Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 VETTVANGUR Málefni fanga hafa veriðmörgum hugleikin und-anfarið. Án efa hefur sjónvarpsþáttaröðin Fangar haft þar áhrif á og fengið menn til velta vöngum yfir lífinu innan veggja fangelsismúranna. Einkum stöðu kvenfanga. Fyrr í vikunni var sérstök um- ræða á alþingi um stöðu fanga. Sjónarmiðin sem þar voru sett fram báru öll með sér mikinn vel- vilja í garð fanga og samhug. Að sama skapi örlaði á tortryggni í garð fangelsa sem slíkra þótt ein- ungis einn þingmaður hafi viðrað þá skoðun að fangelsisvist væri beinlínis gamaldags og úrelt fyr- irbæri. Þeir þingmenn sem til máls tóku lögðu hins vegar áherslu á að markmiðið með fangelsisvist ætti að vera betrun fremur en eitt- hvað annað. Frá mínum bæjardyrum séð var það ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að und- anfarin ár hefur gjarnan gætt undarlegrar refsi- gleði í almennri umræðu um einstök dómsmál. Jafnvel úr ræðustól al- þingis. Á það ber þó að líta að tilgangur refsinga er margþættur. Refsingu er ætlað að vera hegn- ing fyrir brot um leið og henni er ætlað að vera öðrum víti til varnaðar og vera þannig forvörn gegn brot- um almennt. Refsingu er líka ætl- að að sporna gegn áframhaldandi brotum hins dæmda. Fangar eru auðvitað ekki einsleitur hópur og forsögur fangelsisvistar eru marg- víslegar. Þó er það mál manna sem helst þekkja til að meirihluti fanga glími við slíkan vanda, heilsufars- og/eða félagslega, að markmið refsingar um að ná hin- um dæmda af refilstigum náist illa nema með því að ráðast að rótum hans. Þar gegnir betrunarþáttur refsingar lykilhlutverki. Ný lög um fullnustu refsinga voru samþykkt á síðasta ári. Í þeim er í fyrsta sinn kveðið með skýrum hætti á um að markmiðið með fullnustu refsing sé öðru fremur að undirbúa dómþola fyrir virka þátttöku í samfélaginu. „Farsæl betrun“ er þannig lögum samkvæmt eitt meginmarkmið fullnustu refsinga. Með það að leiðarljósi voru því jafnframt rýmk- aðar reglur um fullnustu refsinga utan fangelsis, svo sem með sam- félagsþjónustu eða með rafrænu eft- irliti. Því skal þó haldið til haga að frjáls félagasam- tök hafa í nokkra áratugi gegnt lyk- ilhlutverki við fullnustu refsinga. Þannig hafa fang- elsismálayfirvöld átt gott samstarf við áfangaheim- ilið Vernd um vistun fanga sem eru að ljúka afplánun. Vægi Verndar mun ekki minnka nú þegar sjónum er í ríkara mæli beint að fullnustu dóma utan fangelsis. Það er þó ekki raunhæft að vænta þess að allir fangar eigi þess kost að afplána meirihluta dóms utan fangelsis. Þeir sem eft- ir sitja inni eru hins vegar jafnvel í brýnni þörf fyrir „farsæla betr- un“ en hinir. Það er rétt að stefna að því að búa enn betur að þeim. Fangar ’Tilgangur refsinga ermargþættur.Einn þáttur lýtur að betrun fanga. ’Refsingu erlíka ætlað aðsporna gegnáframhaldandi brotum hins dæmda. Úr ólíkum áttum Sigríður Á. Andersen saa@althingi.is Morgunblaðið/Golli Mikið hefur verið skrifað um samtal Sindra Sindrasonar og Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur. Birgir Þórarins- son hafði þetta að segja um málið á Facebook: „Skammarleg framkoma Sindra gagnvart henni Töru á Stöð tvö sýnir hversu eðlilegt fólki þykir að fyrirlíta feitt fólk. Sorglegt þegar fólk er meðvitundarlaust og blint á eigið mannhatur.“ Svavar Örn grínaðist á Face- book og skrifaði: „Langar geðveikt að vera svona Epalhommi.“ Honum varð að ósk sinni síðar í vikunni þar sem hann var fyrirsæta í Epalauglýsingu ásamt fleirum, þar á meðal Berg- þóri Pálssyni, sem birti fyrr í vik- unni mynd af Alberti Eiríkssyni, ann- arri Epalfyrirsætu, að moka tröppur í nágrenni heimilis þeirra: „Eitt af því sem mér þykir vænt um í fari Alberts, er þegar hann tek- ur málin í sínar hendur, án þess að honum beri skylda til þess. Um þessar tröppur ganga tugir eða hundruð fólks á degi hverjum og þar hafði myndast lítil og hættuleg kindagata við handriðið. Þó að hann gangi ekki um tröppurnar sjálfur, hefur hann ánægju af því að „redda málunum“, telur það ekki eftir sér og finnst það einfaldlega gaman og hressandi. Röskur og skemmtilegur strákur.“ Óttar M. Norðfjörð skrifaði um fótbolta. „Það var svolítið eins og Barcelona hefði vaknað af draumi í morgun, eftir ótrúlegan sigur á París í gær, þegar Börsungum tókst hið ómögu- lega, ekki aðeins einu sinni, heldur tvisvar. Á kaffihús- inu mínu talaði fólk um lítið annað, forsíður dagblaða lýsa hetjum og kraftaverki, og ókunnugir eru skyndilega bestu vinir. Það gildir líka um mig, en þar sem ég horfði á leik- inni í gær á bar faðmaði ég einhvern bláókunnugan Spánverja þétt að mér þegar Sergi Roberto skoraði sigurmarkið. Og þá fyrst hófst bil- unin, öll borgin missti sig, bílar flaut- uðu, flugeldar fóru í loftið, og fólk dansaði úti á götu. Ég sá mann með hækjur dansa, svo það má kannski segja að þetta hafi verið kraftaverk, og eins og öll góð kraftaverk er það auðvitað umdeilt, en það er bara partur af leiknum. Ég geri mér grein fyrir því að mörgum hérna er alveg sama um fótbolta, en fyrir okkur sem elskum íþróttina, þá má kannski líkja þessu við trúarbrögð. Annaðhvort sér maður ljósið eða ekki. Það eina sem ég get sagt er að leikurinn í gær kenndi manni að gef- ast aldrei upp, að það er alltaf hægt að snúa stöðunni við, meira að segja á lokamínútunni, svo framar- lega sem maður missir ekki trúna. Þetta er Óttar M. Norðfjörð sem talar frá Barcelona.“ Halla Gunn- arsdóttir var ekki sátt við fréttir af því að það standi til að borga þremur körlum eina milljón hverjum fyrir að stunda nám í leikskólakennarafræðum og ljúka því. „Er þetta aprílgabb? Það er ótrú- legt hvað það er mikil þolinmæði fyrir kostnaðarsömum sértækum aðgerðum í þágu karla. Jákvæð mis- munun hvað? Annars bara til ham- ingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna.“ AF NETINU Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.