Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 04.11.2017, Blaðsíða 104
 Ég var reyndar nýverið með kynningu á degi myndlistar og þá sýndi Ég PiPilotti rist sem Ég sá fyrst verk eftir þegar Ég var tuttugu og eins árs og hreinlega breytti öllu fyrir mig. Þetta símtal gæti verið hljóðritað, er titill sýningar sem Þórdís Aðalsteinsdóttir mynd-listarkona opnaði í gær í Tveimur hröfnum list- húsi við Baldursgötu. Þetta er fyrsta einkasýning Þórdísar hér heima frá því hún sýndi á Kjarvalsstöðum árið 2006 en frá þeim tíma hefur hún haldið fjölda sýninga erlendis bæði í galleríum og söfnum. Þórdís hefur að mestu verið búsett í New Sýningargestirnir eru alltaf að koma mér á óvart Þórdís Aðalsteinsdóttir segist blanda saman formi og frásögn í myndum sínum. FréttAblAðið/Anton brink Ein af myndum Þórdísar á sýn ingunni í tveimur hröfnum þórdís aðalsteins- dóttir myndlistar- kona hefur ekki sýnt á Íslandi í rúman áratug en í gær opnaði hún sýningu í tveimur hröfnum. York síðustu ár en hún heillaðist af borginni þegar hún fór þangað í heimsókn árið 2000. „Ég ætlaði bara að heimsækja tvær manneskjur en borgin heillaði mig svo innilega að ég ákvað að vera þar áfram. Eftir að hafa dvalið þar í eitt ár og verið að vinna þá sótti ég um skólavist og fór svo í framhaldsnám við School of Visual Arts en hafði áður verið í námi í Mynd- og handíðaskóla Íslands og svo í Háskólanum í Barcelona.“ Þórdís hefur aðallega sýnt erlendis á síðustu árum en hún segist ekki halda að það sé eitthvað eitt sér- stakt sem valdi því. „Það er ágætt að hafa svona langt á milli,“ segir Þórdís hin rólegasta. „Núna er ég að sýna málverk sem ég vann á síðasta ári. Mér finnst bara svo ótrúlega gaman að myndlist og að búa til mynd- list. Ég sæki mér myndefni í per- sónulega lífið, það sem er að gerast í kringum mig og í heimin- um hverju sinni, og líka söguna, þá ekki síst lista- söguna ef það er eitthvað þar sem ég er að tengja við. Reyni svona að flétta þetta allt soldið saman og þá líka við framsetninguna – svona hvernig ég nálgast viðfangsefnið bæði í formi og litum. Blanda saman formi og frásögn ef svo má segja.“ Aðspurð um áhrifavalda segir hún að það séu óneitanlega margir. „Það er einhvern veginn þannig að allt hefur áhrif á mann. Ég var reyndar nýverið með kynningu á degi mynd- listar og þá sýndi ég Pipilotti Rist sem ég sá fyrst verk eftir þegar ég var tuttugu og eins árs og hreinlega breytti öllu fyrir mig. Þegar maður er svona ungur þá eru oft einhver verk eða einhver sýning sem opnar eitt- hvað og þannig var það með hana fyrir mig. Kiki Smith, Kara Walker og Elizabeth Hayden hafa allar líka haft mikil áhrif á mig. Einnig má nefna Klimt og fleiri sem ég fór í raun meira að skoða eftir að ég fór sjálf að mála en þá var alltaf verið að benda mér á ákveðna listamenn. En svo segi ég þessi nöfn bara af því að ég dáist að þeim en auðvitað á maður s é r h u n d r a ð áhrifavalda. Það eru jafnvel lista- menn sem mér finnst ekki einu sinni vera góðir sem hafa þó engu að síður haft sín áhrif á mig og hvernig ég nálgast mína listsköpun.“ Þórdís segist sækja sér efni vítt og breitt í sínar myndir og að þann- ig sé það með sýninguna í Tveimur hröfnum. „En á sama tíma er ég t.d. með sýningu núna úti í New York sem ég vann mjög hratt og þar eru öll verkin í raun tengdari. Ég held að það komi bara til út af vinnuhraðanum þar sem ég var í ákveðnu hugarástandi, í ákveðnum fasa.“ Aðspurð um hvort það sé einhver munur á að sýna í New York og hér heima segir Þór- dís að það sé alltaf ákveðinn munur á sýningum. „Maður veit aldrei hvað gerist eða hvernig áhorfendur upplifa verkin. Það kemur mér oft skemmtilega á óvart en mér finnst alltaf gaman að sýna og gaman að sjá hvað fólk kemur mér oft á óvart. Fólk nálgast verkin á sínum persónulegu forsendum og oftar en ekki leiðir það eitthvað nýtt og skemmtilegt í ljós.“ Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r56 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 0 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 5 -8 8 C 8 1 E 2 5 -8 7 8 C 1 E 2 5 -8 6 5 0 1 E 2 5 -8 5 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.