Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 22
HÖNNUN Fjórtán nemendur á öðru ári í Ljósmyndaskólanum halda ljós-myndamarkað á Lofti laugardaginn 11. mars á milli klukkan13.00 og 17.00. Til sölu verða litlar fjöldaprentaðar myndir en einnig dýrari prentaðar myndir í takmörkuðu upplagi. Ljósmyndamarkaður á Lofti 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í hlýlegu og björtuheimili í Fossvoginum. „Ég elska hverfið mitt, það ermjög grænt og lokað, með göngustíga og leiksvæði fyrir krakkana og engar þungar götur,“ segir Margrét sem ólst sjálf upp í hverfinu og sá ekki fyrir sér neinn annan stað til þess að ala sín börn upp. Fjölskyldan flutti inn fyrir rúmu ári og hefur komið sér afar vel fyrir. Margrét lýsir stílnum sem mínímalískum og segir sér líða best ef það er ekki of mikið af dóti og kýs hún hreina liti, hvort sem þeir eru dökk- ir eða ljósir. Margrét segist passa að það sé ekki of mikið að gerast í einu, hún leyfir hlutunum að njóta sín og finnst mik- ilvægt gott pláss inni á milli. „Ég hugsa að það sé það helsta sem maður ætti að huga að þegar maður innréttar heimilið að kaupa hluti og mublur sem manni finnst fallegar og líður vel með og ekki elta tískumerki bara því þau eru í tísku hjá öðrum,“ útskýrir Margrét og bætir við að mikilvægast sé að manni líði vel á heimilinu hvort sem þar ríki hvítur mínímalískur stíll eða retro chaotic-stíll. Aðspurð segist hún sækja innblástur mikið í önnur innlit. „Ég vinn við að setja upp tímarit, meðal annars Hús og híbýli, og sér maður þar svo margskonar og margbreytilega stíla og hluti og er gaman að rekast á í þeim blöðum eitthvert flott horn eða uppstillingu og fá hugmyndir þaðan sem maður síðan heimfærir í sinn persónulega stíl.“ Uppáhaldsstaður Margrétar á heimilinu er stofan. Hún er stór og hátt til lofts með mjög stórum gluggum, hlýleg en björt í senn. „Stofan er einskonar griðastaður fjölskyldunnar þar sem við verjum mestum tímanum saman, ég hef leikföng fyrir strákana í stofunni því mér finnst að allir eigi að njóta hennar en ekki bara hafa hana upp á punt fyrir gesti einungis.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heimskorti er komið fyrir fyrir ofan eldhúsborðið ásamt PH-ljósinu frá Louis Poulsen. Hlýlegt og bjart heimili í Fossvogi Margrét Guðmundsdóttir, grafískur hönnuður, býr ásamt fjöl- skyldu sinni í björtu og fallega innréttuðu raðhúsi í Fossvoginum. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Borðstofan er rúmgóð. Parið lét nýverið setja glerkantinn sem kemur afar vel út. Málverkið er eftir Ragnheiði Þorgrímsdóttur (ragnpaint.com).

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.