Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 49
fólk 25Helgarblað 13. október 2017 þetta var bara þrælfínt svo ég skipti ekkert og kláraði námið.“ Byrjaði að þjálfa af því hann var svo lítill Heimir æfði fótbolta upp alla yngri flokka en hætti þegar hann var kom- inn í 2. flokk. „Ég hætti að æfa 17 ára gamall og æfði ekki í tvö ár. Ég var svo lítill og stækkaði svo seint að ég taldi mig ekki eiga möguleika að fá að spila með öðrum flokki ÍBV, hann var svo sterkur á þeim tíma. Þannig að ég fór þá að þjálfa og féll fyrir því strax. Á þeim tíma höfðu Eyjamenn ráðið Pólverjann Gregor Bielatowicz sem yfirþjálfara yngri flokka. Auk þess var ákveðið að ráða unga þjálfara til að aðstoða hann og læra af honum. Ég var ráðinn sem einn af þessum ungu og varð hug- fanginn af þessum manni og þeim aðferðum sem hann beitti við þjálf- un. Það skipti hann til dæmis engu máli hvort leikmaður var lítill eða stór eða hvernig leikurinn fór, hann var bara að hugsa um að búa til betri leikmenn.“ Heimir vann með Gregor í tvö ár og þjálfaði yngstu flokkana. Á sama tíma tók hann vaxtarkipp og ákvað að byrja aftur að æfa fótbolta, þá á elsta ári í öðrum flokki. „Þá varð kallinn alveg brjálaður. Þá sá hann fyrst að ég gat eitthvað í fótbolta og að ég væri búinn að hanga í tvö ár utan vallar á meðan ég hefði get- að æft undir hans stjórn. Það fannst honum alger sóun enda hefði ég einmitt verið kjörið verkefni fyrir hann sem leikmaður.“ Leyndur markaskorari Það rættist því úr Heimi sem leik- manni og ferill hans í meistara- flokki spannar u.þ.b. 20 ár, frá 1986 til 2005. Hann lék rúmlega 100 leiki, flesta fyrir ÍBV, en sam- kvæmt skráningu leikjanna tókst honum aldrei að skora mark á ferlinum. Við spyrjum Heimi hvort það geti virkilega staðist. „Sko, það voru ekki komnar tölv- ur á þeim tíma þannig að þetta hefur eflaust verið slegið eitthvað vitlaust inn,“ segir Heimir og hlær, en viðurkennir svo að hann hafi aldrei skorað mark með ÍBV. „Ég var ekki einu sinni nálægt því.“ Heimi til varnar þá spilaði hann lengst af sem aftasti varnarmaður með ÍBV. Hann vill þó meina að þegar hann skipti í neðri deildar liðið KFS hafi hinn skeleggi þjálf- ari Hjalti Kristjánsson séð í hon- um leyndan og algerlega ónýtt- an markaskorara og að þar hafi Heimir raðað inn mörkum. Blaða- mönnum DV tókst ekki að finna staðfestingu á því og verða því að taka orð Heimis trúanleg. En hvernig leikmaður var Heimir? „Það var eflaust frekar auðvelt að leikgreina mig. Ég var ekki teknískur, ekki hraður en ég las leikinn ágætlega og var þokka- lega harður. Þannig að ég hafði ekki mikið fram að færa sem leikmaður, enda var ég í ÍBV þegar gekk sem verst hjá liðinu. Ef liðið hefði verið betra þá hefði ég eflaust ekki spilað svona marga leiki,“ segir Heimir hógværðin uppmáluð. Vill sjá fleiri unga leikmenn í Pepsi-deildinni Heimir segir að íslenski boltinn hafi breyst nokkuð síðan hann sópaði upp í vörninni fyrir ÍBV. Hann fylgdist vel með Pepsi- deildinni í sumar og leist vel á en er svekktur yfir hversu fáir ungir leikmenn spila reglulega í deildinni. „Í mörgum tilfellum held ég að ungir leikmenn hafi gott af því að spila leiki í meistara- flokki og vera þá mögulega keyptir út sem meistara flokksleikmenn. Ef þeir eru keyptir sem unglinga- flokksleikmenn, eins og gjarnan gerist, þá lenda þeir oft í stór- um hópum efnilegra ungra leik- manna í viðkomandi liði sem erfitt er að vinna sig upp úr. Við tókum saman tölfræði um þetta atriði og ég held að um helm- ingur þeirra leikmanna sem fara utan sem unglingar komi aftur til íslenskra félagsliða. Þótt það sé einstaklingsbundið myndi ég vilja sjá unga og efnilega leik- menn spila lengur hérna heima, en þá verða íslensku liðin auðvit- að að gefa þeim tækifæri til þess.