Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 12
H in endalausa víðátta. Það var það sem heillaði hjónin og ævintýrafólkið Birtu Björnsdóttur og Jón Pál Halldórsson sem fyrir fimm árum rifu sig upp og fluttu til Barcelona en núna búa þau í hálfgerðri sveit í ná- grenni borgarinnar. Heima á Íslandi hafði parið notið mikillar velgengni, hvort á sínu sviði þar sem Jón Páll starfaði sem einn vinsælasti tattúlistamaður landsins og Birta gerði það gott með fatamerki sínu Júníform. Ef þau voru ekki í vinnunni voru þau að breyta eða bæta hús sitt í Miðstræti og sanka að sér framandi gæludýrum. Þau eru ekki hætt að breyta og gera upp heimili eða enn að safna í kringum sig dýrum; uglum, eðlum, páfagaukum, hundum og naggrísum. Þau gera það bara á suðlægari slóðum ásamt börnum sínum tveimur. Það er fallegur febrúardagur og þau fara með blaðamann í útsýnisferð um hús- ið í gegnum skypemyndavélina. Páfa- gaukurinn talandi er greinilega mjög spenntur yfir þessu viðtali okkar, get- ur ekki hamið sig og grípur óspart inn í. Þegar við hlæjum fer hann líka að skellihlæja. Hlátrasköllin verða svo rosalega löng þökk sé fuglinum. Jón Páll: „Þetta er hinn spænski gargandi djöfull Paco. Einmitt núna eru þó ekki mörg gæludýr á heimilinu miðað við það sem er venjulegt. Uglan og kamelljónið eru nýdáin og skjald- bakan týnd.“ Jón Páll hvíslar að nag- grísirnir mættu líka alveg missa sín. Birta segist innilega ósammála því og minnir Jón Pál á að hann hafi keypt þann fyrsta. Jón Páll: „Hamsturinn lifir og hundurinn má lifa enda mjög skemmtilegur og óvænt viðbót við heimilið. Páfagaukurinn er eins og hann er og þú hefur séð, stundum finnst mér að hann mætti bara líka hverf …“ Birta: „Líf og dauði dýra er sem sagt eðlilegur gangur tilverunnar á heimili sem þessu. Kamelljónið var orðið gamalt og lést úr elli en uglan okkar hún veiktist eitthvað, við vitum ekki alveg hvað gerðist þar.“ Jón Páll: „Núna langar okkur bæði í nýja uglu, varptíminn fer að byrja en það er bara hægt að kaupa uglu einu sinni á ári, hjá löggiltum uglurækt- anda á Suður-Spáni. Uglan þarf að hafa gott rými og við ætlum að smíða gott hús úti fyrir hana til að hún geti flogið um.“ Birta: „Við erum eiginlega hættu- leg saman því við fáum alls kyns flugur í hausinn. Að vera sífellt að bæta á okkur dýrum er til dæmis Jón Páll og Birta hafa verið saman í 17 ár og segja lykil- inn að góðu sambandi með- al annars vera þann að sitja aldrei auðum höndum. Ljósmyndir/Jón Páll Halldórsson Við erum hætt að bíða Birtu Björnsdóttur og Jón Pál Halldórsson hafði dreymt um að breyta lífi sínu og upplifa ævintýri á hverjum degi í stað þess að vera alltaf að bíða eftir því. Í sveit rétt utan við Barcelona vinna þau að sköpun sinni, uppeldi barna og óvenjulegra gæludýra. VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.