Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 72
Helgarblað 13. október 2017 xx. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Aron grillaður! Grilli Arons stolið n Á meðan Aron Einar Gunnars- son, fyrirliði íslenska karlalands- liðsins, var að tryggja liðinu þátt- tökurétt á HM í Rússlandi gerðu þjófar sér ferð að heimili hans í Cardiff. Enginn var heima, enda fjölskyldan öll á Íslandi, og höfðu þjófarnir grill fjölskyldunnar á brott með sér. „Ég og Aron erum mikið búin að vera spá í því hvað er öðruvísi síðan við kom- um heim, grillið er horfið. Því var stolið á meðan við vorum í burtu. Þeir hafa ekki nennt að taka gaskútinn með,“ sagði Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, á Snapchat síðu sinni þar sem þúsundir fylgja henni. Aron Ein- ar átti stóran þátt í því að koma landsliðinu á HM en þarf nú að kaupa sér nýtt grill. Gaf út brúðkaups­ lagið sitt n Tónlistarmaðurinn Jón Jóns- son hefur nú gefið út og tek- ið upp myndband fyrir lag- ið „Þegar ég sá þig fyrst“. Hann samdi og tók upp lagið fyrir 15 árum, brenndi á disk og gaf verðandi eiginkonu sinni, Haf- dísi Björk Jónsdóttur, í jólagjöf. Síðan lá lagið í dvala uns Jón og Hafdís giftu sig í júlí á þessu ári en þá tók hann upp gítarinn og flutti lagið í athöfninni. Lagið er nú aðgengilegt á Youtube og Spotify. „Nenni ekki að vera framan á Vikunni haldandi á kótelettum“ Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar-innar í Hafnarfirði, mun ekki gefa kost á sér til áfram- haldandi setu í komandi sveit- arstjórnarkosningum í vor. Þess í stað ætlar hún að hella sér út í stærsta atvinnuveg landsins, ferðamannabransann. Tekur meirapróf Margrét, sem er menntaður kennari og dóttir tónlistarmanns- ins Magnúsar Kjartanssonar, var að keyra hóp af ferðamönnum um Snæfellsnes þegar DV náði af henni tali. Hún segist vera að sam- tvinna áhugamál sitt og atvinnu. „Ég er ekki að taka meiraprófið og læra þetta aðeins til að fá vinnu, ég er í þessu fyrir sjálfa mig.“ Auk þess að taka meiraprófið stund- ar hún nám í gönguleiðsögn við Leiðsögumannaskólann. „Mér finnst æðislegt að ferðast en ég veit ekki hversu mikinn áhuga ég hef á ferðamálum sem slíkum. Ég hef hins vegar mik- inn áhuga á útivist og vil sinna því meir.“ Margrét segist sannfærð um að ferðamennskan sé komin til að vera og geti verið aðalatvinnugrein Íslands til langframa. „Ég er ekkert viss um að vöxturinn verði áfram 30 prósent á ári eins og hann hefur verið. Það er heldur ekki hollt. Það er byrjað að sjá á mörgum af helstu náttúruperlunum. Við verðum að spýta í lófana og takast á við þetta.“ Hún fær góð viðbrögð frá þeim ferðamönnum sem hún leiðbeinir. „Þau eru yfirleitt í skýjunum, bæði með landið sjálft og viðbrögð Ís- lendinga en reyndar ekki verðlagið. Helsta ógnin sem greinin stendur frammi fyrir er styrking krónunnar.“ Stjórnmálin tvíeggja Margrét segir að hún útiloki ekki endurkomu inn í stjórnmálin seinna meir. „Ég er rammpólitísk og verð það alltaf. Ég hef verið kjörinn fulltrúi síðan ég var 29 ára gömul og pólitík er búin að vera stór hluti af allri minni fullorðins ævi.“ Hún segist hafa unun af því að vinna í málum og klára þau. „En ég er komin með mikinn leiða á öllu hinu sem fylgir. Ég nenni ekki að vera framan á Vik- unni haldandi á kótelettum til að veiða atkvæði eða vera á þeim stöð- um á kvöldin sem mig langar ekk- ert að vera á, einungis til að vera sýnileg. Mig langar frekar að vera einhvers staðar í gönguskóm úti í náttúrunni í mínum frítíma.“ n kristinn@dv.is Margrét Gauja „Ég er ekki að taka meira- prófið og læra þetta aðeins til að fá vinnu, ég er í þessu fyrir sjálfa mig.“ AFSLÁTTUR AF ÖLLU PARKETI Gildir til 16. október 25% 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM PERUM OG LJÓSUM til 16. október kynning í BYKO Granda 14.október milli 12 og 16 www.byko.is Auðvelt að versla á byko.is Tilboð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.