Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 48

Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 48
Sérfræðingur á stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðun auglýsir laust til umsóknar starf sér- fræðings á stjórnsýslusviði stofnunarinnar. Á sviðinu starfar fólk með margvíslega menntun. Meginviðfangsefni þess eru stjórnsýsluúttektir, þ.e. að meta frammistöðu þeirra aðila sem ríkisendurskoðandi hefur eftirlit með. Einkum er horft til þess hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins og hvort framlög ríkisins skili þeim árangri sem að er stefnt. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur reynslu af úttektarvinnu og skýrslugerð, er mjög vel ritfær, vandvirkur og með góða greiningar- og ályktunar- hæfni. Helstu verkefni og ábyrgð Starf sérfræðings felst í úttektarvinnu og skýrslugerð auk almennrar þátttöku í innra starfi sviðsins. Hann starfar sjálfstætt að verkefnum sínum í samræmi við gæðakröfur stjórnsýslusviðs og starfsáætlanir og þarf að geta leitt þau til lykta í samvinnu við sviðsstjóra / deildarstjóra. Hæfnikröfur • Háskólamenntun (meistarapróf) sem nýtist í starfi • Reynsla af vinnu við úttektir / skýrslugerð • Þekking á ríkisrekstri og opinberri stjórnsýslu • Samviskusemi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum • Gagnrýnin og lausnarmiðuð hugsun • Færni í greiningu, úrvinnslu og miðlun tölulegra gagna • Mjög góð kunnátta í íslensku og geta til að skrifa hnit- miðaðan, vandaðan og læsilegan texta • Gott vald á Word og Excel og hæfileiki til að tileinka sér ný tölvukerfi • Góð enskukunnátta er nauðsynleg og kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg Frekari upplýsingar um starfið Um fullt starf er að ræða og skal sótt um á vef Starfatorgs, starfatorg.is. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi starfsferilskrá, kynn- ingarbréf, afrit af staðfestum prófskírteinum og upplýsingar um umsagnaraðila. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamn- ingi Starfsmannafélags Ríkisendurskoðunar. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Umsóknarfrestur er til og með 13.11.2017 Nánari upplýsingar veitir Þórir Óskarsson - thorir@rikisend.is Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis. Stofnunin endurskoðar ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hefur eftirlit með og stuðlar að umbótum á fjármála- stjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Hún gerir grein fyrir niðurstöðum úttekta í skýrslum sem sendar eru Alþingi og birtar opinberlega. Ríkisendurskoðandi ræður starfsfólk stofnunarinnar. Ríkisendurskoðun er til húsa í Bríetartúni 7, 107 Reykjavík. Starfsmenn eru nú samtals 47. Sjá nánar: www.rikisendurskodun.is Bifvélavirki óskast Aðalskoðun hf. óskar eftir að ráða bifvélavirkja til starfa við skoðun ökutækja á höfuðborgarsvæðinu. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til 18. nóvember. Sveinspróf í bifvélavirkjun skilyrði. Aðalskoðun leggur áherslu á fagleg vinnubrögð við skoðun ökutækja og ríka þjónustulund, en í starfinu felast eðlilega mikil samskipti við viðskiptavini. Nánari upplýsingar veita Árni Stefánsson þjónustustjóri og Hörður Harðarson fagstjóri. Sími 5906900. Umsóknir sendist til Árna Stefánssonar, arni@adalskodun.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað að loknum umsóknarfresti. Aðalskoðun hf. er faggild óháð skoðunarstofa sem starfrækir í dag fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu ásamt skoðu- narstöð í Reykjanesbæ. Aðalskoðun sinnir einnig skoðunum í Grundarfirði, Ólafsfirði og Reyðarfirði. U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U R F L U G V Ö L L U R V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur. K E N N S L U R Á Ð G J A F I Kennsluráðgjafi sér um gerð og þróun kennsluefnis, hæfnismats og kennsluleiðbeininga og aðstoðar leiðbeinendur við kennslu. Kennsluráðgjafi starfar með námsbrautarstjóra við útfærslu og samræmingu þjálfunarmála á öllum flugvöllum Isavia. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, t.d. kennaramenntun • Reynsla af kennslu og/eða fullorðinsfræðslu og gerð námsefnis er nauðsynleg • Reynsla af skipulagningu þjálfunar innan fyrirtækja er kostur • Reynsla af skipulagningu fjarnáms og utanumhalds í fjarnámskerfi (Moodle) er kostur • Góð almenn tölvukunnátta • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti Umsóknarfrestur: 19. nóvember Nánari upplýsingar veitir Gerður Pétursdóttir, fræðslustjóri, gerdur.petursdottir@isavia.is. Sif er flugumferðarstjóri í flugturninum á Keflavíkurflugvelli. Hún er hluti af góðu ferðalagi. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC árlega frá 2015. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Umsóknarfrestur: 19. nóvember V I Ð S K I P T A S T J Ó R I V E I T I N G A - O G V I Ð B Ó T A R Þ J Ó N U S T U Viðskiptadeild Isavia á Keflavíkurflugvelli leitar að framsæknum einstaklingi til framtíðarstarfa í krefjandi og alþjóðlegu starfs- umhverfi. Viðskiptastjóri vinnur með veitinga- og þjónustuaðilum að því að tryggja öllum sem eiga leið um Keflavíkurflugvöll sem besta upplifun og þjónustu. Helstu verkefni eru stuðningur og dagleg samskipti við veitingaaðila, eftirlit og greiningar á rekstrar- og þjónustuárangri, þátttaka í þróun á veitingaframboði og utanumhald viðbótarþjónustu. Hæfniskröfur • Háskólanám sem nýtist í starfi • Framúrskarandi samskiptahæfileikar • Góð þekking og reynsla í meðhöndlun gagna, tölfræði og útfærslu árangursmælikvarða • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Vilbergsdóttir, deildarstjóri viðskipta, gunnhildur.vilbergsdottir@isavia.is. www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi 6 ATVINNUAUGLÝSINGAR 4 . N óV e m b e R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 5 -D C B 8 1 E 2 5 -D B 7 C 1 E 2 5 -D A 4 0 1 E 2 5 -D 9 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.