Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 8
8 Helgarblað 22. september 2017fréttir vafasöm síða býður upp á víkingaþjálfun n Fölsuð íslensk nöfn n Eigandinn dæmdur í Kanada V ið erum bræðralag víkinga og úlfhéðna sem lifum eftir norrænum hefðum frá tímunum fyrir kristnitöku, þar með talið lögmáli víkinganna: Hugrekki, heiðri, styrk, bræðralagi, trúnaði, heiðarleika, aga, staðfestu og einfaldleika. Við deilum okk- ar fornu hefðum, hæfileikum og visku til að gera þig að sönnum vík- ingi, til að tryggja að þú getir bjarg- að þér í harðneskjulegum aðstæð- um, til að leiðbeina þér í könnun óbyggða, til hefðbundinna lækn- inga og til að hugsa um skegg þitt og líkama … meðal annars“. Þetta stendur á vefsíðu fyrir- tækisins Norskk sem segist bjóða upp á sjálfsbjargarnámskeið sem geri þátttakendur að mönnum á engum tíma. Samkvæmt heima- síðu fyrirtækisins hefur Norskk starfsemi í nokkrum löndum og samkvæmt Facebook-síðu fyrir- tækisins eru höfuðstöðvar þess í Reykjavík. Námskeið í óbyggðaþjálfun og norrænni menningu Á heimasíðu Norskk er boðið upp á þrenns konar námskeið sem kennd eru af svokölluðum Úlf- héðnum. Fyrsta stigið, Hirðmaður, er alfarið kennt á netinu og gjaldið fyrir það eru 195 dollarar (um 21.000 krónur). Þeir sem taka þátt í námskeiðinu fá aðgang að reglunni Víkingaherr og geta haft samband við aðra víkinga víðs vegar um heim. Námskeiðið er ekki kennt á ákveðnum tíma held- ur geta menn farið yfir efnið á eigin hraða. Það sem kennt er á nám- skeiðinu er útlistað í þaula á heimasíðunni. Fyrsti hlutinn snýr að menningunni. Þar er kennt fornnorrænt mál, íslenskur framburður, nafnakerfi og rúnir. Ýmsar fornbókmenntir eru lesn- ar, svo sem Hávamál, Eddukvæði, Snorra-Edda og Íslendinga- sögurnar, en þær má þó lesa í enskri þýðingu. Þátttakendur læra um norræna siði og menningu, réttlæti, dauðann, söngva, galdra og ásatrú. Þeir læra meira að segja að bölva að norrænum sið (and- fullrettirsorð). Þá er horft á leikn- ar kvikmyndir og heimildamyndir um víkingatímann. Annar hlutinn snýr að óbyggða- og sjálfsbjargarþjálfun. Þar er kennt hvernig á að nota vopn til veiða og verkfæri til byggingar skýla, bjálka- kofa og snjóhúsa. Einnig hvar sé hægt að finna drykkjarhæft vatn og nytsamar plöntur, hvernig á að kveikja eld, helstu atriði úr skyndi- hjálp og sálfræðinni að baki því að vera einn í náttúrunni. Á síðunni er ekki farið ítarlega í þriðja hlutann sem snýr alfarið að hernaði en þar er litið til margra þjóða, þar á með- al Norðmanna, Bandaríkjamanna og Spartverja til forna. Þegar þessu námskeiði lýkur er hægt að sækja um þriggja vikna verklegt námskeið, Hersir, sem er ókeypis samkvæmt heimasíð- unni. Þar er sú kunnátta sem Hirð- mennirnir lærðu í fyrsta nám- skeiðinu nýtt í óbyggðunum en tekið er fram að námskeiðið sé gríðarlega erfitt. Aðeins um 10 pró- sent hirðmanna sæki Hersisnám- skeiðið og þar af útskrifist aðeins 65 prósent. Útvaldir fá svo boð um að taka þátt í þriðja námskeiðinu, Berserkur, þar sem menn eiga þess kost að verða „brjálaðir vík- inga stríðsmenn“. Einungis 10 pró- sent Hersa verða Berserkir. Verk- legu námskeiðin eru kennd víða, til dæmis hér á landi við Ölfusá og á Svínafellsjökli. Á vefsíðu Norskk er einnig hægt að kaupa ýmsar vörur fyrir sanna víkinga. Má þar nefna Víkingablóð (berjate), Skeggsmjör (skeggolía), Víkingasmjör (húðkrem) og ýmsar lækningajurtir. Útlendingaandúð og kvenfyrirlitning Ef Facebook-síða Norskk er skoðuð má sjá ýmsar færslur frá fyrirtækinu sjálfu sem ein- kennast af útlendingaandúð og stækri kvenfyrirlitningu. Á vef- síðu Norskk er hlekkjað á frétta- síðu sem rekin er af sama fyrir- tæki, Hellulands útvarpið (HÚV). Á þessari fréttasíðu má finna ýms- ar greinar sem tengjast víkingum og norrænni menningu. En einnig margar greinar af sama meiði og færslurnar á Facebook-síðunni. Greinarnar á Hellulandsút- varpinu eru allar á enskri tungu en þrír höfundar bera íslensk nöfn. Þar á meðal Þórólfur Björnsson sem skrifar um „afrek kvenna“ og hvernig feitar konur hafi gert offitu að sjálfsögðum hlut. Hann segir: „Hvað hafa menn áorkað í mannkynssögunni til þessa? Til að byrja með þá höfum við byggt upp og varið siðmenningu okkar … en það er í hættu vegna uppgangi ný- feminisma og frjálslyndi. Þurfum við fleiri afrek kvenna á þessum tíma?