Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 37
Veislur 3Helgarblað 22. september 2017 KYNNINGARBLAÐ Veisluþjónusta á CenterHotel Miðgarði: Spennandi möguleikar opnuðust á dögun-um hjá CenterHotel Miðgarði, sem staðsett er ofarlega á Laugaveginum, þegar byggt var við hótelið. Með tilkomu nýbyggingar- innar sem tekin var í notkun í sumar stækkaði hótelið til muna og ýmiss konar þjón- ustuþættir bættust þá við, þar á meðal myndaðist mjög heppileg aðstaða til veislu- og fundarhalda. „Salirnir hjá okkur á Mið- garði eru búnir að vera í mikilli notkun alveg síðan við opnuðum og mikil ánægja hefur verið með aðstöðuna, til dæmis með lýsinguna og hljóðvistina,“ segir Melissa Munguia, hótelstjóri á CenterHotel Miðgarði. „Þessi nýja viðbót við hótelið breytir mjög miklu og bjóðum við nú upp á 170 herbergi á hótelinu, rúmgott móttökusvæði, bar, spa og afgirtan garð sem gestir geta notið. Salirnir eru tveir talsins en hægt er að opna á milli þeirra og myndast þá einn rúmgóður salur sem getur tekið á móti 70 manns, allt eftir uppsetningunni á þeim.“ Á CenterHotel Miðgarði er veitingastaðurinn Jörgensen Kitchen & Bar og sér eldhúsið á Jörgensen um alla veislu- þjónustu sem snýr að veiting- um sem bornar eru fram í sölunum, hvort sem um er að ræða smærri hádegisfundi sem haldnir eru í fundar- sölunum eða stærri veislur sem haldnar eru í veitinga- staðarýminu. Veitingastaða- rýmið hefur einmitt töluvert verið nýtt fyrir stórafmæli, útskriftir og fermingar, svo fátt eitt sé nefnt. Mikil eftirspurn hefur verið í að halda hádegisfundi með veitingum á Miðgarði allt frá opnun, og hafa fyrirtæki í grennd við hótelið verið ötul við að halda slíka fundi þar. Einkar hentugt þykir að geta verið í lokuðu vinnurými og geta notið matar á sama tíma. „Í hádeginu bjóðum við upp á hádegishlaðborð þar sem finna má kjötrétti, fiskrétti, súpu og bakkelsi. Nóg er af bílastæðum í grennd við hótelið og hefur þessi kostur því verið mjög vinsæll meðal starfsfólks fyrirtækja,“ segir Melissa. Sem fyrr segir kemur maturinn úr eldhúsi hins rómaða veitingastaðar Jörgensen Kitchen & Bar sem opnaður var í mars 2016 og hefur getið sér mjög gott orð. „Við bjóðum upp á ákveðna matseðla fyrir fundinn eða veisluna, allt frá smáréttahlaðborði og pinna- mat upp í mat sem þjónar bera á borð fyrir gesti, en þriggja rétta hópmatseðlar frá Jörgensen henta mjög vel fyrir slíkar veislur. Ef matseðl- arnir henta ekki fyrir viðkom- andi veislu er sest niður með viðskiptavininum og farin leið sem honum hentar betur. Þannig er bæði í boði að ganga að einhverju tilbúnu eða að móta veisluna eftir eigin höfði, allt eftir óskum hvers og eins,“ segir Melissa og bætir við: „Um daginn hýstum við til dæmis spilamót hérna sem heppnaðist mjög vel, þannig að fjölbreytnin er mikil. Þar sem salirnir eru á hótelinu opnar það einnig á þann möguleika að gestir geti nýtt sér þá aðstöðu og notið veislunnar eða fundar- ins og gist síðan á hótelinu. Sá kostur hefur hentað mjög vel fyrir erlenda gesti sem og veislugesti utan af landi,“ segir Melissa. Til að fá frekari upplýs- ingar um veisluþjónustuna á Miðgarði eða til að panta sal er best að senda tölvupóst á netfangið fv@centerhotels. com eða hringja í 595-8589. Frábær aðstaða í fundarsölunum. Hótelherbergin í Miðgarði eru afskaplega aðlaðandi. TVEir gLæSiLEgir SaLir og FJöLBrEyTTar VEiTiNgar Frábærir smáborgarar. Melissa Munguia, hótelstjóri á CenterHotels Miðgarði. Myndir: Brynja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.