“ Metnaðarfullur þjálfari frá upphafi Sem fyrr segir byrjaði Heimir strax 17 ára gamall að þjálfa börn og unglinga í Eyjum, en síðar stýrði hann meistaraflokki ÍBV, bæði í karla- og kvennaflokki. Það orð fór snemma af honum, eins og í dag, að hann væri mjög skipulagð- ur, metnaðarfullur og nákvæmur þjálfari. „Ég hef alltaf verið rosa- lega metnaðarfullur í því sem ég er að gera, ég þoli ekki hálfkláruð verk. Ég var snemma byrjaður að vídeó-leikgreina, áður en öll þessi klippiforrit í tölvum voru komin. Mér fannst gaman að geta sagt leikmönnum hvað ég sá athuga- vert í þeirra leik og geta þá sýnt þeim það líka. Svo er það bara þannig að þegar þú kemur frá litlu liði á Íslandi þá þarftu að leggja mikið á þig sjálfur sem þjálfari. Ég hef alltaf gert það.“ Sem gott dæmi um þennan mikla metnað er þegar Heimir og Íris, konan hans, þjálfuðu saman 6. flokk ÍBV. „Þá létum við helm- inginn af æfingatímanum fara í tækniæfingar og bjuggum til myndband af æfingunum. Mér skilst að strákarnir séu ennþá að horfa á það, nú orðnir yfir 20 ára gamlir. Í lok sumarsins buðum við foreldrum strákanna í bíó til að sjá afraksturinn. Við lögðum gríðar- lega vinnu og metnað í hvaða ver- kefni sem var á þessum tíma og ég hef haldið því áfram síðan.“ Heimir þjálfaði ÍBV til ársins 2011 en ári síðar var hann ráð- inn aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en það er lýsandi fyrir metnað Heimis að hann leit aldrei á þá ráðningu sem enda- stöð. „Það var alltaf í huga mín- um að taka við landsliðinu sem aðalþjálfari eða nota þetta starf í eitthvað ennþá stærra. Ég stefndi ekki að því að verða besti að- stoðarþjálfari í heimi.“ Lars var einmitt rétti gæinn Það er óþarfi að fjölyrða um árangur landsliðsins síðustu árin, hann hefur verið súrrealískur. Það er hins vegar svo margt fleira sem hefur breyst í tengslum við lands- liðið, bæði er öll umgjörð orðin mun faglegri og nálgun leik- manna mun heilbrigðari. Þessi umbylting hefur tekið ótrúlega skamman tíma því um það leyti sem Heimir byrjaði var ýmis legt að hjá KSÍ. „Ég kom til KSÍ frá ÍBV og mér fannst í fyrstu ekki vera mikill munur á stjórnun hjá sam- bandinu og ÍBV. Mér blöskraði margt, til dæmis þótti mér sam- skiptin við fjölmiðla í ólestri. Ég tók að mér að reyna að breyta því þannig að við gæfum meira af okkur til fjölmiðla og stuðnings- manna. Það er svo mikil vægt að segja öllum, stuðningsmönnum og blaðamönnum, hvað við erum að reyna að gera. Þegar þú seg- ir frá því hvað þú ert að reyna að gera þá ertu dæmdur út frá því en ekki út frá því hvað einhver ann- ar vill að þú gerir. Þetta gildir líka varðandi stuðningsmenn liðsins, á þessum tíma var varla til nokk- ur stuðningsmannaklúbbur svo að við ákváðum að reyna að ýta undir hann og gera það sama gagnvart stuðningsmönnum, gefa þeim eins miklar upplýsingar um liðið og hægt var.