Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Page 18
Dr. Magnea Karlsdóttir, sérfræðingur hjá Matís, Sigurjón og Jóhann V. Gunnarsson hjá Þorbirninum.
Sigurjón dáist að pæklun þorskafla í saltfiskverkun Þorbjarnarins í Grindavík.
É
g hef unnið hérna í 39 ár en líður
eins og ég hafi alltaf verið að
skipta um starf; þetta hefur verið
svo fjölbreytt og skemmtilegt,“
trúir Sigurjón Arason, yfirverk-
fræðingur Matís og prófessor við matvæla- og
næringarfræðideild Háskóla Íslands, mér fyr-
ir þegar hann gengur með mér um sali Matís í
Grafarholtinu. Sigurjón er ekki sú gerð vís-
indamanns sem rykfallið hefur á tilraunastof-
unni, heldur leiða fiskrannsóknirnar sem hann
hefur komið að hann hingað og þangað. Hann
vinnur ekki aðeins með öðrum vísindamönnum
og nemendum heldur einnig náið með atvinnu-
lífinu; svo sem fyrirtækjum í veiðum og fram-
leiðslu og aðilum sem þróa tæki og hátækni-
búnað til vinnslu sjávarafurða. „Það er ekki
nóg að vísindamaðurinn svali sinni eigin for-
vitni, þessi vinna hlýtur að þurfa að vera fyrir
samfélagið líka,“ segir hann.
Markmið rannsóknanna er að stuðla að
framförum í sjávarútvegi og betri nýtingu afla,
sem hefur í för með sér aukna verðmæta-
sköpun. Árangurinn hefur ekki látið á sér
standa, en þeir eru nokkrir milljarða tugir sem
íslensku þjóðarbúi hafa hlotnast í gegnum tíð-
ina vegna innleiðingar
þekkingar sem orðið hefur
til með samstarfi Matís,
Háskóla Íslands, sjávar-
útvegsfyrirtækja sem og
annarra fyrirtækja og
fleiri opinberra aðila.
Sigurjón áætlar að fisk-
rannsóknir Matís og HÍ skili á ári hverju 50 til
100 milljörðum króna til þjóðarbúsins; þ.e. af-
koman er betri sem þessu nemur vegna téðra
rannsókna. „Við getum samt alltaf gert betur;
skilað meiri hagnaði. Þekkingin er alltaf að
aukast.“
Alþjóðlegur vinnustaður
Það er líf í tuskunum hjá Matís enda er fyrir-
tækið kallað „brúin sem tengir vísindin við at-
vinnulífið“. Þá hangir útibú frá Háskóla Ís-
lands saman við Matís, sem hentar Sigurjóni
vel enda er hann með sinn fótinn á hvorum
staðnum. Þetta eftirmiðdegi er fólk ýmist
niðursokkið í rannsóknir á tilraunastofum, að
stinga saman nefjum á fundum eða á þönum
um sali og ganga. Sigurjón víkur sér fimlega
undan konu sem gengur greiðlega á eftir okk-
ur. „Hún ekur um á mótorhjóli þessi og er kvik
eftir því,“ segir hann kankvís. Konan skellir
upp úr og kveðst vera að leita að nemanda sín-
um.
Fólk af ýmsu þjóðerni starfar hjá Matís og
stundar nám við HÍ og við göngum í fangið á
doktorsnema frá Víetnam sem Sigurjón hefur
verið að leiðbeina. Hún vonast til að ljúka námi
á næsta ári. „Það hefur verið gott samstarf
milli Íslands og Víetnam á þessum vettvangi
allar götur síðan Davíð Oddsson fór þangað í
opinbera heimsókn meðan hann var forsætis-
ráðherra. Hann hitti meðal annars sjávar-
útvegsráðherra landsins, sem hafði mikinn
áhuga á því sem við Íslendingar höfum verið
að gera í greininni. Þetta hefur komið sér vel
markaðslega í Asíu og verið mjög farsælt sam-
starf enda eru Víetnamar harðduglegt fólk
sem telur ekki eftir sér að vinna í tuttugu tíma
á sólarhring. Eins og við,“ segir Sigurjón.
Tæki og róbótar létta lífið
Hann sýnir mér einnig margvísleg tæki og
græjur. Tekur meðal annars upp prik og bein-
ir því að kviðnum á mér. „Með þessu tæki get
ég skotið á það hve fituprósentan er há,“ hótar
hann. Sama og þegið!
Alls kyns mælitæki og
róbótar gera vísindamönn-
unum lífið léttara og þetta
er alltaf að verða full-
komnara. Hann ber saman
gömul og ný tæki, sem
þjóna sama tilgangi en það
nýja vinnur margfalt hraðar. Sigurjón barðist
lengi fyrir stórum kælihermum, sem Matís
hannaði og byggði fyrir um tveimur áratugum.
Hann sýnir mér þá og segir þá hafa lyft grett-
istaki. Athygli vekur að öllu er vandlega læst
og aðeins umsjónarmenn hverrar rannsóknar
um sig hafa aðgang.
Sigurjón er með fiskinn í blóðinu, ef svo má
að orði komast. Ólst upp í Neskaupstað og
byrjaði að vinna í fiski um tíu ára aldurinn.
Síðar var hann nokkrar vertíðir til sjós með
föður sínum á Höfn í Hornafirði, en sá síðar-
nefndi var brautryðjandi í humarveiðum hér
við land.
Eftir stúdentspróf spáði Sigurjón í læknis-
fræðina en ákvað þess í stað að velja efnafræði
og efnaverkfræði enda „fleiri líkamar að skoða
í sjónum“. Hann hefur alltaf haft brennandi
Gæfa að
fá að vaða
í slorinu
Nýting sjávarfangs hefur tekið stakkaskiptum á umliðn-
um áratugum vegna rannsókna Matís og Háskóla Íslands,
í samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi. Að sögn Sigurjóns
Arasonar, yfirverkfræðings og prófessors, sem hefur helg-
að ævistarf sitt þessum rannsóknum, skilar þetta þjóðar-
búinu verðmætaaukningu upp á 50 til 100 milljarða á ári
hverju. Hann er stoltur af árangrinum og samstarfinu við
fyrirtækin í landinu. „Ég er svo lánsamur að hafa fengið
að vaða í slorinu með iðnaðinum,“ segir hann.
Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kri@hi.is
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’ Það er ekki nóg að vís-indamaðurinn svalisinni eigin forvitni, þessivinna hlýtur að þurfa að
vera fyrir samfélagið líka.
VÍSINDI
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017