Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Side 30
Heimsmeistari á Álftanesi Cesar Rodriguez er mexíkóskur heimsmeistari í taekwondo og goðsögn í heimalandinu. Hann er nú Íslendingur og segir fjölskylduna hafa elt barnabarnið til Íslands. Hann kennir fólki á öllum aldri afbrigði af taekwondo sem nefnist soobahkdo sem er íþrótt fyrir líkama og sál. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Cesar er lifandi goðsögn í Mexíkó. Í dag njóta Álftanesbúar góðs af kunnáttu hans í soobahkdo þar sem hann kennir fólki á öllum aldri hjá UMFÁ. Cesar er velþekktur í heima-landi sínu og segir dóttirhans, Viri, að hvert mannsbarn þar þekki hann í sjón. Hingað flutti hann árið 2008 og var þá ráðinn landsliðsþjálfari tae- kwondo á Íslandi. Nú er hann ís- lenskur ríkisborgari og þjálfar fólk á öllum aldri á Álftanesi í soobahdko. Barnabarnið í fyrsta sæti Þessi tvöfaldi heimsmeistari í tae- kwondo er frá Mexíkóborg. Þegar barnabarn hans, Apríl Mjöll, fæddist ákvað fjölskyldan að flytja til Íslands. Eftir flutninginn hing- að kom fljótlega í ljós að Cesar gat kennt Íslendingum ýmislegt í íþróttinni. Hann var ráðinn þjálf- ari íslenska landsliðsins í tae- kwondo sem keppti á heimsmeist- aramótum árin 2009 og 2013 auk þess sem hann hefur stundað kennslu. „Hann kom fyrst til að þjálfa taekwondo en fór svo út í það sem kallast soobahkdo. Hann hefur þróað kennsluna lengi og það er nú mikill áhugi á Álftanesi,“ segir Viri dóttir hans. Cesar er nú með 35 ára reynslu í kennslu og hefur nú síðustu átta ár kynnt soo- bahkdo fyrir Íslendingum. Þrír Ís- lendingar þreyta nú próf til að fá svarta beltið. „Að fá svarta beltið í þessari hefðbundnu sjálfsvarnar- íþrótt krefst mikillar þolinmæði, hæfni og ábyrgðar. Þessir þrír nemendur hafa undirbúið sig fyrir prófið í átta ár og prófið sjálft tek- ur marga mánuði. Þeir verða fyrstu íslensku nemendurnir sem fá svarta beltið í soobahkdo og rita þar með nafn sitt í sjálfsvarnar- íþróttasögu Íslands,“ segir Cesar og brosir, enda stoltur af nem- endum sínum. Soobahkdo fyrir sálina Cesar og Viri útskýra að hver sem er geti stundað soobahkdo, allt frá börnum upp í gamalmenni. Soobahkdo á rætur að rekja til Suður-Kóreu, eins og taekwondo, og var til á undan taekwondo. Þau segja soobahkdo ekki hugsað sem keppnisíþrótt. „Það er meiri fókus á virðingu, heilindi og á samhæf- ingu líkama og öndunar en að keppa,“ segja þau og líkja því við jóga að þessu leyti. „Þetta snýst ekki um að keppa heldur um að vera í sambandi við sjálfan sig. Þannig er það ekki einungis fyrir líkama heldur líka sál,“ segir hann. „Það getur einnig hjálpað börnum með ADHD því þau verða einbeitt- ari,“ segir Cesar. Í landsliðinu í 15 ár Cesar var níu ára gamall þegar hann byrjaði að æfa taekwondo og var orðinn bestur í Mexíkó í sínum aldursflokki þegar hann var tólf ára. Hann varð tvisvar heims- meistari í íþróttinni sem fulltrúi Mexíkó, árið 1982 og 1984. Hann er eini Mexíkóinn sem hefur verið í taekwondo-landsliði fimmtán ár í röð. „Ef maður tapar í einni keppni missir maður sæti sitt. Hann er sá eini sem hefur haldið sætinu svona lengi,“ segir Viri stolt af föður sínum. Í kjölfarið tók hann við mexí- kóska landsliðinu en sjálfur keppti hann síðast árið 1992 og hefur helg- að líf sitt kennslu, en hann hefur kennt allar götur síðan 1984. Í dag er hann þjálfari 20-25 manna hér- lendis á ýmsum aldri. Hefur áhrif á samfélagið Viri segir föður sinn vera lifandi goðsögn í heimalandinu. „Hann hefur veitt mér innblástur til að gefast aldrei upp og það hefur hann gert fyrir fleiri. Við erum að tala um stjórnmálamenn í Mexíkó, leikara og fólk sem náð hefur langt í lífinu sem segir í dag, ég hef æft undir leiðsögn Cesar Rodriguez. Hann er sjálfur svo hógvær en þú ættir að sjá hvaða áhrif hann hefur á samfélagið sitt. Hann hefur oft hjálpað ungmenn- um sem hafa átt við fíkniefnavanda að stríða. Þannig hefur hann áhrif á heilu fjölskyldurnar. Og það er fallegt. “ Lék í Rambo Sjálfsvarnaríþróttin hefur leitt Cesar víða. Hann á „kvikmynda- feril“ að baki, en hann lék í Rambo árið 1984 með Sylvester Stallone. Þar lék hann víetnamskan her- mann sem sýndi sjálfsvarnarlist. „Það var skemmtilegt, góð reynsla!“ segir hann og brosir. Cesar segir lífið á Íslandi ákaf- lega gott. „Mér líkar það vel, allt- af,“ segir hann, en þau hafa nú bú- ið hér tæp níu ár. Þau hafa aðeins þrisvar heimsótt Mexíkó síðan þau fluttu hingað og segja skammdegið ekki trufla heldur þvert á móti. „Við elskum myrkrið, það er svo dularfullt. Við kveikjum þá bara á kertum,“ segir Cesar og ljóst er að hér fer maður sem kann að finna gleðina í litlu hlutunum. Ástríða Cesars í dag er að kenna Íslend- ingum soobahkdo og er hann með opna tíma fyrir börn og fullorðna á Álftanesi. . Cesar Rodriguez og augasteinninn hans, barnabarnið Apríl Mjöll. Hún er ástæða þess að öll fjölskyldan flutti til Íslands fyrir níu árum. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Eggert HEILSA Í tómatsósu, sem þykir ómissandi með hamborgara og frönskum, ermikill sykur, 4 grömm eru í einni matskeið. Flestir láta sér ekki duga eina matskeið og innbyrða því 12-20 grömm af sykri í slíkri máltíð. Sykurinn leynist víða 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.