Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 88

Fréttablaðið - 04.11.2017, Page 88
Lífið og tilveran án bílprófs Guðný Hrönn gudnyhronn@365.is Nokkrir aðrir sem eru ekki með bíl- próf eða tóku bíl- prófið seint: Ágúst Bent, rappari og leikstjóri. Hrafn Jónsson, pistlahöfundur. Þórunn Antonía, tónlistarkona. Bubbi Morthens, tónlistarmaður. Inga Sæland, þingkona. Saga Sigurðardóttir ljósmyndari Saga er nýkomin með bílpróf. Aðspurð af hverju hún fékk bílprófið tiltölulega seint segir hún: „Ég átti kærasta þegar ég var í menntaskóla sem var með bílpróf svo ég var ekkert að flýta mér að fá próf. Svo flutti ég til London og þar er óþarfi að vera með bílpróf. Svo kom ég til Íslands og tók þá loksins prófið, 30 ára gömul.“ Hvernig gekk svo að taka bíl- prófið? „Ég var hræðilega stressuð. Það verður held ég erfiðara, eftir því sem maður eldist, eins og að kenna gömlum hundi að sitja,“ segir Saga sem náði bæði verklega og bóklega prófinu í fyrstu tilraun. „Ég var alveg viss um að ég myndi falla í verk- lega þegar ég var í prófinu, ég hafði ekki verið svona stressuð lengi. En ég náði og ég hef sjaldan verið jafn glöð!“ Sögu þótti ekkert sérlega spenn- andi tilhugsun að vera með bílpróf þegar hún var unglingur að eigin sögn. „En ég tók nokkra ökutíma og fór í Ökuskóla 1. En ég bjó niðri í bæ þar sem ég gat gengið hvert sem er.“ Hvernig fórst þú leiðar þinnar þegar þú varst ekki með bílpróf? „Í London er snilld að taka strætó og lestina, þú þarft ekki bíl. Svo kom ég heim og hingað til hef ég hjólað og gengið allt enda bý ég í 101. Ég tók taxa og var dugleg að sníkja far hjá vinum. Mér finnst ekkert sérstak- lega gott strætókerfið hérna heima, en það hefur lagast og núna er frekar auðvelt að fylgjast með í gegnum appið. Miðað við kerfið í London finnst mér almenningssamgöngur hér lélegar,“ segir Saga. Hefur bílprófsleysið aldrei valdið þér vandræðum? „Jú, ég var mjög háð öðrum og gat ekki skroppið neitt. Ég þurfti að plana allt t.d. ferð í Kópavog með fyrirvara, redda fari o.s.frv. Mér fannst aðallega leiðin- legt að vera háð öðrum og geta ekki bara skroppið þangað sem ég vildi,“ útskýrir Saga sem er ekki búin að kaupa sér bíl. Hún segir það hafa sína kosti þar sem hún hreyfi sig mikið vegna þess. Það er þó á dag- skránni hjá henni að fjárfesta í bíl. „Mig langar helst í rafmagnsbíl.“ Guðmundur Bjarki Ólafsson þjónusturáðgjafi hjá Vodafone Guðmundur er einn af þeim sem var ekkert að flýta sér að taka bílprófið en hann tók það í kringum þrítugt. Hvað kemur til að þú fékkst þér bílpróf tiltölulega seint? „Það kemur til af ýmsum ástæðum, þyngst vegur án efa staðreyndin að foreldrar mínir ráku ekki bíl svo ég ólst ekki upp við að það væri keyrt neitt að ráði. Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri, en þar er án erfiðleika hægt að komast upp með að eiga ekki bíl. Ég kunni líka ágæt- lega við að labba bara eitthvað einn með sjálfum mér, flestar mikilvægar ákvarðanir í lífi mínu hafa verið tekn- ar á röltinu.“ Á unglingsárunum fékk Guð- mundur gjarnan far með vinum og félögum þegar hann þurfti að komast á milli staða. „Einum allra besta vini mínum kynntist ég þegar við sóttum báðir nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Við sátum stærðfræði- tíma í síðasta tíma á föstudögum, en skutlið heim eftir kennslustund sem hann bauð mér varð smám saman að lengri rúntum um bæinn þar sem við bundumst órjúfanlegum böndum þeirra sem geta ekki lært stærðfræði.