Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 41
ósanngjörnum fullyrðingum þá er það aðallega í þessu starfi. Þannig að ég dáist að þessu fólki og met þeirra framlag mikils. Svo finnst mér gaman að hlusta á fólk tala um drauma sína og framtíðarsýn. Ef ég hef trú á því sem þau tala um þá er ég meira en reiðubúin til að aðstoða við útfærsluna,“ segir hún og bætir við að sjálf sé hún umkringd fólki sem hefur mjög fjölbreyttar stjórnmálaskoðanir. „Maðurinn minn trúir á VG, tengdapabbi minn heldur með Sjálfstæðisflokknum eins og Liverpool og mínir eigin for- eldrar eru rosalega vinstrisinnaðir. Þau telja mig örugglega algjörlega á villigötum núna og að eitthvað hafi misfarist stórkostlega í uppeldinu,“ segir hún og hlær. „Ég á hins vegar ekkert erfitt með að umgangast fólk með alls konar skoðanir. Systir mín er til dæmis gift annáluðum Fram- sóknarmanni, ein besta vinkona mín er framkvæmdastjóri Pírata og svo mætti lengi telja. Mér finnst stjórnmálaumræðan oft erfið því oftast erum við Íslendingar með sömu sýn á stóru atriðin, til dæmis hvernig við viljum sjá samfélagið okkar. Þess vegna er dálítið leiðin- legt hvernig við veljum yfirleitt frekar að rífast um útfærsluna,“ segir hún hugsi og fær sér mangó- bita af salatdisknum. 2017 – eitt besta ár ævinnar Tölum um lífsstílinn, hreyfingu og mataræði. Þú hentir þér í Landvætt- inn á þessu ári og laukst honum með stæl. Var þetta ekki fáránlega erfitt? Hvernig kom þetta til? „Ég mætti fyrir einhverja rælni á fund hjá Ferðafélagi Íslands. Þar var fólk að fara yfir eitthvað ævin- týralegt prógramm, að mér fannst, sem heitir Landvættir. Við erum að tala um fimmtíu kílómetra skíða- göngu í fjöllum, sextíu kílómetra fjallahjólaferð, tveggja og hálfs kíló- metra sundferð í einhverju vatni fyrir austan og þrjátíu og þriggja kílómetra hlaup. Ég ákvað að skrá mig og skil enn ekki hvernig ég hafði hugrekkið enda felst alveg gríðarleg skuldbinding í þessu,“ segir Karen sem hafði aldrei stigið á gönguskíði og átti ekki fjallahjól þegar hún skráði sig í prógrammið. „Ég er hins vegar mjög ánægð að ég tók þessari áskorun enda afleiðingin sú að 2017 er búið að vera eitt uppáhaldsárið mitt í lífinu. Maður upplifir svo rosalega margt í gegnum þetta, ferðast um allt land, kynnist nýju fólki og tekst á við sjálfan sig um leið. Á sama tíma viðurkenni ég að það runnu alveg á mig tvær grímur, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég missti til dæmis af brúðkaupi vinkonu minnar af því að ég var að hjóla í grenjandi rigningu á Reykjanesi. Þetta var vissulega erfið ákvörðun en algjörlega æðisleg reynsla.“ Nú er maðurinn þinn íþrótta- kennari. Hafðir þú verið mikil íþrótta- og útivistarkona þar til þú ákvaðst að gerast landvættur? „Já, ég hef svo sem verið ágætis hlaupari en þegar þarna var komið sögu hafði ég nánast ekkert hreyft mig og var örugglega í mínu versta formi í mörg ár. Það sem er svo merkilegt við Landvættinn er þessi skuldbinding. Að takast á við eitthvað sem maður kann ekkert í og finnst jafnvel hundleiðinlegt, svo ekki sé minnst á erfitt. En svo dettur maður bara allt í einu í stuð, byrjar að æfa sig og klífur brattann,“ segir Karen sem skráði sig meðal annars á skíðaæfingu sem var fólgin í því að ganga með Landvættum frá Sigöldu og inn í Landmannalaugar um hávetur. „Við þurftum að vakna um miðja nótt af því það var komið svo brjálað veður. Ganga með höfuð- ljós í svartamyrkri og roki til baka. Mér fannst þetta bara æðislegt ævintýri,“ segir hún og bætir við að fjallahjólin séu ekki síst skemmtileg leið til að kynnast landinu betur. „Þannig kemst maður alls konar leiðir sem eru yfirleitt bara í boði á hestum eða torfærujeppum. Mér finnst þetta alveg frábært. Það er svo einfalt að taka hjólið á bílinn, skella sér hvert sem er og kanna ókunnar slóðir.