Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 35
12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Það getur komið sér vel að læra grunnskrefin og finna taktinn áður en haldið er á klúbba er- lendis. Á Íslandi eru salsa- og bachata-námskeið á haustönn og vorönn og hvert miðviku- dagskvöld er sérstakt danskvöld á vegum Salsa Iceland þar sem fyrsti klukkutíminn er tileink- aður byrjendum. Jafnan er fjöl- mennt í byrjendatímanum, sem bæði Íslendingar og ferðamenn sækja og eftir því sem líður á kvöldið bætist við fjöldi af reyndari dönsurum. Á nám- skeiðunum sjálfum er farið yfir tvo salsastíla. Annars vegar L.A.-stílinn sem snýst nokkurn veginn um að dansa eftir ímyndaðri línu og hinsvegar kúbverska stílinn sem er heldur frjálslegri í hreyfingu. Þá bjóða einhverjir dansskólar hérlendis upp á námskeið í samba og fleiri suðrænum dönsum. Tangó- ævintýrafélagið er hópur Ís- lendinga sem hittast reglulega til að æfa tangósporin. Salsadans á Lækjartorgi á Menningarnótt Reykjavíkur í sól og blíðu. Morgunblaðið/Eggert SUÐRÆNN DANS Á ÍSLANDI Virkt salsasamfélag lífsins og hefur gamaldags ásýnd og afslappað andrúmsloft. Þar er salsa- dansinn vinsæll og hann er líklega sá dans sem er Íslendingum hvað kunn- ugastur af öllum rómönsku dönsun- um. Hér á landi er virkt og fjölmennt salsasamfélag sem hittist vikulega á dansgólfinu. Salsa er í raun blanda nokkurra danstegunda og á rætur sínar að rekja til innflytjenda sem flúðu til Bandaríkjanna frá Kúbu og Puertó Ríkó á fjórða áratug síðustu aldar en kúbverskur salsa er ekki jafn formfastur og önnur tilbrigði; hann einkennist af tilburðamiklum snúningum og sveiflum. Íslenska ferðaskrifstofan VITA býður upp á páskaferð til Kúbu þar sem helstu staðir eyjunnar eru heimsóttir. Nokkrar erlendar ferðaskrifstofur bjóða síðan upp á sérstakar salsa- ferðir til Kúbu fyrir fólk, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komn- ir. Fyrir þá sem hafa áhuga á salsa og geta hugsað sér að eyða jólunum er- lendis er Kólumbía tilvalinn áfanga- staður. Á meðan stærstu danshátíð- irnar í álfunni fara flestar fram í febrúar halda þeir Feria de Cali síð- ustu sex dagana í desember í borg- inni Santiago de Cali sem er sögð höfuðborg salsadansins. Hún hefst á mílulangri skrúðgöngu, El Salsó- dromo, 25. desember og flykkjast þúsundir hvert ár til Santiago de Cali til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Rétt austan við Kúbu liggur eyjan Hispaniola sem skiptist milli Dóm- iníska lýðveldisins og Haítí. Þar er mikið fjalllendi og gróðursælir dalir. Þaðan kemur bachata-dansinn sem, líkt og salsa, hefur náð fótfestu á Ís- landi. Bachata er líkamlegur, jafnvel kynrænn, þar sem parið dansar oft þétt við hvort við annað við seiðandi en taktfasta tónlist. Í Dóminíska lýð- veldinu er einnig haldin kjötkveðju- hátíð í febrúar sem nær hámarki 27. febrúar á þjóðhátíðardegi landsins. Líkt og í Brasilíu fer fram skrúð- ganga með skrautlegum búningum þar sem dansað eru undir bachata-tónlist. Hægt er að finna margar skipulagðar ferðir til Dóm- iníska lýðveldisins gegnum erlendar ferðaskrifstofur en á Íslandi hafa Kilroy og Transatlantic boðið upp á sérferðir. Það er ekki allra að panta sérferð- ir til fjarlægra landa til að læra dans en hafi maður á annað borð áhuga á hvers konar dansi getur verið mjög auðgandi fyrir ferðalagið að eyða skammri stund í að kynna sér dans- flóru landsins, bæði til skemmtunar og jafnframt til að fá víðari innsýn í menninguna. Þetta er kjörið tæki- færi til að kynnast heimamönnum og það á sérstakleg við um Rómönsku Ameríku þar sem danshefðin í hverju landi er samtvinnuð menning- unni, meira en hjá flestum öðrum þjóðum. Fagrar dansmeyjar á heimsfræga næturklúbbnum Tropicana í Havana sýna listir sínar með tilþrifum. Morgunblaðið/Ómar Á kjötkveðjuhátíðinni í Dóminíska lýðveldinu klæða heimamenn sig í litríka búninga sem hafa jafnan trúarlega merkingu. AFP Tangóinn er tilfinningaþrunginn dans sem á rætur að tekja til landamæra Arg- entínu og Úrúgvæ á seinasta fimmtungi 19. aldar. Reuters ’ En hafi maður á ann-að borð áhuga á hverskonar dansi getur veriðmjög auðgandi fyrir ferða- lagið að eyða skammri stund í að kynna sér dans- flóru landsins. svalandi ísar í einum kassa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.