Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 28
Tehúsið Kumiko er litríkt líkt og kræsingarnar sem þar eru á boðstólnum. Susanne Grüene er yfirkokkur áKumiko og reyndar eini kokk-urinn þar. Hún sér um að töfra fram súpur, brauð, japanskar samlokur, bakkelsi og kökur af ýmsu tagi. Kök- urnar eru eins og listaverk; litríkar og skreyttar með sykurmassa og nostrað er við hvert smáatriði. Umhverfið er í sama anda; sterkir og fallegir litir blasa við og það er ekki laust við að gestirnir fyllist gleði bara við það eitt að stíga þarna inn. Undir japönskum áhrifum Susanne segir tehúsið vera undir jap- önskum áhrifum en staðurinn sé alls ekki japanskur. „Súpan sem ég gef upp- skrift að er til dæmis úr grænum baun- um og grænu karríi, sem er alls ekki japanskt. En mér finnst gaman að elda japanskt og er með nigiri-samloku á matseðlinum. Þannig að margt hér er undir japönskum áhrifum en í bland við annað,“ segir hún. Susanne vann í Sviss á Michelin- stöðum og segir vinnuna hafa verið erf- iða og dagana þar langa. Hana langaði að breyta til og vinna minna en sextán tíma á dag og tók því tilboðinu að koma hingað og kokka. Reykvíkingar og ferða- menn eru smátt og smátt að uppgötva staðinn, en hægt er að fá nánari upplýs- ingar á heimasíðunni kumiko.is. Lakkrísostakaka vinsæl Mikil vinna er lögð í kökurnar, en þær er einnig hægt að panta og taka með heim fyrir veislur. Valið gæti verið erf- itt. „Ég er hrifnust af því þegar þær eru sætar með örlitlu súru með,“ segir Sus- anne. „Ég er líka mjög hrifin af lakkrís- ostakökunni, en hún er gerð sérstaklega fyrir fólkið hér á norðurhjara veraldar,“ segir hún og nefnir að fólkið sunnar í álfunni sé ekki eins hrifið af lakkrís. Kökurnar er alls ekki sykurlausar en Susanne er með ágæta lífssýn hvað það varðar. „Þegar maður ætlar að gera vel við sig þarf maður að velja vel og ekki vera með samviskubit yfir því. Það er betra að velja góða köku en eitthvert sykrað drasl úr búð!“ Susanne Grüene er yfirkokkur á Kumiko. Hún býr til súpur, samlokur og kökur sem gleðja bæði bragðlaukana og augað. Morgunblaðið/Ásdís Ævintýralegt japanskt tehús Kökurnar eru litríkar og ljúffengar. Úti á Grandagarði hefur nýlega bæst í flóruna japanska tehúsið Kumiko. Þar er þó ekki bara að finna mat frá Japan því þýski kokkurinn Susanne leitar víða fanga og tekur það besta úr matargerð ýmissa landa. Kökurnar þar eru í sérflokki, svo fallegar að maður tímir næstum ekki að borða þær! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Bleikur kolkrabbi vakir yfir góðgætinu. Réttirnir á tehúsinu Kumiko eru eins og klipptir út úr ævintýri. Staðurinn er að sögn kokksins undir jap- önskum áhrifum en þó ekki dæmigerður japanskur staður. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 MATUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.