Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 12. MARS 2017 „Ég ber djúpa virðingu fyrir prófessor Wenger, en hann þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur hann sankað að sér léttfættum en nokkuð léttvægum leikmönnum, sem spila fallegan reitabolta, en án mikillar ógnunar. Wenger virðist haldinn þeirri þráhyggju að hann sé að skapa n.k. enskt Barcelona. Það er göfugt markmið að vilja spila silkimjúkan ballett-bolta, en á Englandi þarf stál með silkinu til að ná toppnum.“ Þetta segir Stefán Hilmarsson söngvari en hann er í hópi áhangenda Arsenal sem vilja losna við stjórann um- deilda, Arsène Wenger. Óskar Þór Axelsson kvikmynda- leikstjóri og Freyr Bjarnason blaðamaður eru á sama máli. „Svar mitt er já. Komst á þessa skoðun í fyrra um svipað leyti. Helsti gallinn hjá Arsenal er að við erum með eiganda sem skiptir sér ekkert af stjórn liðsins og hann er ekki með neinn í stjórninni sem hefur vald yfir Wenger. Þessi strúktúr er ekki nógu góður. Og hann mun ekki breytast nema ef annaðhvort Wenger hættir eða Kroenke selur. Þannig að, það er kominn tími á Wenger,“ segir Óskar og Freyr bætir við: „Liðið er fast í sama farinu. Þrátt fyrir komu Sánchez, Özil og Cech virðist alltaf vanta eitthvað upp á til að liðið stígi næsta skref og vinni deildina eða komist lengra í Meistaradeildinni,“ segir Freyr. Blendnar tilfinningar bærast með Lúðvík Arnarsyni, forstöðumanni Vita Sport: „Wenger er klárlega besti framkvæmdastjóri í sögu Arsenal. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að nú sé komið að þeim tímapunkti að hann stígi til hliðar. Óskastaðan væri sú að Wenger myndi til- kynna fljótlega að hann ætli að hætta í sumar og þá geta stuðningsmenn félagsins sýnt honum það þakklæti sem hann á skilið fyrir sína frábæru vinnu hjá félaginu.“ Hörður Sigurðarson, „gooner for life“, hefur keimlíka sýn: „Wenger er besti stjóri í sögu félagsins og það er sorglegt að heyra hvernig margir sem kalla sig Arsenal- menn tala um hann. Að því sögðu tel ég að hann þurfi nú að stíga til hliðar og hleypa öðrum að.“ Sigmundur Ó. Steinarsson rithöfundur er á báðum átt- um: „Ég hef alltaf verið mikill Wenger-maður og er. Upp á síðkastið, eins og stundum áður, hef ég leitt hugann að – hvort það sé komin tími til að karlinn dragi sig í hlé. Ef Wenger heldur áfram verður hann að gera stórátak í leik- mannakaupum – hreinsa til, koma burtu miðlungs- mönnum og fá alvörumenn! Arsenal hefur vel efni á því að fá til sín öfluga leikmenn. Gleymum því ekki að það eru leikmennirnir sem eru inni á vellinum, ekki Wenger.“ Tveir viðmælendur blaðsins vilja halda Wenger, Tómas Jónsson lögmaður og Finnur Thorlacius bílablaðamaður. „Ég hef alltaf staðið með kallinum í blíðu og stríðu,“ segir Tómas og Finnur bætir við: „Nei, hann á ekki að hætta. Hann hefur gert kraftaverk fyrir liðið, t.d. komið okkur í Meistaradeildina, hvað er það 16 eða 20 ár í röð? Auk þess hefur verið farið afar vel með peninga á hans tíma.“ Arsène Wenger er milli tannanna á fólki. AFP Fleiri vilja Wenger burt Öll spjót standa nú á Arsène Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal. Skiptar skoðanir eru um það hjá íslenskum aðdáendum hvort hann eigi að hætta. „Það kom til mála fyrir skemstu að hugsa um það, að koma upp skemtistað í Kaupmannahöfn, þar sem safnað væri saman dvergum og dyrgjum, og þau höfð til augnagamans gestum.“ Með þessum orðum hófst frétt í Morgunblaðinu fyrir eitt hundr- að árum, 12. mars 1917. „En þessi hugmynd vakti þeg- ar í stað mikla mótspyrnu,“ hélt fréttin áfram. „Þótti mönnum sem það væri dvergunum nóg raun, hvernig þeir væru skapaðir þótt eigi væru þeir hafðir til sýn- is og athlægis. Og enn jókst mótþróinn þegar farið var að tala um það í blöðunum að þarna gæti orðið gróðurstöð, þar sem dvergarnir ykju kyn sitt, kynslóð eftir kynslóð – nokkurs- konar kynspillingarstofnun.“ Sá, sem aðallega stóð fyrir þessum undarlegu áformum hét Wittcower, en eigi vissi Morg- unblaðið með vissu hverrar þjóðar hann var. „Undirtekt- irnar, sem fyrirætlun hans fékk, voru slæmar, að ætla má að ekk- ert verði úr framkvæmdum við »dvergaborgina«. Forgöngu- maðurinn þóttist meðal annars ætla að vinna þægt verk með þessu og bjóða til sín skóla- stjórnum frá Norðurlöndum til þess að skoða manna-örverpin, en þar missást honum ef til vill allra hrapallegast.“ GAMLA FRÉTTIN Dvergar til augnagamans Þessi mynd, sem birtist með frétt Morgunblaðsins fyrir heilli öld, var sögð vera af dvergum sem áttu að vera til sýnis í Kaupmannahöfn. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Jason Mewes kvikmyndaleikari Daði Freyr Pétursson keppandi í Júróvisjón Kelly Olynyk körfuboltamaður ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 25% afsláttur af Nordic matarstelli. Lake-borðstofuborð.Hvít laminat borðplata, fætur úr eik. 90x150 cm. 129.900 kr. Nú 89.900 kr. 25% Lake-borðstofuborð Nú89.900 Amalfi-borðstofuborð.Olíuborin eik. 90 x 160/210 cm. Framlenging fylgir. 149.900 kr. Nú 99.900 kr. Bow-stóll. Grátt áklæði. Svartbæsaðir fætur. 24.900 kr. Nú 11.900 kr. Amalfi-borð 90x160/210 cm 149.900 kr. Nú99.900 SPARAÐU 50.000 25-50% AF ÖLLUM BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM OG VÖLDUM BORÐBÚNAÐI Paris-stóll.Hvítur eða svartur. Plastseta, viðarfætur. 14.900 kr. Nú 7.450 kr. 50% Mikið úrval af Guardian húsgagnahreinsivörum. Link-stóll. Plastseta. Ýmsir litir. 12.900 kr. Nú 8.900 kr. Nú8.900 Nú7.450

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.