Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 13. október 2017fréttir
Virðast skammast sín
Arnar segir jafnframt að lyktin í og
við gáminn muni seint líða honum
úr minni. Stuttu fyrir starfslok sín
hafi yfirmenn bannað almennu
starfsfólki að fara sjálft með rusl
í gáminn. „Þá tók ekki betra við.
Þá byrjaði ruslið að safnast upp á
lagernum og eftir daginn er lyktin
óbærileg. Mér skilst að þeir læsi
gámnum núna og aðeins nokkrir
einstaklingar hafi lykla að honum.
Það er eins og þeir skammist
sín fyrir þetta, eða hafi fengið
ábendingar um að matarsóun sé
ekki í lagi og séu að reyna að fela
hana. Kannski hafa komist rottur í
þetta. Það kæmi ekki á óvart,“ segir
Arnar.
Sem dæmi um stefnu Costco
varðandi matvöru segir Arnar: „Ef
það sést að eitt til tvö jarðarber
eru ónýt í bakkanum þá er honum
hent. Það sama gildir um eplin. Ef
eitt epli er ónýtt í pokanum þá er
öllum pokanum hent. Sömu sögu
má segja um allan mat í búðinni.
Grænmeti, brauð, osta, kjöt, þurr
vöru, sósur og krydd. Öllu er hent
þegar neyslutíminn er liðinn.“
Slæm framkoma yfirmanna
Andrew Meekin er 41 árs
Englendingur, frá borginni Liver
pool, sem flutti til Íslands í janúar
á þessu ári. Fyrstu mánuðina vann
hann á gistiheimili í Vík í Mýrdal
en hóf síðan störf í Costco í byrj
un júní. Andrew og tveir aðrir fyrr
verandi starfsmenn, sem verða í
þessari frétt nefndir Jón og Guð
rún, lýsa slæmri framkomu yf
irmanna fyrirtækisins gagnvart
starfsfólkinu.
Andrew vann á aðildarkorta
borðinu þar sem hefur verið mikið
álag allt frá opnun. Ef smá lægð
kom í umsóknirnar var hann settur
í vinnu á búðarkassa, en það hafði
hann ekki samþykkt við ráðningu
og hafði enga reynslu á því sviði.
„Ég vissi ekkert hvað ég var að gera
og þurfti ítrekað að ýta á takka til
að fá hjálp frá yfirmanni. Þá komu
þessir reiðu, bresku yfirmenn og
helltu sér yfir mig. Þeir gerðu þetta
við marga aðra sem unnu á að
ildarkortaborðinu og höfðu enga
þjálfun.“ Hann segist hafa fengið
litla sem enga aðstoð og að hann
hafi þurft að læra á kerfið sjálfur.
Ráðinn á fölskum forsendum
Jón sótti um stjórnunarstöðu hjá
Costco í vor, áður en búðin var
opnuð. Áður hafði hann unnið
sem verslunarstjóri í átta ár og
vegna slyss þoldi hann illa líkam
legt erfiði. Hann var ráðinn, án
samnings, en var sagt að hann
myndi vinna við að taka á móti
aðildarumsóknum þar til búðin
yrði opnuð. „Daginn sem ég byrj
aði að vinna var ég sendur út í
vöruhús og fyrstu þrjár vikurnar
gerði ég lítið annað en að sópa
gólf.“
Jóni var sagt að hann fengi
stjórn yfir einni deild búðarinnar
síðar og við það sat í einhvern
tíma. „Síðan var ráðinn banda
rískur maður í stöðuna, með enga
reynslu af þjónustustörfum eða
mannaforráðum.“ Jóni bauðst
að halda áfram sem almenn
ur starfsmaður í vöruhúsinu við
að taka á móti vörubrettum en
hætti skömmu síðar vegna lélegra
launa, líkamlegs erfiðis og slæmr
ar framkomu yfirmanna gagnvart
honum.
Þora ekki að leita sér hjálpar
Viðmælendurnir tala allir um
slæma framkomu yfirmanna fyrir
tækisins gagnvart þeim og öðru
starfsfólki. Sérstaklega átti þetta
við breska og bandaríska yfirmenn
sem þau segja að hafi litið nið
ur á undirmenn sína. Guðrún hóf
störf rétt fyrir opnun búðarinnar
en hætti í ágúst vegna framkomu
þeirra. Hún segir álagið hafa ver
ið gríðarlegt þegar búðin var opn
uð. „Það var gargað á mann fyrir að
mæta mínútu of seint. Ég hef ekki
töluna á því hversu margar stelpur,
ég sjálf meðtalin, hlupu grátandi
inn á salernið út af vanlíðan.“ Hún
segir einnig að yfirmennirnir hafi
skammað starfsfólkið fyrir framan
viðskiptavinina.
Andrew segir sömu sögu.
„Starfsfólkið var undir miklu álagi
og öskrað var á það fyrir fram
an búðargestina. Mörgum þeirra
var greinilega mjög brugðið.