“ Hefur bílprófsleysið aldrei valdið þér vandræðum? „Í raun ekki. Í stóra samhenginu er ég ekki mikilvægur og fáa vantaði fulltingi mitt með litlum fyrirvara á þeim tíma. Allavega lá fáum það mikið á að fá mig í heimsókn að ekki mætti hinkra eftir að ég skilaði mér með almenningssamgöngum,“ útskýrir Guðmundur sem hefur í gegnum tíðina komist að því að það er ekki gulltryggt að strætó skili farþegum á áfangastað á réttum tíma. Aðspurður hvernig gekk að taka bílprófið segir Guðmundur það hafa gengið ljómandi vel. „Ég hafði góðan ökukennara sem kunningjakona mælti með, og hann dró mig í gegnum ferlið af þolinmæði og fagmennsku. Ég er stressaður einstaklingur að eðlisfari og er þeirri náttúru gæddur að ég get sannfært mig um að allt sem aflaga fer skrifist beint á mig og van- hæfni mína til að takast á við hindr- anir daglegs lífs. Til allrar hamingju talaði ökukennarinn rólega og virtist ekki vera stressaður sjálfur yfir því að vera í bíl þar sem ég var við stjórn- völinn svo á endanum hafðist þetta,“ útskýrir Guðmundur. Hann keyrir töluvert nú til dags en reynir að nota strætó á veturna. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata Helgi Hrafn fékk bíl-prófið í kringum tvítugt. „Nær alfarið til að losna við hópþrýsting og sífellt hjal nærstaddra um hvað það væri mikil- vægt frelsi og allt það. Hins vegar endurnýjaði ég það aldrei og það rann út,“ segir Helgi sem hafði ein- faldlegan engan áhuga á að fá bíl- próf þegar hann náði bílprófsaldr- inum. Spurður út í hvort hann sé dug- legur við að nota almenningssam- göngur segir hann: „Ég myndi ekki segja „duglegur“ því það er ekkert endilega neinn sérstakur dugnaður fólginn í því. Almenningssamgöng- ur eru ágætar, hvað sem fólk segir. Ég nota strætó mjög mikið og finnst það bara ljóm- andi fínn kostur. Maður getur lesið í símanum, hlustað á podcast eða jafnvel notað tölvuna í lengri ferðum. Ég tók reglulega 45 mínútna strætóferðir í vor og for- ritaði bara á meðan.“ Hefur bílprófsleysið aldrei valdið þér vandræðum? „Ekki svo ég muni, nema því að nærstöddum finnst það gjarnan vera heilagur réttur þeirra að ég sé með bílpróf. Það er mikil tilætlunarsemi gagn- vart þessu í íslensku samfélagi.“ Er planið að fá sér bílpróf á næst- unni? „Ekki nema ég eignist barn, en þá myndi ég meira að segja einungis gera það fyrir konuna mína.“ Margt fólk kannast við að hafa beðið með eftirvæntingu eftir að ná 17 ára aldri og fá bílpróf. En það á ekki við um alla. Á meðan mörgum þykir al- gjörlega ómissandi að fara allra ferða sinna keyrandi þá eru aðrir sem eru ekkert að flýta sér að taka bílpróf. Helgi Hrafn, Saga Sig og Guðmundur Bjarki eru á meðal þeirra. Margir unglingar bíða ofurspenntir eftir að ná 16 ára aldri því þá er hægt að byrja að læra á bíl fyrir alvöru. Svo eru sumir sem eru lítið að velta sér upp úr þessum málum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ég var alveg viss um að Ég myndi falla í verklega þegar Ég var í prófinu, Ég hafði ekki verið svona stressuð lengi. Saga sigurðardóttir. 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r40 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 5 -C D E 8 1 E 2 5 -C C A C 1 E 2 5 -C B 7 0 1 E 2 5 -C A 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.