafa sent ótal skilaboð vegna málsins. „Ég vil að einhver svari fyrir þetta. Þá langar mig að vita af hverju fólk er skyld­ að til að láta skoða bílana sína, og borga fyrir það háar upphæðir, ef stórhættulegum bílum er hleypt í gegn.“ Mannleg mistök Karl Svavar Sigurðsson, sviðstjóri hjá Frumherja, staðfestir í skrif­ legu svari til DV að umrædd bif­ reið hafi verið skoðuð í mars og sett hafi verið út á fjölda atriða. „Oft getur verið erfitt að koma auga á tæringu þar sem burðar­ virkið getur tærst innan frá og út eins og í þessu tilviki. Einnig var til að mynda óvenju snjó­ þungt í mars og getur snjór og ís­ ing á undirvagni hafa villt fyrir,“ segir Karl Svavar. Að hans sögn harmar fyrirtækið þessa yfirsjón í mars og verður þetta mál not­ að til þess að hnykkja enn betur á skoðunarferlinu til að koma í veg fyrir að ökutæki sem þetta komist í gegnum skoðun. „Fyrirtækið er með gæða­ eftirlitskerfi sem tekur á skoðunarferlinu í heild sinni. Þetta eru mannleg mistök og verður aldrei hægt að koma al­ gjörlega í veg fyrir slíkt. Hins vegar tekur gæðakerfið á svona yfirsjónum og er fræðsla, upplýs­ ingagjöf og eftirfylgni hluti af því ferli sem sett hefur verið í gang. Starfsmenn Frumherja hf. eru í sambandi við eiganda og öku­ mann bifreiðarinnar og munu leiða málið til lykta með þeim,“ segir Karl Svavar. n Kristín Clausen kristin@dv.is „Ég vil að einhver svari fyrir þetta Hallgrímur Stefánsson og Hugrún Ásta Óskarsdóttir Sonur Hugrúnar var hætt komin eftir að alvarleg bilun kom upp í nýkeyptri bifreið sem hann ók. Bíllinn hafði nýlega fengið skoðun hjá Frumherja hf. og segir Hugrún Ásta að skoðunarfyrirtækið beri ábyrgð á óhappinu. Hjólagrindin Hér sést gatið í gegnum grindina hægra megin að framanverðu. Mynd Úr einKaSafni Umrædd bifreið Líkt og sjá má er næsta skoðun í janúar 2018. Mynd Úr einKaSafni „EkkErt annað En dauðagildra“ n Bifreið komst í gegnum skoðun hjá Frumherja í vor þrátt fyrir alvarlega bilun n 17 ára drengur var undir stýri á Hellisheiði þegar hjólabúnaðurinn gaf sig Vinstri hjólabitinn Ryðgaður í sundur. Mynd Úr einKaSafni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.