Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 4
Samfélagsmiðlar snerta líf okkarflestra á hverjum einasta degi.Þessi sagði eitt um þennan og ann- að um hinn og hafði þessa skoðun á þessu eða hinu málefninu eða hinum eða þess- um viðburðinum. Ef við lesum þetta ekki beint á Facebook eða Twitter heyrum við tal- að um það á kaffistof- unni eða í ræktinni eða lesum um það í fjölmiðlum. Svo fara samfélagsmiðlar annað veifið af hjörunum af öllum ástæðum eða eng- um og „loga“ þá gjarnan stafna á milli. Þessu erum við óðum að venjast enda ekkert að því að fólk viðri skoðanir sínar, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í búningsklefanum eða fermingarveislunni. Hitt er annað mál að fjölmiðlar hljóta að þurfa að stíga varlega til jarðar þegar þeir hirða upp fréttir af samfélags- miðlum. Eða er ekki svo? „Reglan sem á að gilda er í raun reglan sem hefur alltaf gilt í blaðamennsku; að blaðamenn skrifi fréttir um það sem miðlinum þykir frétt- næmt og telur að lesendur hafi áhuga á og þörf fyrir að vita. Að sama skapi þarf að sannreyna áreiðanleika fréttarinnar og vitna til heimilda,“ segir Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt og umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við Há- skóla Íslands. Spurð hvort henni þyki íslenskir fjöl- miðlar almennt fara eftir þessari reglu svar- ar Valgerður: „Mér finnst við ennþá vera á því stigi – og þá er ég ekki bara að tala um fjölmiðla, heldur fólk almennt – að þykja það sem stendur einhvers staðar svart á hvítu áreið- anlegra eða merkilegra en það sem sagt er í heita pottinum eða á kaffistofunni. Samt er þetta oft og tíðum bara sama umræðan og blaðamaður ætti ekki að skrifa fréttir umhugs- unarlaust um það sem sagt er á samfélags- miðlum, heldur kanna málið betur og sann- reyna þær fullyrðingar sem varpað er fram. Umræðan á samfélagsmiðlum er út af fyrir sig ágæt og á auðvitað fullan rétt á sér, alveg eins og umræðan í heita pottinum eða á kaffistof- unni, en hafa ber í huga að hún er ekki alltaf ígrunduð, yfirveguð eða endilega rétt.“ Hún segir vefmiðla líklegri en prentmiðla til að notast við heimildir af samfélagsmiðlum. Það sé vegna þess að þröskuldurinn þar sé alla jafna lægri. „Framleiðnikrafan er svo ofboðslega rík að sífellt þarf að vera með nýtt efni og þá skiptir ekki alltaf máli hvað það er eða hvaðan það kemur. Það er í það minnsta mynstrið sem við búum við hér. Þegar lítið er í fréttum er efni af samfélagsmiðlum auðunnið og ódýrt, auk þess að vera oft líklegt til að vekja athygli og fá mik- inn lestur.“ Fólk vill lesa um fólk Það er gömul saga og ný að fólk vilji lesa fréttir um fólk, setja sig í þess spor, gleðjast með því og gráta. Valgerður er ekki frá því að sam- félagsmiðlarnir séu að ýta enn frekar undir þessar áherslur í fjölmiðlum, á kostnað málefna og atburða. „Að einhverju leyti gerist það og fróðlegt væri að skoða að hversu miklu leyti fréttir í fjölmiðlum snúast um það að einhver hafi sagt eitthvað og að einhverjum finnist eitt- hvað, jafnvel um einhvern. Fréttum af þessu tagi fylgir ekki alltaf samhengi; af hverju skipt- ir þetta máli og svo framvegis? Stundum eru þetta bara skyndimyndir sem koma og fara og enginn man stundinni lengur. Í kennslubókum í blaða- og fréttamennsku er „einhver sagði eitt- hvað“ mjög aftarlega á listanum yfir fréttaefni.