Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017
„Vonandi kemur vetur í vetur!“
Skíðamenn Íslands hafa ekki áttsjö dagana sæla í vetur.Reyndar má segja að sums
staðar hafi þeir einmitt ekki átt nema
sjö sæla daga, eða þar um bil! Stjórn-
endur skíðasvæða liggja flestir á
bæn í von um að loks fari að snjóa.
Aðeins á Sauðárkróki er ástandið
gott. Nægur snjór hefur verið í
Tindastóli í vetur og opið flesta daga
síðan í desember. Hópar hafa komið
úr Reykjavík allar helgar frá ára-
mótum til æfinga.
Á föstudaginn voru flestar skíða-
leiðir opnar í Hlíðarfjalli við Ak-
ureyri. Guðmundur Karl Jónsson
forstöðumaður sagði þokkalega mik-
inn snjó á öllum skíðaleiðum.
Snjóframleiðslan sannar sig
Veturinn hefur hvorki verið fugl né
fiskur. „Hinn 15. febrúar í fyrra hafði
verið opið í 60 daga, á sama tíma 2015
í 41 dag; þá var góður snjór en þetta
var lægðaveturinn mikli og mjög oft
skítaveður. 15. febrúar núna hafði
verið opið í 34 daga í Hlíðarfjalli.“
Guðmundur fagnar öllum snjó: „Í
vikunni komu 15 millimetrar! Það
skipti máli. Við þurfum ekki stórhríð
til að fylla upp í allt. En ef hér væri
ekki snjóframleiðsla hefðum við lík-
lega ekkert opnað í vetur.“
Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í
Bláfjöllum, hefur verið í bransanum
síðan 1981. „Ég man ekki að ástandið
hafi verið svona slæmt nánast um allt
land á sama tíma. Við megum þakka
frábærum troðaramönnum að staðan
sé þó ekki verri en hún er hér í Blá-
fjöllum. Þeir hafa unnið daga og næt-
ur við að sækja snjó í allar hvilftir til
að setja í brekkurnar.“
Einar segir að ekki þurfi að snjóa
mikið til að færið verði gott. „Þótt
veðrið hafi ekki verið mjög slæmt
niðri í byggð hefur verið rok og rign-
ing hér upp í fjöllunum síðustu daga,
eiginlega rignt eldi og brennisteini.“
Ekkert hefur verið opið í Skálafelli
í vetur vegna snjóleysis.
Á Dalvík kom gott „snjóskot“ í
október og til stóð að opna skíða-
svæðið en í mikilli tveggja daga
hláku tók upp 70 cm af troðum snjó.
Ótrúlegt, en satt.
„Hægt er að renna sér og við höf-
um haldið úti æfingum fyrir krakk-
ana. Það verður þó sífellt erfiðara
enda hefur verið hláka í þrjár vikur,“
sagði Snæþór Arnþórsson, formaður
Skíðafélags Dalvíkur, fyrir helgi.
Hann kveðst þó tiltölulega bjart-
sýnn. „Vonandi kemur vetur ein-
hvern tíma í vetur!“ sagði Snæþór.
Ágætt færi hefur verið í Skarðsdal
á Siglufirði síðan um áramót. „Hér
var opið meira og minna allan janúar
og færið ljómandi en nú erum við aft-
ur á byrjunarreit,“ segir Egill Rögn-
valdsson forstöðumaður. „Um síð-
ustu helgi var hávaðarok og mjög
hlýtt. Staðan er því ekki góð en við
erum að bíða eftir nýrri sendingu!
Vonandi kemur hún fljótlega.“
Venjulega er svæðið opnað 1. des-
ember en tæpum mánuði seinna að
þessu sinni. „Mig vantar 3.000 gesti
miðað við sama tíma í fyrra. Mars og
apríl verða vonandi góðir.“
Marvin Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri Skíðamiðstöðvar
Austurlands í Oddsskarði, segir tölu-
vert þurfa að snjóa til að hægt verði
að opna svæðið. „Hér hefur ekki ver-
ið frost í tvær vikur, ekki einu sinni
næturfrost, og ég held að hitinn hafi
verið í 18 stig í vikunni. Ég er hættur
að fylgjast með hitamælunum!“
Opið hefur verið 12 daga í vetur.
