Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 L engi hafa fjölmiðlar með góðum ár- angri gengið í smiðjur manna, karla og kvenna, sem átt hafa góðan feril á ólíkum sviðum, jafnvel glæstan og eftirminnilegan. Oft eru þá tímamót hjá viðkomandi, svo sem starfslok eða afmæli þegar nokkuð er liðið á. Gáfur þurfa atbeina Langflestir eru spurðir um galdurinn sem skilaði svo góðum árangri. Svörin eru ólík um margt. Flestir nefna að brautin hafi ekki alltaf verið greið, þótt svo virðist núna. Stundum hafi fótur verið settur fyrir, þegar skiljanleg samkeppni á milli fólks hafi flækt stöðuna. Margvíslegt uppnám hendir menn á langri leið. Ástvinamissir, stundum í dauðann, stundum til annars. Veikindi herja óvænt á. Gengið er óvarlega um áfengi og allt þar á milli. Þetta eru ólíku svörin. En þegar hin eru skoðuð svipar þeim ótrúlega saman hjá fólki úr ólíkum greinum. Rætt er við fótbolta- menn, fjáröflunarrisa, rithöfunda, rokkstjörnur og ballettdansara eða leikara og málara, bílasmiði og bændahöfðingja, uppistandara og arkitekta. Það kemur á óvart hvað viðhorfin eru lík um margt. Hæverskir viðmælendur verða að viðurkenna að þeir hafi um sumt búið yfir hæfileikum umfram meðaltalið og það hafi ráðið nokkru um að tækifærin voru til staðar. En úr svörunum má jafnframt lesa að margir aðrir hafi haft svipaða, sambærilega og jafnvel mun meiri hæfileika, en það hafi ekki nýst þeim til fulls. Kannski hafi skort stuðning og aðhald í upphafi frá aðstandendum eða þá sjálfa skort metnað. Innri mað- ur hvers og eins ráði oftast mestu um það, hvort góð- ur grunnur tryggi góðan árangur. Svitinn ræður úrslitum Þeir eru til sem svo haganlega eru af guði gerðir að þeir ná árangri án mikillar fyrirhafnar. Líka er þekkt að einstaklingar hafi fjárhagslegt forskot sem geti gefið forskot, þótt ekki sé það einhlítt. Svo virðist heppnin elta suma umfram aðra og geti þeytt þeim fram úr. En slíkir þættir, í bland við ríkulega hæfi- leika, breyti þó ekki því, að með óvísindalegum hætti megi fullyrða að það eigi aðeins 10-20 prósenta þátt í því að varða mönnum leið upp á efstu þrep á sigur- palla lífsbaráttunnar og vísan samastað þar lengi. Vinna, ástundun, agi og tryggð við sett markið, fylli 80-90 prósentin. Hitt er annað, að séu hæfileikarnir smátt skornir er hæpið að fyrrnefndir 80-90 prósenta þættir nægi við- komandi til að komast alla leið. En býsna langt er þó hægt að komast á þeim þáttum einum. Hægt væri að nefna dæmi um lifandi og látið fólk, nær eða fjær, til að styrkja þessar „kenningar“. En það er óþarfi, því lesandinn þekkir þau sjálfur. Þau geta verið alþekkt eða aðeins í nærumhverfi hans og flestum öðrum ókunn. Fleira en fólk Hér er rætt um persónur. Fyrirtæki eða fyrirbæri af þeim toga hafa ekki „hæfileika“ í skilningi mannfólks eða dýra. En þau geta fengið orð fyrir að búa yfir ígildi þeirra. Snjall einstaklingur kann að hafa stofn- að til starfsemi á grundvelli sinnar persónulegu snilli- gáfu. Fyrirtækið, sem lifði hann erfir hana ekki, en það getur sótt hana. Upphafið á rót í fullhuganum frumlega, snilligáfu hans og elju. „Fyrirtækið“ er meðvitað um það og hefur alla anga úti til að ná slík- um til sín og tryggja þannig vöxt sinn og viðgang. Heimsfræg fótboltafélög eru ekki góð í fótbolta. Launþegarnir á vellinum eru það. Þeir koma og fara. Þess vegna er sennilega út í hött að halda lengi með tilteknu liði. En það gerir svo sem engum neitt til. Fyrirtækið fræga, fótboltafélagið í Barcelona eða þau í Manchester, verður að ráða