Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 52
28 sakamál Helgarblað 13. október 2017 B runo og Odile Zuliani, frá Zuydcoote í Dunkirk í Frakk­ landi, höfðu verið gift í fjölda ára og eignast saman þrjú börn. Frá því að hjónin rugluðu saman reytum hafði Odile ekki far­ ið í grafgötur um að Bruno væri af­ brýðisamur maður, en hún taldi sér trú um að ástæðan væri sú mikla ást sem hann bar í brjósti til hennar. Bruno hafði verið tekið opnum örmum af allri fjölskyldu Odile sem gerði sér ekki grein fyrir hvaða mann hann hafði að geyma. Bruno vel vakandi Árin liðu og börnin fæddust, tveir synir og ein dóttir. Smám saman fékk Odile á tilfinninguna að veru­ lega væri farið að þrengja að henni. Bruno fylgdist grannt með öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hann fékk sér vinnu hjá sama fyrirtæki og hún til að geta haft auga með henni þar. Odile gat ekki heimsótt ættingja sína án þess að Bruno væri með í för; hann vildi heyra allt sem þar yrði sagt. Skilorðsbundinn dómur Á gamlárskvöld 2010 dró til tíð­ inda. Þá þrengdi Bruno að hálsi Odile með sippubandi og mátti litlu muna að hún fengi ekki séð nýtt ár renna upp. Odile hafði samband við lög­ reglu í kjölfarið og eiginmaðurinn fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Við tók jafnlangur tími án stórvægilegra tíðinda, en umsvifa­ laust að átta mánuðum liðnum tók Bruno að niðurlægja Odile og mis­ bjóða. Í blíðu og stríðu Seinna sagði Odile aðspurð hví hún hefði ekki kvartað yfir honum aftur: „Í blíðu og stríðu er það sem hjónabandið snýst um.“ Og „í stríðu“ einkenndi svo sannarlega hjónabandið því 26. nóvember 2011, mátti litlu muna að hún léti lífið þegar Bruno reyndi að kyrkja hana aftur – í þetta skipti fyrir framan börn þeirra. Odile ákvað að halda að sér höndum: „Að senda föður barn­ anna minna í fangelsi fannst mér óhugsandi.“ Nóg komið Bruno var í meðferð hjá sál­ fræðingi sem upplýsti Odile um að Bruno væri andlega veikur. Odile stakk þá upp á því að hann fengi meðferð á viðeigandi stofnun, en ekkert varð úr því. Nýtt ofbeldistímabil rann upp og í kringum áramótin 2011/2012 komst Odile að þeirri niðurstöðu að við það yrði ekki unað lengur. Hún pakkaði niður og fór, staðráð­ in í að sækja um skilnað, þetta yrði að taka enda. Blóðbað Næstu sex vikurnar hélt Odile til hjá foreldrum sínum en ákvað að kíkja til barnanna á afmælisdaginn sinn, 9. febrúar. Þegar Odile gekk inn á heimili fjölskyldunnar í Zuyd coote mætti henni óhugnan­ leg sýn. Yngsta barn hennar, dóttirin Emi, fimm ára, lá eins og slytti í sófanum, böðuð blóði. Odile sneri sér við í hryllingi og sá þá Bruno þar sem hann hékk í snöru í stigaganginum. Ekkert lífsmark Odile var þess fullviss að Bruno hefði einnig myrt syni þeirra; Nino, 16 ára, og Limo, 14 ára. Hún treysti sér ekki til að kanna það og í fullkomnu losti hljóp hún vein­ andi út á götu. Síðar kom í ljós að ályktun Odile reyndist á rökum reist; Bruno hafði stungið öll börn þeirra til bana áður en hann brá snörunni um háls sér og batt þannig enda á eigið líf. Sárt að glata penna Einhverju síðar setti Odile sig í sam­ band við fyrrnefndan sálfræðing og spurði hví Bruno hefði ekki ver­ ið vistaður á viðeigandi stofnun í ljósi þess að hann var, að sögn sál­ fræðingsins, veikur á geði og með­ ferðin engan árangur borið. Sálfræðingurinn bar af sér alla sök. „Hann lagði að jöfnu að ég missti börnin mín og að einhver glataði penna. Hann sagði við mig „Ef þú týnir penna finnst þér það sárt líka. Þér finnst sárt að að týna penn­ anum, alveg eins og þér finnst sárt að missa börnin þín“,“ sagði Odile í sjónvarpsþætti sem hún kom fram í. Þannig er það. n Afbrýðisemi dAuðAns n Bruno vakti yfir öllum athöfnum eiginkonu sinnar n Dag einn fékk Odile nóg Fjölskyldan Afbrýðisemi og andleg veikindi Brunos höfðu dauðann í för með sér. Odile Zuliani Var ekki alls kostar sátt við sálfræðing eiginmannsins. Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.