Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Síða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Síða 45
Black Sabbath við upphaf ferils síns fyrir bráðum fimmtíu árum. Sigurður Sverrisson lítur svo á að þetta hafi verið lokaútkallið; ferill Black Sabbath verði ekki lengri úr þessu. Bandið hefur þó ekki formlega lagt upp laupana og Tony Iommi gaf í skyn nýver- ið, í samtali við vefsíðuna Ulti- mate Classic Rock, að þeir fé- lagar eigi mögulega eftir að sýsla eitthvað meira saman í framtíðinni enda þótt tónleika- hald sé ekki partur af þeim áformum. „Ég er ekki hættur að semja og hver veit nema ég eigi eftir að gera eitthvað með strákunum og þá í hljóðverinu en alls ekki túra,“ sagði hann. Iommi hefur einnig rætt um að hann hafi áhuga á að endur- útgefa efni og jafnvel semja nýtt með söngvaranum Tony Mart- in, sem var í bandinu á níunda og tíunda áratugnum. Aldur og heilsa spila líka inn í þessar pælingar en Iommi hefur glímt við krabbamein undan- farin misseri. Sú barátta virðist nú ganga vel. Ekki endilega hættir höndum tekið þegar hann samdi við Ozzy Osbourne, söngvara sveitar- innar, um að halda tónleika á Akra- nesi árið 1992 en sólóferill hans stóð þá sem hæst. Skömmu síðar velti Ozzy hins vegar fjórhjóli (sjá menn hann ekki örugglega fyrir sér á slíku tryllitæki?), lemstraðist og varð að aflýsa tónleikunum. Þá hljóp Black Sabbath í skarðið en önnur goðsögn, Ronnie James Dio, frontaði þá band- ið. „Það var auðvitað frábært en ég þufti aftur á móti að bíða í aldar- fjórðung eftir því að sjá Ozzy á sviði; núna í Bretlandi.“ Grjóthart „sjóv“ Hann segir Ozzy hafa staðið fyllilega undir væntingum, eins og bandið allt. „Auðvitað stillir maður vænt- ingum í hóf fyrir svona tónleika; þessir menn eru ekki 25 ára, heldur að verða sjötugir. Samt sem áður var þetta ótrúlega flott „sjóv“ – grjóthart. Riffin hjá Tony Iommi eru alveg mögnuð, það er eins og gítar- arnir séu tveir en ekki einn. Ozzy var líka sprækari en ég hafði reiknað með; gerði mjög vel. Auðvitað er röddin ekki sú sama og þegar hann var upp á sitt besta og lagavalið tók líka mið af því; þetta voru nær ein- göngu lög af fyrstu fjórum plöt- unum. Sabbath Bloody Sabbath var til dæmis alveg hvíld,“ segir Sig- urður. Spurður um hljóminn svarar Sig- urður: „Frábær – og það á bæði við um bandið og húsið.“ Og Ozzy var kóngur um stund. „Heldur betur. Tæplega sjötugur maður að stýra tuttugu þúsund manna kór sem étur úr lófanum á honum. Hverjum þætti það ekki gaman?“ Ekki þarf að fjölyrða um áhrif Black Sabbath á málmsöguna, ekki síst á bönd sem komið hafa fram frá 1980. Iron Maiden, Metallica, Slayer, Sepultura og ótal fleiri hafa marg- vottað meisturunum virðingu sína, í orði og á borði. „13. febrúar 1970. Þann dag fædd- ist þungarokkið,“ segir Sigurður. „Þá kom fyrsta plata Black Sabbath út, samnefnd sveitinni.“ Óskaði þess að vera eldri Að sögn Sigurðar var aldursbil tón- leikagesta breiðara en hann bjóst við. Fólk á miðjum aldri var að von- um áberandi en líka unglingar og fólk á þrítugsaldri. „Menn eldast auðvitað með böndunum sínum en Black Sabbath nær greinilega til yngri kynslóðanna líka. Það má heldur ekki gleyma því að þessir lokatónleikar voru auðvitað stór- viðburður.“ Á tónleikunum í Manchester hitti hann ríflega tvítugan Breta að máli sem harmaði hlut sinn í þessu lífi. „Ég vildi óska þess að ég væri eldri; ég hef misst af þessu öllu saman,“ varð honum að orði. „Hann steinlá greinilega fyrir þessari músík,“ seg- ir Sigurður. Skyldi engan undra. 19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 KVIKMYNDIR Leikkonan Octavia Spencer fagnar því hversu margir þeldökkir leikarar eru tilnefndir til Ósk- arsverðlauna að þessu sinni en sú staðreynd að engir voru tilnefndir í fyrra vakti mikla reiði og umtal. Spen- cer er sjálf tilnefnd í flokknum „besta leikkona í auka- hlutverki“, fyrir frammistöðu sína í Hidden Figures, ásamt tveimur öðrum þeldökkum leikkonum, Naomie Harris og Violu Davis. Í samtali við breska blaðið The Guardian kveðst Spencer alls ekki vilja að þeldökkir leikarar séu bara tilnefndir húðlitar síns vegna, ekki frekar en asískir eða suðuramerískir, en eigi að síður beri að fagna þessari framför. Ruth Negga, Denzel Washington og Mahershala Ali eru líka tilnefnd til Ósk- arsins fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Litríkari Óskar Octavia Spencer AFP MÁLMUR Atriði Metallica á Grammy- verðlaunahátíðinni á dögunum fór ekki vel af stað en slökkt var á hljóðnema James Het- fields söngvara. Þegar hann áttaði sig á því reyndi hann að hlaupa uppi gestasöngkon- una, Lady Gaga, til að deila hljóðnema með henni en það var þrautin þyngri, þar sem hún var yfirspennt og minnti einna helst á haust- lamb sem sloppið hefur úr sláturhúsi. Hljóðið komst í lag en Hetfield var ekki skemmt og að flutningi Moth Into Flame loknum spark- aði hann hljóðnemastandinn niður og fleygði gítarnum út af sviðinu. Hljóðmaðurinn hefur vonandi verið hlaupinn út í nóttina. Hljóðið Gaga og Hetfield ekki hress James Hetfield og Lady Gaga á Grammy. AFP Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! SONAX bílavörur í miklu úrvali á mjög góðu verði. 9.999 Háþrýstidælur 1400W 135Bör Ozzy Osbourne, Tony Iommi og Geezer Butler eru allt upprunalegir meðlimir Black Sabbath en sveitin var stofn- uð árið 1968. Fjórði stofn- meðlimurinn, trymbillinn Bill Ward, er enn í fullu fjöri en ekki tókst að semja við hann fyrir gerð síðustu breiðskífu, 13, og lokatúrinn. „Það voru mikil vonbrigði að Bill Ward skyldi ekki koma fram á þessum lokatónleik- um,“ segir Sigurður, „þó ekki væri nema til að taka eitt til tvö lög og þakka samfylgdina. Ég held að listamennirnir hafi engu fengið um það ráðið. Þetta snýst allt um bisness og Sharon Osbourne [eiginkona og umboðsmaður Ozzys] er grjóthörð bisnesskona. En svona er þetta, maður fær ekki allt í þessu lífi!“. Sigurður segir staðgengil Wards, Tommy Clufetos, fín- an trymbil en þó fullharðan fyr- ir tónlist Sabbath. Maður fær ekki allt Bill Ward Skagalið Black Sabbath haustið 1992: Geezer Butler, Tony Iommi, Ronnie James Dio og Vinny Appice.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.