Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 13. október 2017fréttir Ó hætt er að fullyrða að stór­ verslunin Costco hafi með komu sinni inn á íslenskan markað stuðlað að byltingu varðandi verð og vöruúrval sem ekki sér fyrir endann á. Íslenskir neytendur hafa tekið verslunar­ risanum fagnandi og samkeppnis­ aðilar hafa þurft að aðlagast breyttum veruleika. Saga Costco á Íslandi er á yfirborðinu samfelld sigurganga en undir niðri kraumar reiði starfsfólks varðandi aðstæður á vinnustaðnum. DV hefur undan­ farnar vikur fengið ábendingar frá starfsfólki um ýmsa bresti sem eru í rekstri stórverslunarinnar. Meðal annars um gegndarlausa matar­ sóun sem starfsmönnum blöskrar og slæma framkomu yfirmanna í garð undirmanna sem stuðlar að gríðarlegri starfsmannaveltu. DV ræddi við nokkra starfsmenn, sem fæstir vildu koma fram undir nafni af ótta við að það myndi skemma fyrir framtíðaratvinnumöguleik­ um þeirra. Heilu brettunum af mat hent í ruslið Einn heimildarmaður DV, sem við skulum kalla Arnar, er ný­ hættur hjá Costco. Hann starfaði í versluninni frá því að hún var opnuð í vor, en sagði nýverið starfi sínu lausu þegar betra starf bauðst. Arnar segir að framkoma yfirmanna sé skelfileg og var það meðal annars ástæða þess að hann leitaði að annarri vinnu. „Þessi breski vinnustaðakúltúr og stéttaskipting er ekki eitthvað sem Íslendingar eru vanir. Undir­ menn mega varla líta á eða yrða á yfirmenn. Það skapar hræðilegan anda og almennt myndi ég segja að starfsfólki líði illa í vinnunni,“ segir Arnar. Það sem fór þó einna mest fyrir brjóstið á honum er matarsóun Costco sem hann segir að sé gegndarlaus: „Þetta er viðbjóður. Ég hef aldrei séð svona miklu af mat hent í ruslið. Heilu brettin enda í ruslagámn­ um á hverjum einasta degi,“ segir Arnar. Hann tók myndir af lager verslunarinnar, rétt áður en hann hætti, og myndirnar birtast með fréttinni. Með því að sýna almenn­ ingi þær vill Arnar opna enn frekar umræðuna um matarsóun. Lágt verð réttlætir ekki sóun „Costco hefur gert frábæra hluti fyrir Íslendinga, þegar kemur að því að bjóða upp á vöru á lægra verði, en það réttlætir þó ekki hvernig farið er með mat. Yirmenn verslunarinnar tala ekki um mat, heldur kalla þetta úrgang. Í flest­ um tilfellum er maturinn í góðu lagi þegar honum er fleygt. Fyrir­ tækið hefur enga umhverfisstefnu sem heitið getur og að mínu mati eigum við Íslendingar, sem upp­ lýst þjóð, að krefjast þess að er­ lend stórfyrirtæki, staðsett á Ís­ landi, fylgi okkar leikreglum,“ segir Arnar. Hann segir að ekki aðeins sé mat, sem er kominn yfir síðasta söludag, fleygt í ruslagám heldur einnig útlitsgallaðri vöru og vöru sem er að nálgast síðasta sölu­ dag. Þá má starfsfólk ekki und­ ir neinum kringumstæðum taka matvöru sem á að fleygja með sér heim. „Costco lækkar ekki verð á vöru sem er að renna út, eins og til dæmis Krónan er farin að gera, heldur einfaldlega losar sig við hana. Þeir hafa heldur ekki fyrir því að flokka úrganginn heldur safna öllu saman í ruslagám. Það er lífrænn úrgangur, gler, gormar og plastumbúðir. Allt endar þetta í einum hrærigraut í ruslagámn­ um. Það eina sem er flokkað sér er pappi. Hann er pressaður. Stund­ um eru nokkrir troðfullir gámar fyrir utan verslunina og bíða þess að verða fjarlægðir.“ „Þetta er viðbjóður. Ég hef aldrei séð svona miklu af mat hent í ruslið. Matarsóun og slæM fraMkoMa yfirManna Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Costco tjá sig um það sem fram fer innan veggja verslunarinnar Skuggahliðar Costco Kristín Clausen Kristinn Haukur Guðnason kristin@dv.is / kristinn@dv.is Andrew Meekin Segir farir sínar ekki sléttar af því að vinna fyrir Costco. Costco Stórverslunin hefur slegið í gegn hérlendis en ýmsir brestir eru í rekstrinum, meðal annars slæm framkoma yfirmanna og gegndarlaus matarsóun. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.