„Oft hafa komið snjólausir kaflar, að-
allega vegna ríkjandi norðanátta og
úrkomuleysis, en það er heldur betur
óvenjulegt að vera með yfirfulla læki
og 14 stiga hita í febrúar. Annars er
mesta úrkoman hér alltaf í mars svo
við reynum að vera bjartsýn. Snjór-
inn kemur – eða það hlýtur að vera.
Ég hugsaði reyndar alveg eins fyrir
þremur vikum …“
Gott á göngusvæðinu
Opið var átta daga í janúar á alpa-
greinasvæði Ísfirðinga í Tungudal.
„Þar af þurfti ég í tvo daga að keyra
fólk upp í brekkur í snjóbíl,“ segir
Hlynur Kristinsson forstöðumaður.
Aðstæður á göngusvæðinu á Selja-
landsdal eru hins vegar allt aðrar.
„Við leggjum mikla áherslu á okkar
frábæra göngusvæði og aðstæður
þar hafa verið mjög góðar. Iðk-
endahópurinn er stór og á góðum
degi um helgar eru þar 300 til 350
manns í braut. Hingað hafa líka kom-
ið hópar annars staðar af landinu í
æfingabúðir.“
Rólegt hefur verið í vetur á skíða-
svæði Snæfellsnes, í Gráborg fyrir
ofan Grundarfjörð. „Hér hefur ekki
verið neinn snjór og því ekkert hægt
að hafa opið í vetur,“ segir Rósa Guð-
mundsdóttir, formaður Skíða-
svæðis Snæfellinga. „Þetta er
mikið högg fyrir okkur. Við
byrjuðum upp á nýtt í fyrra
með því að endurnýja lyft-
una og keyptum troðara í
sumar! Heppnin er því ekki
með okkur – en við verðum
þeim mun tilbúnari næsta
vetur.“
Snjólétt hefur verið í vetur í
Vetraríþróttamiðstöð Íslands
í Hlíðarfjalli við Akureyri sem
víðast annars staðar. Flestar
skíðaleiðir eru þó opnar nú.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Einstakt að ástandið sé jafn slæmt svo víða – 3.000 færri á skíðum á Siglufirði en á sama tíma í fyrra – Hvorki nýr troðari né lyfta
ræst í Grundarfirði í vetur – 70 cm af snjó tók upp yfir nótt – Stjórnandi í Oddsskarði hættur að fylgjast með hitamælunum.
Skíðamót Íslands er fyrirhugað
á Akureyri í lok mars. „Auðvit-
að höfum við áhyggjur af því
hvort hægt verði að halda mót-
ið en vonum það besta,“ segir
Jón Viðar Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Skíðasambands
Íslands. „Við höfum þurft að
fresta töluvert af mótum í vet-
ur, bæði í alpagreinum og
göngu, en erum dugleg við að
skoða langtímaspár,“ sagði Jón.
Guðmundur Karl Jónsson,
forstöðumaður í Hlíðarfjalli,
segir aðstæður þannig að
Landsmótið og Andrésar andar
leika væri hægt að halda með
bravör nú um helgina. „Sex vik-
ur eru í Landsmót og Andrésar
andar leikarnir eru á dagskrá
eftir tvo mánuði. Ég er alltaf
bjartsýnn en núna hugsum við
ekki nema fjóra daga fram í
tímann!“ segir Guðmundur.
Hugsum bara fjóra
daga fram í tímann
„Hér hefur ekkert snjóað sem
heitið getur í vetur,“ segir
Agnar Sverrisson, rekstrar-
stjóri skíðasvæðisins í Stafdal í
Seyðisfirði.
Opið var fyrir skíðamenn í
um 20 daga í janúar þrátt fyrir
lítinn snjó. „Við getum ekki
opnað meira fyrr en kemur
vetur. Ég auglýsi hér með eftir
honum!“ segir Agnar.
Það er ýmist of eða van í
Stafdal. „Ekki eru nema þrjú
ár síðan við mokuðum upp
átta og hálfs metra löng
lyftumöstur. Þá snjó-
aði hér allt í kaf og
30 vinnustundir
fóru í það á troð-
aranum að
moka upp eina
lyftu. Maður
veit aldrei
hvað maður
fær í þessu
lífi.“
Ýmist of
eða van
’
Í vikunni komu 15 millimetrar! Það skipti máli. Við þurfum
ekki stórhríð til að fylla upp í allt. En ef hér væri ekki snjó-
framleiðsla hefðum við líklega ekkert opnað í vetur.
Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli
INNLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is