Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 8
8 Helgarblað 22. september 2017fréttir vafasöm síða býður upp á víkingaþjálfun n Fölsuð íslensk nöfn n Eigandinn dæmdur í Kanada V ið erum bræðralag víkinga og úlfhéðna sem lifum eftir norrænum hefðum frá tímunum fyrir kristnitöku, þar með talið lögmáli víkinganna: Hugrekki, heiðri, styrk, bræðralagi, trúnaði, heiðarleika, aga, staðfestu og einfaldleika. Við deilum okk- ar fornu hefðum, hæfileikum og visku til að gera þig að sönnum vík- ingi, til að tryggja að þú getir bjarg- að þér í harðneskjulegum aðstæð- um, til að leiðbeina þér í könnun óbyggða, til hefðbundinna lækn- inga og til að hugsa um skegg þitt og líkama … meðal annars“. Þetta stendur á vefsíðu fyrir- tækisins Norskk sem segist bjóða upp á sjálfsbjargarnámskeið sem geri þátttakendur að mönnum á engum tíma. Samkvæmt heima- síðu fyrirtækisins hefur Norskk starfsemi í nokkrum löndum og samkvæmt Facebook-síðu fyrir- tækisins eru höfuðstöðvar þess í Reykjavík. Námskeið í óbyggðaþjálfun og norrænni menningu Á heimasíðu Norskk er boðið upp á þrenns konar námskeið sem kennd eru af svokölluðum Úlf- héðnum. Fyrsta stigið, Hirðmaður, er alfarið kennt á netinu og gjaldið fyrir það eru 195 dollarar (um 21.000 krónur). Þeir sem taka þátt í námskeiðinu fá aðgang að reglunni Víkingaherr og geta haft samband við aðra víkinga víðs vegar um heim. Námskeiðið er ekki kennt á ákveðnum tíma held- ur geta menn farið yfir efnið á eigin hraða. Það sem kennt er á nám- skeiðinu er útlistað í þaula á heimasíðunni. Fyrsti hlutinn snýr að menningunni. Þar er kennt fornnorrænt mál, íslenskur framburður, nafnakerfi og rúnir. Ýmsar fornbókmenntir eru lesn- ar, svo sem Hávamál, Eddukvæði, Snorra-Edda og Íslendinga- sögurnar, en þær má þó lesa í enskri þýðingu. Þátttakendur læra um norræna siði og menningu, réttlæti, dauðann, söngva, galdra og ásatrú. Þeir læra meira að segja að bölva að norrænum sið (and- fullrettirsorð). Þá er horft á leikn- ar kvikmyndir og heimildamyndir um víkingatímann. Annar hlutinn snýr að óbyggða- og sjálfsbjargarþjálfun. Þar er kennt hvernig á að nota vopn til veiða og verkfæri til byggingar skýla, bjálka- kofa og snjóhúsa. Einnig hvar sé hægt að finna drykkjarhæft vatn og nytsamar plöntur, hvernig á að kveikja eld, helstu atriði úr skyndi- hjálp og sálfræðinni að baki því að vera einn í náttúrunni. Á síðunni er ekki farið ítarlega í þriðja hlutann sem snýr alfarið að hernaði en þar er litið til margra þjóða, þar á með- al Norðmanna, Bandaríkjamanna og Spartverja til forna. Þegar þessu námskeiði lýkur er hægt að sækja um þriggja vikna verklegt námskeið, Hersir, sem er ókeypis samkvæmt heimasíð- unni. Þar er sú kunnátta sem Hirð- mennirnir lærðu í fyrsta nám- skeiðinu nýtt í óbyggðunum en tekið er fram að námskeiðið sé gríðarlega erfitt. Aðeins um 10 pró- sent hirðmanna sæki Hersisnám- skeiðið og þar af útskrifist aðeins 65 prósent. Útvaldir fá svo boð um að taka þátt í þriðja námskeiðinu, Berserkur, þar sem menn eiga þess kost að verða „brjálaðir vík- inga stríðsmenn“. Einungis 10 pró- sent Hersa verða Berserkir. Verk- legu námskeiðin eru kennd víða, til dæmis hér á landi við Ölfusá og á Svínafellsjökli. Á vefsíðu Norskk er einnig hægt að kaupa ýmsar vörur fyrir sanna víkinga. Má þar nefna Víkingablóð (berjate), Skeggsmjör (skeggolía), Víkingasmjör (húðkrem) og ýmsar lækningajurtir. Útlendingaandúð og kvenfyrirlitning Ef Facebook-síða Norskk er skoðuð má sjá ýmsar færslur frá fyrirtækinu sjálfu sem ein- kennast af útlendingaandúð og stækri kvenfyrirlitningu. Á vef- síðu Norskk er hlekkjað á frétta- síðu sem rekin er af sama fyrir- tæki, Hellulands útvarpið (HÚV). Á þessari fréttasíðu má finna ýms- ar greinar sem tengjast víkingum og norrænni menningu. En einnig margar greinar af sama meiði og færslurnar á Facebook-síðunni. Greinarnar á Hellulandsút- varpinu eru allar á enskri tungu en þrír höfundar bera íslensk nöfn. Þar á meðal Þórólfur Björnsson sem skrifar um „afrek kvenna“ og hvernig feitar konur hafi gert offitu að sjálfsögðum hlut. Hann segir: „Hvað hafa menn áorkað í mannkynssögunni til þessa? Til að byrja með þá höfum við byggt upp og varið siðmenningu okkar … en það er í hættu vegna uppgangi ný- feminisma og frjálslyndi. Þurfum við fleiri afrek kvenna á þessum tíma?