“ Heimir nefnir einnig að um- hverfið og umræðan í kringum landsliðið hafi verið sérlega nei- kvæð á þeim tíma sem hann hóf störf. „Nánast allar fréttir um liðið voru neikvæðar, hvort sem þær vörðuðu agamál, árangur liðsins, hvað menn sögðu eða hvernig menn höguðu sér. Á þessum tíma virtist það ekki vera stökkpallur að taka við þjálfun landsliðsins því þjálfarar á undan okkur fengu yfir leitt ekki betri störf eftir að þeir hættu sem landsliðsþjálfarar. Það mætti telja upp ansi marga sem hreinlega gufuðu upp að starf- inu loknu eða komu laskaðir út úr því. Það var ekki af því að þeir væru orðnir verri þjálfarar en þeir voru þegar þeir voru ráðnir held- ur hafði umhverfið og kúltúrinn þessi áhrif.“ Heimir segir að ráðning Lars Lagerbäck hafi verið vendip- unkturinn hvað varðaði aukna fagmennsku hjá KSÍ. „Það góða við að fá Lars í starfið var að hann var vanur ákveðinni fagmennsku og hún kom með honum inn í knattspyrnusambandið. Hann var akkúrat rétti gæinn, því það hefði líka verið hægt að fá ein- hvern annan frægan útlending sem hefði fljótlega orðið brjálaður út í allt og alla. Lars var hins vegar frá upphafi kurteis og rólegur og allar þessar jákvæðu breytingar á kúltúrnum síuðust inn hægt og bítandi. Ég held að menn sjái að aginn, bæði innan vallar og utan, hefur breyst til hins betra og ég held að leikmönnum líði á end- anum miklu betur í skipulögðu og öguðu umhverfi. Atvinnumaður- inn í dag verður að hafa svoleiðis umhverfi.“ Agaðri leikmenn í dag Það er þekkt að í gegnum tíðina hafa knattspyrnumenn, líka landsliðsmenn, verið gjarnir á að njóta lífsins óhóflega, til dæmis hvað varðar áfengis- og tóbaksneyslu, mataræði, svefn- venjur og annað. Það virðist sem það sé lítið vandamál hjá íslenska liðinu í dag og Heimir staðfestir það. „Leikmenn í dag eru miklu agaðri en áður. Ég er ekki í neinum vafa um að kúltúrinn hjá félögun- um sem leikmennirnir koma frá hefur lagast, og kúltúr í fótbolta almennt. Ég held að þekkingin á því sem fær mann til að standa sig vel hafi aukist svo mikið, menn eru meðvitaðri um það í dag að óregla getur ekki gengið til lengd- ar. Það breytir því þó ekki að það getur tekið langan tíma að búa til agað umhverfi í tilteknum lið- um. Nú erum við komnir með kúltúr sem okkur finnst frábær enda hefur það sýnt sig að hann skilar miklum árangri. Svo skipt- ir líka máli að þegar við veljum í landsliðið þá horfum við sérstak- lega á karakter og hugarfar leik- manna. Það ræður oft þónokkru um hvernig hópurinn er skipað- ur hverju sinni. Það skiptir því ekki öllu máli að skoða hvort leik- menn séu að blómstra með sín- um félagsliðum heldur metum við líka hvað þeir leggja til hóps- ins utan vallar.“ Síðastliðið vor fjölluðu fjöl- miðlar töluvert um meint agabrot framherjans Viðars Arnar Kjartans sonar og gengu blaða- menn á köflum nokkuð hart fram við að fá nánari upplýsingar um það mál frá Heimi. Hvað hefur Heimir um það að segja? „Þetta var í raun aldrei agabrot en þetta var ekki „professional“. Það eru engar reglur um þetta „Mikilvægt að eiga fjölskyldu sem skilur starfið“ „Ég stefndi ekki að því að verða besti aðstoðarþjálfari í heimi Ósvikin gleði Heimir og Aron Einar Gunnarsson fagna því þegar sætið til Rússlands var í höfn. Mynd dAVíð ÞÓr GuðLAuGsson sækir hvíld í tannlækningar „Stundum þegar mér finnst að ég þurfi að slíta mig frá fótboltanum, þá tek ég tvo eða þrjá daga í vinnu á tannlæknastofunni og næ að hreinsa hugann.“ Mynd siGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.