Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 39
Hverra manna ertu og hvaðan ertu? „Pabbi minn, Kjartan Már Benediktsson, er Skagamaður og öll föðurætt mín langt aftur í aldir. Hann fæddist þar en flutti svo með mömmu sinni á Selfoss þegar hann var barn. Mamma mín, Kristjana Karen Jónsdóttir, fæddist í Reykjavík en flutti síðar á Hvolsvöll þar sem þau kynntust. Akranes og Hvolsvöllur eru eigin- lega þeir staðir á landinu sem eiga stærstan hluta hjarta míns.“ Ertu fædd á Hvolsvelli? „Nei, þetta er nú eiginlega lengri og flóknari saga. Ég fæddist í Holta- og Landsveit af því að pabbi ætlaði að gerast þar bóndi. Foreldrar mínir brugðu fljótlega búi og fluttu á Sel í Árnessýslu, svo fluttu þau á Stokkseyri en þar lagðist útgerðin af ári eftir að við mættum á svæðið. Ég hóf sem sagt skólagöngu mína á Stokkseyri en svo fluttum við fjölskyldan á Skag- ann þar sem pabbi fór á sjó. Þar bjuggum við þar til ég varð svona tíu ára. Þá fluttum við í Leirár- og Melasveit í Borgarfirði og þaðan í Landeyjar þar sem ég lauk grunn- skóla á Hvolsvelli.“ Hljóp að Jónasi og Hannesi Að grunnskólanáminu loknu hélt Karen í Menntaskólann á Lauga- vatni sextán ára gömul. „Ég bjó í heimavist á fallega burstabænum sem tilheyrði Héraðsskólan- um. Man sérstaklega vel eftir því hvernig við vorum látin hlaupa að Jónasi í íþróttatímum en svo kallaðist upphitunarhlaupið þar sem við hlupum að styttunni að Jónasi frá Hriflu.“ Á menntaskólaárunum kynntist Karen eiginmanni sínum, Hannesi Inga Geirssyni íþrótta- kennara. Saman eiga þau þrjú börn en þau heita Askur, sem er fjórtán ára, Una, átta ára og Kjart- an, sex ára. „Við Hannes erum enn saman svo ég get því miður ekki sagt neinar krassandi sögur um ástir mínar og örlög,“ segir Karen kankvís. Rataði ekkert um Reykjavík Eiginmaður Karenar er borgar- barn og það var fyrst í gegnum kynni sín af honum að sveita- stelpan þurfti að læra að rata um Reykjavík. „Ég hafði eitthvað farið í bíó og Kringluna en hafði engar tengingar í höfuðborgina og rataði ekkert. Fyrst um sinn var ég alltaf með hnausþykka símaskrá í bílnum til að skoða kort og komast leiðar minnar. Samt orðin tvítug. Ég er sem sagt algjör últra dreifari.“ Hvernig kom það svo til að þú æxlaðist út í fjölmiðlabransann? „Ég las mikið af bókum sem barn og taldi mig ægilega menn- ingarlega sinn- aða. Hafði alltaf þessar hugmyndir um sjálfa mig að ég væri týpan sem læsi Morgunblaðið, ekki síst Lesbókina og hefði skoðanir á póstmódernisma. Æðsti draumur minn var að verða blaðamaður á Lesbókinni. Svo breyttist ég og samfélagið líka. Ég lærði betur hvar áhugasvið mitt liggur og Les- bókin er ekki lengur til. Ég kláraði reyndar bókmenntafræðina í Háskólanum en vildi svo bæta einhverju praktískara Karen Kjartansdóttir tók nýlega við starfi talsmanns United Silicon en mikil ólga hefur verið í kringum verksmiðjuna síðustu mánuði. Um leið valdi hún að hafna öruggu starfi hjá RÚV enda segist hún mikið fyrir flóknar áskoranir. Margrét Hugrún Gústavsdóttir hitti Karen á Kringlukránni og spurði meðal annars út í ætternið, útivistaráhugann og erfiðu verkefnin. „Ég las mikið af bókum sem barn og taldi mig ægilega menningarlega sinnaða. Hafði alltaf þessar hugmyndir um sjálfa mig að ég væri týpan sem læsi Morgunblaðið, ekki síst Lesbókina og hefði skoðanir á póstmódernisma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.