menn með nef fyrir hæfileikum, ella rennur það á rassinn, hversu forn sem frægð þess er og hversu fullkomið sem skipulag- ið er. Með nef fyrir hæfileikum, aura til að kaupa þá og kunnáttu til að raða þeim saman er gatan greið. Þá kemur skipulagið til, forna frægðin hjálpar og upp- safnað eigið fé eða frá aðvífandi auðjöfrum tryggir gullna framtíð. Og tugir þúsunda „halda með félag- inu“ þótt aðdáunin sé bundin milljónamæringunum á vellinum, sem halda sjálfir ekki meira með félaginu en svo, að þeir fara við fyrsta betra boð. Það má vel vera að 80-90% af árangrinum og 10-20% af snilldinni sem klappað er fyrir í 90 mínútur, einu sinni til tvisv- ar í viku, hlaupi um á stuttbuxum á ofurlaunum og standist ekki jafnlaunavottun. En eftir sem áður er snilldin og sérgáfan forsenda spilverksins. Fari snilldin og sérgáfan hins vegar á stjórnlaust kvenna- far og gleðigjafarnir verði þeirra helstu kunningjar þá fer allt fyrir lítið. Hvað með Trump Þessar vikurnar er drjúgur hluti af athygli og um- ræðu heimsins tengdur Trump. Það er jafnvel hægt að eyðileggja efnilegt fjölskylduboð hér uppi á Ís- landi með því að skjóta honum inn í umræðuna. Það er ekki víst að Trump hafi nokkru sinni heyrt á Ísland minnst og sé svo, er ekki öruggt að rétt sé að breyta þeirri stöðu. Í ógáti nefndi einhver Svíþjóð á dög- unum við Donald og Svíar, sem eru oftast bæði hæg- fara og hæglátir, hafa verið með sálarlegan náladofa og sinadrátt síðan. Þeir óttast, að það sem þeir hafa um árabil skrökvað hver að öðrum, haldi ekki lengur. Svíar hafa furðu lengi haldið í þá leikmynd, að þeir séu algjörlega lausir við afleiðingar af hömlulitlum innflutningi á fólki, sem gerir ekkert með hjal heima- manna um fjölmenningarþjóðfélag. Það er harla óvenjulegt ef heil þjóð horfir í spegil öll í einu og sér ekki sjálfa sig, af því að Trump sagði þrjár setningar um þjóðina og þær ekki allar nákvæmar frekar en vant er. Jafnvel þeir sem þola Trump forseta verst geta varla neitað því að hann býr yfir einhverri teg- und af snilligáfu. Annars væri hann ekki kominn þangað sem hann er kominn. Því að það er ekki hægt að halda því fram að hann hafi svindlað sér inn. Hann hélt margfalt fleiri fundi en frú Hillary og þar tönnl- aðist hann á því sem hann ætlaði að gera yrði hann kosinn forseti. Mörgum finnst óskiljanleg ósvífni að kjósendur hafi vitandi vits kosið þennan mann sem forseta og það sé glæpsamleg ósvífni af Trump að ætla sér svo bersýnilega að efna flest það sem hann lofaði. Hann segir að vísu að það geti hann gert þar sem hann sé ekki stjórnmálamaður, en það þykir fréttaskýrendum, sem taka sig alvarlega, ósvífin af- sökun. Og ekki batnar skap þeirra þegar kannanir sýna að fréttaskýrendurnir sem taka sig alvarlega virðast tilheyra minnihlutahópi sem ört fækkar í. Mörgu þarf að gefa gaum En það er svo margt annað en sérgáfa, snilligáfa eða bara hæfileikar á einstökum sviðum sem þarf að rækta og hlúa að. Þótt ekki verði endilega séð í fyrstu að barn hafi augljóslega eitthvað alveg sérstakt til að bera sem gæti með sæmilegri aðstoð og hvatningu fleytt því a.m.k. jafnlangt öðrum, segir það minna en Það þarf að búa um hnútana og binda saman bútana ’ Ef skilin á milli fjórflokkanna á Íslandi eru að verða óljós og flokkarnir eða ein- hver þeirra snuddast aðallega í því að fanga aðdáun andstæðinganna verður þeim fárra daga auðið. Sé svo komið, þá er óþarft að sýta það. Flokkar eru mannanna verk. Reykjavíkurbréf10.03.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.