Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 42

Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 42
 Þetta hefur opnað á margar sam­ ræður um fatasóun, líkamsvirðingu, sjálfið sem felst í fatastíl, nota­ gildi fata og verslunar­ æði Íslendinga. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Ég fæ alltaf reglulega góðar hugmyndir. Eitt af uppáhalds­myllumerkjunum mínum er einmitt #égfæbaragóðarhug­ myndir,“ segir Ásta og bætir við: „Ég ákvað um áramótin að þetta ætti að verða besta ár lífsins og setti mér mér fullt af markmiðum yfir árið. Bæði lítil eins og að snoða á mér hárið og stór eins og að semja lag, einn mánuðinn borðaði ég ávöxt á hverjum degi, annan æfði ég mig á hljóðfæri á hverjum degi og einn mánuðinn setti ég alltaf á mig vara­ lit á morgnana. Það nýjasta var svo með fötin. Ég hef lengi velt þessu fyrir mér, alveg síðan dóttir mín byrjaði í Hjallastefnunni á sínum tíma og var í skólafötum. Engin rifrildi um föt, ekkert vesen að velja og þægindi alltaf í fyrirrúmi. Svo ég ákvað að prófa að vera í sömu fötunum í heilan mánuð og þvo þá bara oftar.“ Þægindi og notagildi voru Ástu efst í huga þegar hún valdi sér fötin. „Ég er mjög virk manneskja og geri allskyns vitleysur alla daga. Suma daga þarf ég að mála myndir eða veggi, hoppa í polla, klifra upp í tré eða moka eftir ormum, suma daga er ég á fundum allan daginn, aðra daga þarf ég að sinna eld­ húsinu eða kúra uppi í sófa. Sumir dagar eru djammdagar og aðrir dagar eru með fínum veislum. Ég hugsaði því: dökkur grunnur, svartar buxur úr slitsterku efni og svartur hlýrabolur. Utan yfir það kom svo skyrta, sem ég gæti leikið mér með að hafa hneppta, opna eða bundna eftir því hvert tilefnið væri. Og svo gul prjónapeysa þegar mér yrði kalt.“ Hún tekur fram að nærföt, yfirhafnir og skór hafi ekki verið hluti af pælingunni. „Veðrið á Íslandi er svo margbreytilegt að skór og yfirhafnir fóru eftir því. Og nærfötin fóru eftir tilefni, eins og allt kven­ og transfólk þekkir.“ Ásta segist almennt hafa mætt mjög jákvæðum viðbrögðum. „Þetta hefur opnað á margar samræður um fatasóun, líkams­ virðingu, sjálfið sem felst í fatastíl, notagildi fata og verslunaræði Íslendinga. Ég frétti líka af ein­ hverri dömu sem var einmitt í svörtum buxum og hvítri skyrtu í heilt ár og væri alveg til í að ræða Erum meira en fötin okkar Ásta Elínardóttir ákvað um áramótin að prófa eitthvað nýtt í hverjum mánuði. Í október var hún í sömu fötum á hverjum degi og uppgötvaði að við eyðum allt of miklum tíma og orku í föt. Hér má sjá Ástu í vinnunni í skyrt- unni góðu, en hún valdi fötin sem hún klæddist í októbermánuði út frá þægindum og notagildi. Þó Ásta hafi verið í sömu fötunum í heilan mánuð með tilheyrandi þvottastússi voru yfirhafnir og skór ekki innifalin enda býður íslenska veðurfarið ekki upp á slíkt. Ásta Elínardóttir ákvað að ögra sjálfri sér með því að klæðast sömu fötunum í heilan mánuð. Fötin sam Ásta valdi til að nota við öll tilefni í október voru rauðköflótt skyrta, svartur hlýrabolur og svartar þægi- legar og flottar buxur. MYND/ANtoN BriNk við hana um hennar upplifun.“ Hún segir að mesta áskorunin hafi falist í því að nota sömu föt í vinnunni og þegar hún fór út með vinkonum sínum. „Já, og hrekkja­ vaka! Ég er mikil búningakona og dóttir mín var alveg miður sín yfir því að ég fengi ekki að fara í búning. Við náðum þó að redda því þegar við áttuðum okkur á því að fötunum mínum svipar mjög til fatastíls persónu úr uppáhalds­ þáttunum mínum. Við máluðum bara á mig smá glóðarauga og þá var ég klár.“ Og Ásta er ekki hætt. „Þegar ég vaknaði morguninn 1. nóvember bara nennti ég ekki að finna mér neitt annað. Það sama gerðist svo 2. nóvember og mig grunar að það gæti haldið eitthvað áfram. Ég ætla samt að kaupa mér betri buxur bráðum þar sem þetta snið er ekki alveg nógu þægilegt við kálfana, og mig langar í skyrtu í öðrum lit einhvern tíma.“ Ásta segir að helsti lærdómurinn sem hún hafi dregið af þessari til­ raun sé sá að við eyðum almennt of miklum tíma í föt. „Það getur vissulega verið gaman að máta föt en mest allur tíminn fer í að gagn­ rýna eigin líkama og hvernig hann virðist vera í fötunum. Þessari gagnrýni er bara ekki boðið lengur. Við erum svo miklu meira en fötin okkar.“ Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi 12.990 SLIM 712 Vörunúmer: 18884-0001 Danmörk kr 14.980* Svíþjóð kr. 12.694* *Skv. levi.com og gengiskrán. Isl.banka 1.11.17 6 kYNNiNGArBLAÐ FÓLk 4 . N Óv E M B E r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 6 -0 9 2 8 1 E 2 6 -0 7 E C 1 E 2 6 -0 6 B 0 1 E 2 6 -0 5 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.