Sumir starfsmenn kiknuðu undan
álaginu og hættu.“
Álagið var slíkt að það bitnaði á
löglegum hvíldartíma starfsfólks
ins. Andrew segir: „Þegar mjög
mikið var að gera fékk fólk ekki
einu sinni pásu. Ég veit að margt
fólk á aðildarkortaborðinu var að
vinna vel fram yfir vinnutíma sinn
en fékk ekki aukalega borgað.“
Guðrún tekur undir það og segir
að matartímarnir hafi verið styttir
um 15 mínútur og það hafi verið
rætt á starfsmannafundi. „Það var
skellihlegið að okkur og apað eftir
okkur með grínröddu: „Hvað með
15 mínúturnar?“ Þessir bresku
yfir menn sögðu að við værum bara
löt.“ Jón segir að starfsfólkið hafi átt
rétt á 15 mínútna pásu á morgni
og eftirmiðdegi. „En það var ekki
alltaf sem maður fékk þær.“
Í Costco er unnið á vöktum en
viðmælendurnir segja vaktaskipt
inguna mjög óreglulega og handa
hófskennda. Guðrún var ráðin í
fullt starf en vann ekki nema um
75–80 prósent og segist því ekki
hafa fengið full laun. Andrew segir
að of stuttur tími hafi liðið milli
vakta og frídagar hafi verið alger
lega handahófskenndir. „Ef ég bað
um að fá að taka tvo frídaga í röð
þá var öskrað á mig.“
Viðmælendurnir lýsa allir hót
unum yfirmannanna og segja að
margir hafi ekki þorað að leita að
stoðar, til dæmis frá verkalýðsfé
lagi. Nokkrir starfsmenn leituðu
þó til VR vegna samgöngumála
en samkvæmt kjarasamningi VR
og SA er fyrirtæki skylt að greiða
fararkostnað til og frá vinnu ef al
menningssamgangna nýtur ekki
við. Guðrún segir að yfirmennirn
ir hafi hlegið þegar starfsmenn
báðu um að fá greiddan leigu
bíl. Andrew segir sömu sögu, yfir
mennirnir hafi harðneitað og VR
látið þetta viðgangast.
Mynstur í uppsögnum
Um miðjan ágústmánuð var
Andrew sagt upp störfum hjá
Costco. Ástæðan sem gefin var
upp var sú að hann „passaði
ekki inn í hópinn“ og „væri með
stæla“. Þetta þótti honum skrítn
ar ástæður en fyrir þann tíma
hafði hann margoft hugsað um
að hætta vegna þeirrar framkomu
sem honum var sýnd af hálfu yf
irmanna. Eftir að hann hætti að
vinna hjá fyrirtækinu heyrði hann
sömu sögu frá öðrum fyrrverandi
starfsmönnum fyrirtækisins.
„Allir fara á þriggja mánaða
reynslutímabil. Eftir það verður
Costco að semja við fólk og þá fær
það réttindi og uppsagnarfrest. Ég
rakst á íslenska stúlku sem vann í
Costco og sagði sömu sögu. Hún
hafði verið rekin eftir tvo og hálf
an mánuð fyrir sömu sakir. Ég
hitti tvo pólska bræður sem höfðu
báðir verið reknir eftir svipaðan
tíma fyrir sömu sakir. Þú passar
ekki inn, þú þykir vera með stæla.
Seinna heyrði ég í enn fleira fólki á
Facebook.“
Guðrún þekkir þetta einnig vel.
„Vinkonu minni var sagt upp og
ástæðurnar sem henni voru gefn
ar voru annars vegar að hún pass
aði ekki inn í teymið og hins vegar
að klæðaburður hennar væri
ósæmilegur, það hafi sést of mikið
í handleggina og bolurinn hafi
verið of fleginn.“
Samgöngumálið útistandandi
Bryndís Guðnadóttir hjá stéttar
félaginu VR segir að nokkrir starfs
menn Costco hafi leitað til þeirra
í sumar, sérstaklega varðandi
bresku yfirmennina. Samkvæmt
svörum sem VR fékk frá fyrir
tækinu á að vera búið að taka á
þessum málum. Hún segir deiluna
um ferðakostnaðinn óleysta. „Það
er mjög stórt mál og við erum að
vinna í því. Við vorum búin að eiga
fund með þeim og þetta var það
eina sem var útistandandi. Það er
ekki einfalt hvernig þetta er sett
fram í kjarasamningnum.“
Þegar DV leitaði til Costco voru
gefin þau svör að verslunin hér
heima myndi ekki gefa nein svör
um starfsmannamál. Allar fyrir
spurnirnar voru áframsendar til
höfuðstöðvanna í Bretlandi. Eftir
talsverða bið bárust loks þau svör
frá Sue Knowles, markaðsstjóra
Costco, að fyrirtækið kannaðist
ekki við vandamál sem snúa að
aðstæðum starfsmanna og kjörum
þeirra. Fyrirspurnum um matar
sóun var ekki svarað. Samkvæmt
heimildum DV innan úr fyrirtæk
inu virðast vandamálin enn vera
til staðar. Í september sögðu til
dæmis átta manns upp störfum á
einu bretti. n
„Þá byrjaði
ruslið að
safnast upp á
lagernum og
eftir daginn er
lyktin óbærileg
Ávextir Costco hefur fengið mikið lof fyrir ávextina og grænmetið sem fyrirtækið flytur inn.
Mikið af grænmetinu selst ekki og hér má sjá grænmeti sem endar í ruslagámum.
Ónýtt Kerrur standa í röðum á lagernum. Fullar af mat sem er runninn út og verður fargað.
Bland í poka Öllum mat er hent saman í eina hít í umbúðunum. Costco flokkar ekki lífræn-
an úrgang frá umbúðunum.