Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 37
Veislur 3Helgarblað 22. september 2017 KYNNINGARBLAÐ
Veisluþjónusta á
CenterHotel Miðgarði:
Spennandi möguleikar opnuðust á dögun-um hjá CenterHotel
Miðgarði, sem staðsett er
ofarlega á Laugaveginum,
þegar byggt var við hótelið.
Með tilkomu nýbyggingar-
innar sem tekin var í notkun
í sumar stækkaði hótelið til
muna og ýmiss konar þjón-
ustuþættir bættust þá við,
þar á meðal myndaðist mjög
heppileg aðstaða til veislu-
og fundarhalda.
„Salirnir hjá okkur á Mið-
garði eru búnir að vera í
mikilli notkun alveg síðan við
opnuðum og mikil ánægja
hefur verið með aðstöðuna,
til dæmis með lýsinguna og
hljóðvistina,“ segir Melissa
Munguia, hótelstjóri á
CenterHotel Miðgarði.
„Þessi nýja viðbót við
hótelið breytir mjög miklu
og bjóðum við nú upp á 170
herbergi á hótelinu, rúmgott
móttökusvæði, bar, spa og
afgirtan garð sem gestir geta
notið. Salirnir eru tveir talsins
en hægt er að opna á milli
þeirra og myndast þá einn
rúmgóður salur sem getur
tekið á móti 70 manns, allt
eftir uppsetningunni á þeim.“
Á CenterHotel Miðgarði er
veitingastaðurinn Jörgensen
Kitchen & Bar og sér eldhúsið
á Jörgensen um alla veislu-
þjónustu sem snýr að veiting-
um sem bornar eru fram í
sölunum, hvort sem um er að
ræða smærri hádegisfundi
sem haldnir eru í fundar-
sölunum eða stærri veislur
sem haldnar eru í veitinga-
staðarýminu. Veitingastaða-
rýmið hefur einmitt töluvert
verið nýtt fyrir stórafmæli,
útskriftir og fermingar, svo
fátt eitt sé nefnt.
Mikil eftirspurn hefur verið
í að halda hádegisfundi með
veitingum á Miðgarði allt frá
opnun, og hafa fyrirtæki í
grennd við hótelið verið ötul
við að halda slíka fundi þar.
Einkar hentugt þykir að geta
verið í lokuðu vinnurými og
geta notið matar á sama
tíma.
„Í hádeginu bjóðum við upp
á hádegishlaðborð þar sem
finna má kjötrétti, fiskrétti,
súpu og bakkelsi. Nóg er af
bílastæðum í grennd við
hótelið og hefur þessi kostur
því verið mjög vinsæll meðal
starfsfólks fyrirtækja,“ segir
Melissa.
Sem fyrr segir kemur
maturinn úr eldhúsi hins
rómaða veitingastaðar
Jörgensen Kitchen & Bar sem
opnaður var í mars 2016 og
hefur getið sér mjög gott orð.
„Við bjóðum upp á
ákveðna matseðla fyrir
fundinn eða veisluna, allt frá
smáréttahlaðborði og pinna-
mat upp í mat sem þjónar
bera á borð fyrir gesti, en
þriggja rétta hópmatseðlar
frá Jörgensen henta mjög vel
fyrir slíkar veislur. Ef matseðl-
arnir henta ekki fyrir viðkom-
andi veislu er sest niður með
viðskiptavininum og farin leið
sem honum hentar betur.
Þannig er bæði í boði að
ganga að einhverju tilbúnu
eða að móta veisluna eftir
eigin höfði, allt eftir óskum
hvers og eins,“ segir Melissa
og bætir við: „Um daginn
hýstum við til dæmis spilamót
hérna sem heppnaðist mjög
vel, þannig að fjölbreytnin er
mikil.
Þar sem salirnir eru á
hótelinu opnar það einnig
á þann möguleika að gestir
geti nýtt sér þá aðstöðu og
notið veislunnar eða fundar-
ins og gist síðan á hótelinu.
Sá kostur hefur hentað mjög
vel fyrir erlenda gesti sem
og veislugesti utan af landi,“
segir Melissa.
Til að fá frekari upplýs-
ingar um veisluþjónustuna á
Miðgarði eða til að panta sal
er best að senda tölvupóst á
netfangið fv@centerhotels.
com eða hringja í 595-8589.
Frábær aðstaða í fundarsölunum.
Hótelherbergin í Miðgarði eru afskaplega aðlaðandi.
TVEir gLæSiLEgir SaLir og FJöLBrEyTTar VEiTiNgar
Frábærir smáborgarar.
Melissa Munguia, hótelstjóri
á CenterHotels Miðgarði.
Myndir: Brynja