“ Faldi græjurnar fyrir bóndanum inni í bílskúr Splæstirðu í allar útivistargræjurnar á einu bretti? „Já, svona að mestu. Ég keypti reyndar hjólið notað. Ætlaði ekki að gera þetta eins og einhver hjólreiða- meistari heldur fókusa aðallega á að klára þrautina. Gönguskíðin eru aðeins ódýrari pakki en maður heldur. Ég þurfti engu að síður að halda niðri í mér andanum þegar ég straujaði kortið. Svo fór ég heim með skíðin og faldi inni í bílskúr án þess að tala við manninn minn. Ég man að ég horfði á skíðin í skúrnum og hugsaði „Guð minn góður hvað er ég eiginlega búin að gera,“ enda var ekki einu sinni snjór þegar ég keypti þau. Átti ég svo bara eftir að sjá þau blasa við ónotuð í hvert sinn sem ég kæmi í bílskúrinn og hugsa um þetta sem einhverja algjöra vit- leysu?“ segir hún og hlær að sjálfri sér en bætir svo við að skíðakaupin hafi svo reynst ein þau bestu sem hún hafi gert á ævinni. „Þau komu ekki bara mér, heldur líka mann- inum mínum, á bragðið í þessari frábæru íþrótt og fyrir vikið eign- uðumst við sameiginlegt áhugamál sem við höfðum ekki haft áður.“ Borðar ekkert með miðtaugakerfi Eins og áður hefur komið fram hef- ur sveitastelpan Karen sérlega gam- an af breytingum. Fyrir nokkrum mánuðum tók hún upp á því að gera tilraunir með mataræðið, hætti að borða flestar dýraafurðir en fær sér samt mjólk í kaffið og kaupir stund- um skelfisk og krækling. „Ég er alin upp í sveit og ber djúpa og mikla virðingu fyrir íslenskum landbúnaði sem mér finnst bæði fallegur og góður. Það sem truflar mig hins vegar töluvert er ofgnóttin. Ég þoli það ekki þegar fólk leifir mat, sérstaklega þegar það leifir kjöti. Þarna er eitthvert dýr sem var ræktað og slátrað fyrir þig – svo leifirðu því bara!“ segir hún og lyftir brúnum. „Mér finnst bæði sóun og ofgnótt ógeðsleg en það er í þessu samhengi sem ég hef smátt og smátt orðið fremur fráhverf því að borða kjöt. Fyrir nokkrum mánuðum ákvað ég svo að prófa að taka nánast allt kjöt af matseðlinum, sjá hvort ég myndi sakna þess og hvernig líðanin yrði. Þetta reyndist mjög auðvelt enda nóg til af góðgæti úr jurtaheiminum og því er eiginlega óþarfi að borða dýrin og afurðir þeirra,“ segir hún og bætir við að reyndar borði hún krækling og skelfisk enda ekki mjög háþróuð dýr. „Þetta eru einhver svona fræði sem ganga út á að borða ekkert sem er með miðtaugakerfi en mér finnst allt of fyndið og skrítið að skilgreina sjálfa mig sem týpu sem borðar ekkert með miðtaugakerfi,“ segir hún og skellihlær. „Þetta er samt engin formleg yfirlýsing um að ég sé orðin vegan og ætli aldrei að leggja mér kjöt til munns aftur. Ætli þessi tilraunastarfsemi sé ekki bara hluti af dálæti mínu á áskorunum og breytingum – freistingar mínar felast einhvern veginn í því að takast á við það sem gæti mögulega reynst frekar erfitt,“ segir Karen að lokum. margret@dv.is „Mér finnst allt of fyndið og skrítið að skilgreina sjálfa mig sem týpu sem borðar ekkert með miðtaugakerfi. „Ég ákvað að skrá mig og skil enn ekki hvernig ég hafði hugrekkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.