“ (Orðrétt af umræddri síðu). En það eru ekki Íslendingar sem standa á bak við þessi skrif. Einn þeirra, Þór Þórðarson, sem einnig er titlaður Úlfhéðinn hjá Norskk er með símanúmer sem skráð er í Norður-Ameríku. Uppruna Norskk og Hellulandsútvarpsins má finna í kanadíska fylkinu Bresku- Kólumbíu. Allt í plati Árið 2014 auglýsti norsk/kanadíska ferðaþjónustufyrirtækið Amaruk, sem sérhæfir sig í ferðum um norður slóðir, bitastætt starf til um- sóknar. Lucie Clermont var nýút- skrifuð úr háskóla og ákvað að slá til og sækja um starfið. Frá fyrir tækinu fékk hún hins vegar einungis rætin svör með kynferðis legum undir- tón. Henni var svo hafnað á þeim grundvelli að hún hefði numið við kaþólskan háskóla. Clermont kærði ákvörðunina og fréttamenn í Kanada rannsök- uðu málið. Ekki náðist í neinn af þeim 217 skráðu starfsmönnum Amaruk og ekki var hægt að sjá að fyrirtækið hefði neina starfsemi. Ráðningarstjórinn Olaf Amundsen sem Clermont hafði samband við í gegnum tölvupóst var uppdikt- uð persóna. Eina manneskjan sem hægt var að finna á bak við fyrirtækið var kanadískur maður að nafni Christopher Fragassi- Bjørnsen. Í marsmánuði árið 2016 var hann dæmdur til að greiða Clermont 8.500 dollara (750.000 krónur). Eftir dóminn birtist grein í Hellu- landsútvarpinu skrifuð af „Þórólfi Björnssyni“ þar sem Clermont er nídd. Í greininni er vitnað í Háva- málin: „Hvars þú böl kannt kveðu þat bölvi at ok gefat þínum fjánd- um frið“ (ef þú ert beittur órétti skaltu tala um það og ekki gefa óvinum þínum nein grið). Fáklæddir karlmenn Fragassi-Bjørnsen er skráður fyrir fjölmörgum fyrirtækjum sem tengjast meðal annars herþjálfun, óbyggðaþjálfun, öryggismálum, vopnaburði og norðurslóðunum. Norskk og Hellulandsútvarpið eru bæði í eigu hans. Eitt af fyrirtækjunum heitir Norealis, erótísk síða þar sem sjá má fáklædda karlmenn. Margar myndirnar eru teknar í óbyggðum og fyrirsæturnar eru oft og tíðum vopnaðar. Myndirnar af þessari síðu hafa verið notaðar á öðrum vefjum í eigu Fragassi-Bjørn- sen, svo sem Norskk, Amaruk, Spartic, Militis og Call of the Wild Expeditions. Sums staðar kemur fram að fyrirtækin eigi í samstarfi við heri ýmissa landa, til dæmis Noregs og Bandaríkjanna. Því uppfylli námskeiðin svokallaðan PAWGI- staðal um óbyggðaþjálfun og sjálfsbjörgun. Þessi staðall er hins vegar ekki til nema hjá sam- nefndu fyrirtæki í eigu Fragassi- Bjørnsen. Þá eru margar mynd- ir og myndskeið frá heræfingum notaðar í óleyfi undir merkjum þessara fyrirtækja. Ekki eru til neinar vís- bendingar um að raunveru- leg starfsemi sé á bak við þessi fyrir tæki, ef undan er skilin hin erótíska myndasíða. Christoph- er Fragassi-Bjørnsen notar þetta net gervifyrirtækja til að hafa fé af fólki og samtímis breiða út boð- skap sinn um skaðsemi innflytj- enda og femínista. Fyrirtækin eru flest frekar lítið þekkt og fáir sem falla fyrir svikunum. Íslendingar eru þó sannarlega skotmark hins kanadíska svikahrapps. n „Hvað hafa menn áorkað í mann- kynssögunni til þessa? Til að byrja með þá höfum við byggt upp og varið siðmenningu okkar … en það er í hættu vegna uppgangi nýfeminisma og frjálslyndi. Þurfum við fleiri afrek kvenna á þess- um tíma? Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Christopher Fragassi-Bjørnsen Dæmdur í Kanada. Norskk Býður upp á víkingaþjálfun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.