Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 41
12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Systurnar Sara og Svanhildur Vilbergsdætur taka á sunnudag kl. 15 á móti gestum á sýningu sinni Úlfatími í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar og er leiðsögn þeirra á dagskrá Safnahelgar. Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands, mun á sunnudag klukkan 14 leiða gesti um hina áhugaverðu sýningu með verkum Valtýs Péturs- sonar, listmálara og gagn- rýnanda. Á laugardag og sunnudag kl. 20 verður bein útsending í Bíó Paradís frá sýningu á hinu sívinsæla og áhrifamikla leikriti Amadeus í National Theatre. Verkið fjallar um samband Mozarts og Salieri. Sigga Björg Sigurðardóttir verður á sunnudag kl. 14 með lista- mannsspjall í Sverrissal Hafnar- borgar þar sem hún ræðir við gesti um sýninguna Rósa og myndheim- inn sem hún skapar. Nú er Safnahelgi á Suður- nesjum og gestum boðið á allra- handasöfn, setur og sýningar á svæðinu. Kl. 13 í dag verður sögu- ganga frá Bókasafni Reykjanesbæjar að Rokksafni Íslands. Fimm árstíðir nefnist nýr söng-lagaflokkur eftir ÞorvaldGylfason prófessor við kvæði Snorra Hjartarsonar sem frum- fluttur verður á tónleikum í Hann- esarholti í dag, laugardag, kl. 16. Kvæðin eru „Haustið er komið“, „Ísabrot“, „Vor“ og „Sumarkvöld“, einu nafni „Fjórar árstíðir“, og loks „Í Úlfdölum“. „Fyrstu fjögur verkin eru samin fyrir sópran, en „Í Úlfdöl- um“ sem ég kalla fimmtu árstíðina samdi ég fyrir tenór,“ segir Þor- valdur, en flytjendur á tónleikunum eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó. Sjálfur mun Þorvaldur lesa kvæðin fyrir áheyr- endur áður en þau eru sungin og leikin. „Ég hef fengist við tónsmíðar í tómstundum síðustu 10-15 árin og fremur skrifað lagaflokka en stök lög,“ segir Þorvaldur og rifjar upp að lagaflokka hans byggða á kvæð- um Kristjáns Hreinssonar hafi Bergþór Pálsson og Garðar Cortes flutt í Hörpu og Kristinn Sigmunds- son í Salnum. „Í hittiðfyrra vaknaði sú hugmynd að safna saman í flokk fjórum kvæðum Snorra um árstíð- irnar, en hann hefði orðið 110 ára í fyrra. Snorri hefur gert nokkur kvæði um flestar árstíðirnar og ég valdi þau fjögur sem mér þóttu vera árennilegust. Síðan dróst ég, eins og margir hafa gert, að „Í Úlfdölum“ sem sumir kalla eitt fínasta kvæði sem ort var á Íslandi alla síðustu öld. Það er lengsta og fyrsta kvæði Snorra í fyrstu ljóðabók hans frá árinu 1944 sem spannar allar árstíð- irnar fjórar og meira til, enda er þetta glæsilegt kvæði sem lætur sér ekkert óviðkomandi. Fimmta árstíð- in slær þannig á alla strengi og er eins og indversk máltíð. Þegar tón- smíðunum var lokið sýndi ég Hall- veigu og Elmari þetta og þau tóku þessu fagnandi,“ segir Þorvaldur og hrósar happi yfir að hafa fengið jafn góða og hæfileikaríka söngvara auk Snorra Sigfúsar til liðs við sig. Aðspurður segist Þorvaldur hafa byrjað að fikta við tónsmíðar á ung- lingsaldri. „En eftir fimmtugt byrj- uðu lögin að streyma fram. Ég er kominn með næstum hundrað lög og þeim fer fjölgandi,“ segir Þorvaldur, sem semur tónlist sína í tölvunni með aðstoð tónlistarforritsins Sibel- ius. „Af því ég er leikmaður sendi ég aldrei neitt frá mér nema að vinir mínir úr hópi tónskálda fari yfir efn- ið og lagfæri það eftir þörfum.“ Tónlistardagskráin í Hannesar- holti í dag tekur um 30 mínútur í flutningi og verður, eins og fyrri tón- leikar sem Þorvaldur hefur staðið að, tekin upp í hljóð og mynd. Þorvaldur Gylfason segir lögin hafa byrjað að streyma fram eftir fimmtugt. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fimm árstíðir Nýr sönglagaflokkur eftir Þorvald Gylfason verður frumfluttur í Hannesarholti í dag kl. 16. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Elmar Gilbertsson Snorri Sigfús Birgisson Hallveig Rúnarsdóttir Snorri Hjartarson MÆLT MEÐ Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Nánari upplýsingar á www.icecare.is Heilbrigð melting Inniheldur: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil og ætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.