“ Það eru fleiri en almenningur á samfélags- miðlum; sumir stjórnmálamenn hafa til dæmis fært sér þá í nyt til að tala milliliðalaust til fólks. Þeirra frægastur er valdamesti maður í heimi, Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur gert sig gildandi á Twitter, bæði fyrir og eftir að hann tók við embætti. Að dómi Valgerðar hlýt- ur nærvera slíkra manna að hafa áhrif. „Það hlýtur alltaf að hafa meiri vigt þegar maður í valdastöðu, ég tala ekki um forseti Bandaríkj- anna, tjáir sig, hvort sem það er á samfélags- miðlum eða annars staðar. Hann getur nefni- lega fylgt orðum sínum eftir í verki. Hitt er annað mál að mörg dæmi eru um að það sem Trump segir er hrein steypa og stenst enga skoðun. Þar er fjölmiðlum auðvitað vandi á höndum og umgengni Trumps við samfélags- miðla hefur ekki verið til þess fallin að auka trú- verðugleika þeirra. Annars er það lengri og flóknari umræða hvort staðreyndir skipti ekki lengur neinu máli, heldur bara hvað fólki finnst og hvernig það upplifir hlutina.“ En ætli sé einhver hætta á því að fréttir sem raunverulega skipta okkur máli kaffærist í þessari yfirborðskenndu umræðu um það sem einhver sagði um einhvern? „Margir hafa áhyggjur af því og vísbending- arnar eru sannarlega fyrir hendi. Í viðleitni sinni til að lifa af í breyttum heimi eru fjölmiðlar í vaxandi mæli að vinna þessar auðunnu og ódýru fréttir, sem aukinheldur fá athygli. Þetta umhverfi býður líka upp á það að fólk sé bara í sínu bergmálsherbergi með sínum skoðana- systkinum. Það heyrir bara og sér það sem fell- ur að þess eigin skoðunum. Þess vegna er það áhyggjuefni í lýðræðissamfélagi að upplýsingar sem raunverulega skipta okkur máli séu að verða minni og fábrotnari en áður var. Fjöl- miðlar sem vilja láta taka sig alvarlega hljóta að hafa metnað til að sporna við þeirri þróun.“ 618530552 College Students Using Digital Devices Con- cept Getty Images/iStockphoto Orð sem falla á samfélagsmiðlum eru í vaxandi mæli uppspretta frétta í fjölmiðlum og eftir atvikum „ekkifrétta“. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt í blaða- og fréttamennsku, segir sömu reglu hljóta að gilda um það sem blaðamenn sjá á samfélags- miðlum og það sem þeir sjái og heyri annars staðar; þeir verði að sannreyna áreiðanleika upplýsinganna og vitna til heimilda. Hjálmar Jónsson, for- maður Blaðamanna- félags Íslands, lítur svo á að allt sem sagt er á samfélagmiðlum sé á op- inberum vettvangi enda flestum aðgengilegt. Mikill munur sé fyrir vik- ið á ummælum sem þar falla og ummælum sem falla að fáeinum hræðum viðstöddum í heita pottinum. „Þess vegna er ósköp eðli- legt að skoðanir sem látnar eru í ljósi á samfélagsmiðlum séu fréttaefni, sér- staklega hafi fólk þá stöðu í samfélaginu og kjósi að setja skoðanir sínar fram á sam- félagsmiðlum.“ Þegar fjölmiðlar taka fréttir upp úr samfélagsmiðlum segir Hjálmar mik- ilvægt að þeir hafi sitt fréttamat að leið- arljósi og sannreyni upplýsingar, eins og kostur er. „Eins og dæmin sanna eru upp- lýsingar og skoðanir sem settar eru fram á samfélagsmiðlum ekki alltaf byggðar á staðreyndum. Það sýnir manni það að hlutverk ritstýrðra fjölmiðla og starfs- manna þeirra hefur alls ekki minnkað með samfélagsmiðlum, heldur þvert á móti aukist ef eitthvað er. Fagmennska í blaða- mennsku hefur aldrei verið mikilvægari en nú á tímum þegar allir geta haft skoðanir á öllum hlutum og komið þeim jafnóðum á framfæri. Staðreyndirnar mega ekki drukkna í skoðunum og það er hlutverk blaðamanna að koma þeim á framfæri við almenning með hlutlausum hætti þannig að almenningur sé í aðstöðu til að leggja mat á þær. Frjálst flæði upplýsinga með þeim formerkjum er það eina sem tryggir vöxt og viðgang hins lýðræðislega sam- félags til lengri tíma litið.“ Hjálmar Jónsson Fréttamat að leiðarljósi 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 ’ Í kennslubókum í blaða- og fréttamennsku er „einhver sagði eitthvað“ mjög aftarlega á listanum yfir fréttaefni. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjunkt við HÍ. INNLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Skyndi- myndir sem koma og fara

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.