Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Qupperneq 26
Gunnlaugur Guðmundsson hefur starfað sem stjörnuspekingur í áratugi. Hann er spáskyggn og næmur með eindæmum enda leita bæði einstaklingar og fyrirtæki til Gunnlaugs til að fræðast um framtíðina og framvindu mála. Birta leitaði til Gunnlaugs í von um að fá svör við því hvort himintunglin gætu haft áhrif á óróleikann sem við höfum fundið fyrir í stjórnmálum síðustu ár. Gunnlaugur segir heim- inn allan ganga í gegnum gríðarlegt breytingaskeið og að breytingarnar nái hámarki á árabilinu 2018–2024. Hann segir stjórnmálakerfin eins og við þekkjum þau ekki virka lengur enda séu þau byggð á úreltri heimsmynd. „Hefðbundin stjórnmálakerfi virka ekki á 21. öldinni vegna þess að þau voru skrifuð fyrir 200 árum af körlum, fyrir karla. Það sama gildir um skiptinguna milli hægri og vinstri flokka sem við höfum þekkt úr stjórnmálunum undanfarnar aldir. Hana má rekja til frönsku stjórnarbyltingarinnar árið 1789 hvar íhaldsmenn, aðall og konungssinnar sátu hægra megin í þingsal Parísarborgar og hinn lýðræðissinnaði almúgi sat vinstra megin. Karlar allt saman. Karlar sem skrifuðu lög og leikreglur fyrir sjálfa sig,“ segir Gunnlaugur og rifjar í þessu samhengi upp þróun kosningaréttar á Íslandi. „Á Íslandi var kosningarétti komið á árið 1844. Réttinn til að kjósa höfðu karlmenn 25 ára og eldri, að uppfylltum skilyrðum um eignir, það er að segja bænda- höfðingjar og synir þeirra. Konur og eignalausir karlar fengu fyrst kosningarétt árið 1915 að því gefnu að fólkið væri orðið fertugt. Og nú, þegar einstaklingurinn í heimsþorpi tækni- og upplýsinga- byltingar í lok 20. aldar og byrjun þeirrar 21. vaknar til meðvitundar um stöðu sína blasir við óréttlæti sem hefur lengi verið við lýði. Kon- ur eiga til dæmis enn undir högg að sækja víðast hvar í heiminum og sömuleiðis karlar sem ekki eiga ættir að rekja til „bændahöfð- ingja“.“ Mynd dV ehf / Sigtryggur Ari Heimskerfin á breytingaskeiði og millistéttin að kafna Til hvers að pikka þegar þú getur talað? Stundum breytist lífið með ógnarhraða og stundum hægt. Breytingarnar geta verið kærkomnar og stundum þolum við þær ekki. Verst þykir mér þegar hefðirnar henta ekki raunveruleikanum lengur og hlutirnir eru gerðir með einhverj- um óheppilegum hætti „… af því svona hefur þetta alltaf verið.“ Þetta er samt önnur pæling sem ég ætla að fara betur í seinna. Síðustu árin hefur internetið breytt tilveru okkar hraðar en við höfum í sjálfu sér náð að gera okkur grein fyrir. Margir treysta allt of mikið á netið. Halda meira að segja að umræður geti farið fram á netinu með uppbyggilegum hætti. Reynslan hefur gert mig algjörlega ósammála þessu. Kommentakerfi og svokölluð samtöl á netinu eru mögulega versti samskiptamáti sem hægt er að hugsa sér. Tjáning, eða miðlun skilaboða, getur aldrei verið til fyrirmynd- ar þegar samskiptin fara fram í örstuttum setningum sem eru gjarna pikkaðar af mikilli hvatvísi á lyklaborð. Ef tjáskipti eiga að vera góð þá duga ekki bara orðin til. Það er svo margt annað sem skiptir máli í sam skiptum. Til dæmis raddblærinn, svipbrigðin, látbragðið, meira að segja andardráttur getur sagt til um hvort manneskjan sem þú ert að tala við er afslöppuð eða ekki. Kaldhæðin eða ekki. Bestu samskiptin eiga sér stað þegar fólk kemur saman. Næst- bestu samskiptin eru mögulega símtal þar sem hægt er að hafa manneskjuna í mynd líka, Facetime, eða þess háttar. Þriðji besti valkosturinn er líklegast símtalið og síðast á listanum eru svo þessi innpikkuðu skeyti, hvort sem er á Messenger eða í sms-um. Athugaðu að nú er ég að tala um samskipti milli tveggja eða fleiri einstaklinga, ekki tjáningu einnar manneskju sem fer skrif- lega fram í status, bréfi eða pistli sem þessum. Manneskjur eru eins ólíkar og þær eru margar. Við erum misjafnlega skrúfuð saman og stundum sjáum við lífið með alveg afskaplega ólíkum hætti. Til að forðast misskilning og koma skilaboðum frá sér á sem allra bestan máta er mjög nauðsynlegt að fólk hittist og tali saman. Það er líka nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til að hlusta. Og spyrja, ef maður er ekki viss um að hafa skilið viðmælanda sinn rétt. Margrét H. Gústavsdóttir vikublað - Ritstjóri: Margrét H. Gústavsdóttir Ábyrgðarmenn: Sigurvin Ólafsson og kolbrún bergþórsdóttir Markaðssamstarf: Svava kristín Gretarsdóttir s: 690 6900 Birta á Instagram: birta_vikublad
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.