Fréttablaðið - 04.11.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 04.11.2017, Síða 6
ENGIHJALLI – VESTURBERG – ARNARBAKKI – GLÆSIBÆR – STAÐARBERG VORRÚLLU OFURTILBOÐ Ti lb oð ið g ild ir t il 15 .1 1. 20 17 e ða á m eð an b ir gð ir e n da st 199 KR/PK. Iceland Vegetable Spring Rolls og Iceland Duck Spring Rolls Verð áður 299 KR/PK LANDSKJÖRSTJÓRN Fundur um úthlutun þingsæta Landskjörstjórn kemur saman til fundar þriðjudaginn 7. nóvember, kl. 14:00, til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar sem fram fóru 28. október sl. Hér með er umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar gefinn kostur á að koma til fundarins, sem haldinn verður á 2. hæð í Austurstræti 8-10, Reykjavík, húsnæði nefndasviðs Alþingis. Gengið er inn frá Vallarstræti. Reykjavík, 30. október 2017. Landskjörstjórn. Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu. Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu og ágætan hagnað. Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða möguleika á veltuaukningu bæði í verslun, heildverslun og verktöku. Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða samhenta fjölskyldu. Fyrirtæki með mikla möguleika 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð viðskipti Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Air­ lines leiddi til þess að félagið Korta­ þjónustan var selt til Kviku og ann­ arra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heim­ ildum voru áhyggjur af því að gjald­ þrotið gæti leitt til lausafjárvanda. Þessu hafnar Jóhannes Ingi Kol­ beinsson, framkvæmdastjóri félags­ ins. „Félagið var ekki komið í neinn lausafjárvanda og það var alveg óvíst að félagið hefði komist í ein­ hvern lausafjárvanda,“ segir Jóhann­ es og bætir því við að færsluhirðar Monarch hafi verið átta talsins. Hluti Kortaþjónustunnar hafi verið frekar lítill og tryggingarféð mikið. „Það voru ýmsir búnir að sýna félaginu áhuga en þetta var ágætis tækifæri til að styrkja félagið. Til að taka allan vafa af um að það yrðu nokkur lausafjárvandræði. En það var ekki að stefna í það og það var ekkert sem var fyrirséð. Það er ekki orðinn neinn lausafjárvandi að neinu leyti,“ segir Jóhannes enn fremur. Kvika og hópur fjárfesta keyptu allt hlutafé í félaginu og leiddi hluta­ fjáraukningu. Frá þessu var greint á fimmtudag en eignarhluti Kviku verður rúmlega fjörutíu prósent eftir viðskiptin. Samkvæmt heim­ ildum gengu kaupin mjög  hratt fyrir sig.  Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið – þea / hae Segir Kortaþjónustuna ekki í vanda Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmda- stjóri Korta- þjónustunnar stjórnmáL „Við tökum bara einn dag í einu,“ segir Katrín Jakobs­ dóttir um framhaldið og næstu daga stjórnarmyndunarviðræðna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Sam­ fylkingar og Pírata. „Við erum bara að setja grunninn núna yfir helgina svo tökum við stöðuna á mánudag­ inn og sjáum hvort við klárum þetta eða ekki.“ Katrín segir viðfangsefni dagsins hafa verið þessi helstu upp­ byggingarmál, skilgreining verkefna og farið var yfir þau mál sem helst skilur flokkana að. Hópurinn hittist aftur eftir hádegi í dag. Uppbygging helstu innviða eru fyrirferðarmest í stjórnarmynd­ unarviðræðunum. Ágætur sam­ hljómur er meðal flokkanna um þá uppbyggingu en áherslur um tekju­ öflunarleiðir og fjármögnun hennar eru ólíkari og skiptar skoðanir um hvort og að hvaða marki eigi að nota afgang af ríkisrekstri og arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum og hvort hækka eigi veiðigjöld og innheimta skuli hátekjuskatt. Fréttablaðið ræddi við þingmenn þeirra flokka sem eiga í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, um hvað felist í ‚uppbyggingu innviða‘ sem óhætt er að segja að hafi verið vin­ sælasta hugtak nýafstaðinna kosn­ inga. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan, húsnæðismálin, vega­ kerfið og almenningssamgöngurn­ ar. Þetta eru innviðirnir sem þeim eru hugleiknastir. „Innviðir eru það sem gera okkur að samfélagi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylk­ ingarinnar. „Einkamarkaðurinn sér ekki hag sinn í að fjárfesta í þessum innviðum að því marki sem nauð­ synlegt er og þess vegna þarf hið opinbera að gera það.“ Ágúst segir fjárfestingu í innviðum hagkvæma og það auki almenna velsæld sam­ félaga að hið opinbera setji fé í helstu innviði eins og skóla, spítala, almenningssamgöngur og lög­ gæslu. „Við eigum ekki að líta á inn­ viðauppbyggingu sem kostnað og fjárútlát heldur er þetta fjárfesting sem skilar aukinni velmegun og hagkvæmni,“ segir Ágúst. „Þegar við erum að tala um upp­ byggingu innviða erum við í raun­ inni að tala um að setja aukið fjár­ magn í grunnreksturinn. Rekstur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið vanfjármagnaður hingað til og hið sama má segja um menntamálin,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Aðspurð segja þau helsta verk­ efnið lúta að launum og aðbúnaði starfsfólks enda mannekla eitt af stóru vandamálunum sérstaklega í heilbrigðisþjónustunni. Þau eru einnig sammála um að Ísland þurfi að ná að hífa sig upp úr botnsætinu í samanburði við önnur Evrópsk OECD ríki í hlutfallslegu fé til inn­ viðauppbyggingar í heilbrigðis­ þjónustu. Þá þurfi uppbygging þessara inn­ viða að fara fram um landið allt. „Aðstöðumunurinn er svo misjafn,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Jafnvel þótt við getum ekki haft færustu sérfræðinga um allt landið þá þarf að finna lausnir á aðstöðu­ mun þeirra sem búa á afskekktari stöðum. Jafnvel þótt við getum ekki gert kröfu um fæðingaþjónustu á Hvammstanga, þurfum við að huga að þeim aðstöðumun sem íbúar þar búa við og það er hluti af því að styrkja innviðina,“ segir Ásmundur. Björn Leví Gunnarsson þing­ maður Pírata  nefnir einnig hús­ næðismálin. „Húsnæðismálin eru líka mikilvægir innviðir og til að leysa húsnæðisvandann þarf fyrst og fremst að bregðast við eftirspurn­ inni. Það þarf að byggja miklu meira og leggja meiri áherslu á heilbrigðan leigumarkað,“ segir Björn Leví. adalheidur@frettabladid.is Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. Allir eru sammála um að byggja upp innviði samfélagsins en áherslur flokkanna eru ólíkar um hvernig fjármagna eigi uppbygginguna. Stjórnmálamenn ræddu innviði samfélagsins í sveitinni hjá Sigurði Inga og frú. FréttablaðIð/ErNIr Við eigum ekki að líta á innviðaupp- byggingu sem kostnað og fjárútlát heldur er þetta fjárfesting sem skilar aukinni velmegun og hagkvæmni. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -A B 5 8 1 E 2 5 -A A 1 C 1 E 2 5 -A 8 E 0 1 E 2 5 -A 7 A 4 -- X - - 5 B F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.