“ (Orðrétt af umræddri síðu). En það eru ekki Íslendingar sem standa á bak við þessi skrif. Einn þeirra, Þór Þórðarson, sem einnig er titlaður Úlfhéðinn hjá Norskk er með símanúmer sem skráð er í Norður-Ameríku. Uppruna Norskk og Hellulandsútvarpsins má finna í kanadíska fylkinu Bresku- Kólumbíu. Allt í plati Árið 2014 auglýsti norsk/kanadíska ferðaþjónustufyrirtækið Amaruk, sem sérhæfir sig í ferðum um norður slóðir, bitastætt starf til um- sóknar. Lucie Clermont var nýút- skrifuð úr háskóla og ákvað að slá til og sækja um starfið. Frá fyrir tækinu fékk hún hins vegar einungis rætin svör með kynferðis legum undir- tón. Henni var svo hafnað á þeim grundvelli að hún hefði numið við kaþólskan háskóla. Clermont kærði ákvörðunina og fréttamenn í Kanada rannsök- uðu málið. Ekki náðist í neinn af þeim 217 skráðu starfsmönnum Amaruk og ekki var hægt að sjá að fyrirtækið hefði neina starfsemi. Ráðningarstjórinn Olaf Amundsen sem Clermont hafði samband við í gegnum tölvupóst var uppdikt- uð persóna. Eina manneskjan sem hægt var að finna á bak við fyrirtækið var kanadískur maður að nafni Christopher Fragassi- Bjørnsen. Í marsmánuði árið 2016 var hann dæmdur til að greiða Clermont 8.500 dollara (750.000 krónur). Eftir dóminn birtist grein í Hellu- landsútvarpinu skrifuð af „Þórólfi Björnssyni“ þar sem Clermont er nídd. Í greininni er vitnað í Háva- málin: „Hvars þú böl kannt kveðu þat bölvi at ok gefat þínum fjánd- um frið“ (ef þú ert beittur órétti skaltu tala um það og ekki gefa óvinum þínum nein grið). Fáklæddir karlmenn Fragassi-Bjørnsen er skráður fyrir fjölmörgum fyrirtækjum sem tengjast meðal annars herþjálfun, óbyggðaþjálfun, öryggismálum, vopnaburði og norðurslóðunum. Norskk og Hellulandsútvarpið eru bæði í eigu hans. Eitt af fyrirtækjunum heitir Norealis, erótísk síða þar sem sjá má fáklædda karlmenn. Margar myndirnar eru teknar í óbyggðum og fyrirsæturnar eru oft og tíðum vopnaðar. Myndirnar af þessari síðu hafa verið notaðar á öðrum vefjum í eigu Fragassi-Bjørn- sen, svo sem Norskk, Amaruk, Spartic, Militis og Call of the Wild Expeditions. Sums staðar kemur fram að fyrirtækin eigi í samstarfi við heri ýmissa landa, til dæmis Noregs og Bandaríkjanna. Því uppfylli námskeiðin svokallaðan PAWGI- staðal um óbyggðaþjálfun og sjálfsbjörgun. Þessi staðall er hins vegar ekki til nema hjá sam- nefndu fyrirtæki í eigu Fragassi- Bjørnsen. Þá eru margar mynd- ir og myndskeið frá heræfingum notaðar í óleyfi undir merkjum þessara fyrirtækja. Ekki eru til neinar vís- bendingar um að raunveru- leg starfsemi sé á bak við þessi fyrir tæki, ef undan er skilin hin erótíska myndasíða. Christoph- er Fragassi-Bjørnsen notar þetta net gervifyrirtækja til að hafa fé af fólki og samtímis breiða út boð- skap sinn um skaðsemi innflytj- enda og femínista. Fyrirtækin eru flest frekar lítið þekkt og fáir sem falla fyrir svikunum. Íslendingar eru þó sannarlega skotmark hins kanadíska svikahrapps. n „Hvað hafa menn áorkað í mann- kynssögunni til þessa? Til að byrja með þá höfum við byggt upp og varið siðmenningu okkar … en það er í hættu vegna uppgangi nýfeminisma og frjálslyndi. Þurfum við fleiri afrek kvenna á þess- um tíma? Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Christopher Fragassi-Bjørnsen Dæmdur í Kanada. Norskk Býður upp á víkingaþjálfun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.