Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 40
við. Mér fannst hugvísindin ekki nógu praktísk svo ég hóf meistara- nám í blaða -og fréttamennsku. Í einhverju skólaverkefni fór ég svo inn á ritstjórn DV þar sem Illugi Jökulsson og Mikael Torfason buðu mér vinnu. Ég hugsaði með mér að ef ég hefði einhvern áhuga á þessu þá væri alveg eins gott að byrja að vinna við þetta. Ég henti mér út í djúpu laugina og þetta varð gríðarlega lærdómsríkur tími fyrir mig. Við vorum þarna nokkrir kornungir blaðamenn sem fengu mikla ábyrgð og fóru í gegnum mikið öldurót.“ Tryllingslega fyndin tilhugsun að vinna fyrir LÍÚ Karen réð sig svo til starfa hjá 365 og skrifaði í Fréttablaðið í nokkur ár en réð sig svo sem fréttakonu á Stöð 2. Hún var svo orðin vara- fréttastjóri þegar hún ákvað að skipta um starfsvettvang eftir tíu ár hjá sama fyrirtæki. „Ég hafði samt elskað hvern dag í vinnunni. Ekki síst starfið við ljósvakamiðlana þar sem ég fékk mikla nánd við fólk og alls konar upplýsingar. Hraðinn og þessi samfélagslegu mál heilluðu mig fljótt þannig að mér fannst bara hver einasti dagur frábær. Svo fór ég að hugsa að það væri kannski ekki hollt að vera alla ævi í sama starfinu eða á sama starfsvettvangi þannig að þegar hausaveiðari Capacent hafði samband við mig og bauð mér starf hjá LÍÚ þá opnuðust nýjar dyr. Fyrst fannst mér þetta alveg tryllingslega fyndið og ógnvekjandi í senn en þar sem ég hafði, meðal annars í gegnum fréttamennskuna, fengið mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum, fór ég á fund við Kolbein Árnason sem var þá nýráðinn framkvæmdastjóri samtakanna. Mér fannst hann hafa heillandi sýn á það hvað hann vildi gera við samtökin, og hvernig hann vildi nálgast flókin mál, svo að ég fann strax að þetta væri eitthvað sem ég ætti að taka.“ Á krossgötum í starfi Í gegnum starfið hjá LÍÚ tók Karen þátt í verkefni sem fólst meðal annars í því að sameina hagsmuna- samtök í sjávarútvegi, Samtök fiskvinnslustöðva og LÍÚ, í það sem nú kallast Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún segir þetta hafa verið mjög spennandi verkefni þar sem hún vissi að sjávarútvegurinn á Íslandi átti mjög spennandi sögu og mörg tækifæri sem þyrfti að koma í orð og miðla og nýta betur. „Ég tel að okkur hafi tekist mjög vel upp en eftir að hafa tekið þátt í svona miklum breytingum var erfitt að venjast hversdagslegri vinnu. Ég fór því að svipast um eftir nýju starfi en var voðalega villt, vissi ekki hvort mig langaði að vinna við fjölmiðla eða halda áfram í þessum geira. Svo rakst ég fyrir tilviljun á Hugin Frey sem er starfsmaður ráðgjafarstofunnar Aton. Ég hafði alltaf haft mikið álit á honum og svo varð úr að ég réð mig til starfa hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig meðal annars í almannatengslum,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf verið mjög ánægð í þessu starfi enda sé það náskylt fréttamennsku. Fréttamennska og almannatengsl séu systkin en hvort tveggja snúist um að greina aðalatriði frá auka- atriðunum, miðla upplýsingum og segja satt og rétt frá. Sumir hafa þá stefnu að þegja yfir öllu „Margir halda að starf almanna- tengils snúist um að búa til afurðir af sannleikanum eða hreinlega segja ósatt eða þegja en ég vil meina að sá fjölmiðlafulltrúi sem kemur óheiðarlega fram verði ekki langlífur í starfinu. Sumir hafa þá stefnu að reyna að þegja yfir öllu en ég vil meina að litla samfélagið okkar sé þannig að þessi stefna virki mjög illa. Samfélagið okkar kallar í einu og öllu á gegnsæi og flæði upplýsinga. Þá er eins gott að reyna að miðla öllu því sem þú veist á sem ábyrgastan hátt.“ Þú réðst þig nýlega til starfa sem upplýsingafulltrúi hjá fyrirtæki sem er mjög umdeilt, og svo var það þessi frétt um að þú hafir fengið starf hjá RÚV en hættir svo við. Hvað gerðist? „Sko. Ég skil vel að fólk furði sig á þeirri ákvörðun minni að hafna öruggu fjölmiðlastarfi hjá RÚV og velja óvissa framtíð hjá umdeildu fyrirtæki en stundum veit maður bara hvað maður vill. Málið er að ég var jú farin að sakna hraðans og fjölbreytileikans sem einkennir fjölmiðlastarfið og var því eiginlega komin í þetta starf hjá RÚV þegar fulltrúar United Silicon höfðu samband. Þar sem mér finnst mjög heillandi að starfa að flóknum, og helst erfiðum, málum þá var ég ekki lengi að átta mig á því að þetta verkefni gæti átt mjög vel við mig. Það er verið að hreinsa mikið til þarna og þau gera sér grein fyrir því að málið snýst ekki um að fela upplýsingar heldur koma þeim til skila á sem skilmerkilegastan hátt. Þau vantaði einhvern til að svara fyrir sig og ég treysti mér alveg í það, eins og önnur erfið mál.“ Finnst gaman að miðla upplýsingum, gæti hugsað sér að vinna fyrir stjórnmálafólk fremur en flokka Karen segir að vissulega finnist henni sorglegt hversu brösuglega hafi gengið með United Silicon en á sama tíma finnst henni allt sem tengist verksmiðjunni mjög áhugavert. „Meðal annars vegna tækifær- anna sem hægt er að nýta í kring- um hana enda vaxandi eftirspurn eftir þessu efni í heiminum. Að starfa náið með fyrirtækinu veitir mér djúpa og fjölbreytta innsýn í mörg ólík svið og um leið öðlast ég möguleika á að styrkja mig í starfi. Það er að segja, að ná að miðla flóknum, og stundum erfiðum, upplýsingum á hnitmiðaðan, skilj- anlegan og skilmerkilegan hátt.“ Talandi um flækjur, gætirðu hugsað þér að fara út í stjórnmál? „Hingað til hef ég ekki haft neina djúpa sannfæringu gagnvart einum stjórnmálaflokki eða stefnumálum hans en ég hef hins vegar mikla trú á einstaklingum. Auðvitað hef ég mismikið álit á þeim sem starfa nú að stjórnmálum, en á sama tíma dáist ég mjög að fólki sem vill leggja lóð sín á vogarskálarnar í þágu sam- félagsins, af því að þetta er rosalega erfitt starf. Þurfi maður að taka við „Það sem er svo merkilegt við Landvættinn er þessi skuldbinding. Að takast á við eitthvað sem maður kann ekkert í og finnst jafnvel hundleiðinlegt, svo ekki sé minnst á erfitt. En svo dettur maður bara allt í einu í stuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.