Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 33
Ofurfyrirsætan og frum- kvöðullinn Kate Moss er alltaf flott til fara. Hún er með rokkaðan en í senn fágaðan og frjálslegan fatastíl og stígur sjaldnast feilspor. Moss mætti í flottri samsetningu á tískusýningu Dior í vikunni. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is AFP Rokkaður fatastíll Vila 19.990 kr. Drapplitaður rúskinnsjakki. Netaporter.com 11.000 kr. Hattur frá franska tískuhúsinu Isabel Marant. STELDU STÍLNUM Vila 1.990 kr. Allir verða að eiga í það minnsta einn svartan hlýrabol. Comma 17.490 kr. Hermanna- grænar buxur í þægilegu sniði. Húrra Reykjavík 13.990 kr. Klassískt og vandað belti frá Andreson’s. Asos.com 800 kr. Stórir gylltir hringir. 38 þrep 53.000 kr. Falleg ökklastígvél frá VIC MATIE. 12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Netaporter.com 20.000 kr. Svalur eyrnalokkur frá Balenciaga. Zara 3.995 kr. Rauð hlébarðaskyrta. Eva 56.995 kr. Rykfrakkar eru málið í vor. Þessi vandaði jakki frá Filippu K fæst einnig sandlitaður. GS-skór 29.995 kr. Leðurskór frá danska hönn- unarhúsinu Billi Bi. Í þessari viku … Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Þegar ég kaupi mér sparifatnað vel ég oftast eitthvað sem ég get einnig notað hversdags með því að para það við strigaskó, eða klæðast yfir, til að mynda, stuttermaboli. Ég hef oft lent í því að kaupa mér rándýr föt sem hanga inni í skáp vegna þess að þau eru of fín til þess að klæðast dagsdaglega. Mikið er um árshátíðir og fermingar á næstunni og hér er því smá brot af hversdagslegum sparifatnaði. Lancome 4.519 kr. Dökkrauður Absolue BX varalitur nr. 131. Vero Moda 6.990 kr. Fallegur samfestingur. Lindex 6.595 kr. Einfaldur kjóll í skemmtilegum textíl. Íslenskt skart verðlaunað Skartgripahönnuðurinn Anna María Pitt hlaut á dögunum verðlaun á Artistar Jewels- sýningunni, sem haldin er samhliða tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu. Þar er kastljósinu beint að nútímalegum straumum í hönnun skartgripa og hönnuðum frá ýmsum löndum boðin þátt- taka. Sýningin hefur aldrei verið stærri en skartgripir frá 142 hönnðum voru sýndir. Þrír hönnuðir hlutu verðlaun en þetta er í fyrsta sinn sem Anna María tekur þátt í sýningunni. „Verðlaunin sem ég fékk voru fyrir hönnun og gerð á hálsmeni sem heitir „Backbone“. Hönnunin er byggð á hryggjarsúlu hreindýrs, en ég sæki innblástur minn mikið í náttúr- una,“ segir Anna María en sérkenni hennar hönnunar í silfursmíði er sú að hún notar kald- ar tengingar til að skapa þrívíð form. Auk Önnu Maríu tók Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir í Aurum þátt í sýningunni. „Það eru valdir tveir til þrír skart- gripir frá hverjum hönnuði þannig að það voru alls um 360 munir sýndir. Mig óraði ekki fyrir því að fá verðlaun á svo stórri samsýningu,“ segir Anna María en þær Guðbjörg voru viðstaddar opnunina föstudaginn 24. febrúar. „Sýningin var mun stærri en ég bjóst við og skartgripirnir margir hverjir stórkostlegir. Þannig að tilfinningin var einstök og ég var yfir mig stolt að fá að sýna með öllu þessu hæfi- leikaríka fólki. Ég viðurkenni að ég fékk svolítið í magann þegar nafnið mitt var kallað upp!“ Hún segir svona verðlaun gefa sér byr undir báða vængi og vonast til að þau veki athygli innan tísku- og skartgripageirans. Alls voru 30 skartgripir valdir á farandsýningu sem sett verður upp víða um Evrópu á næstu mánuðum og verður Backbone hluti af þeirri sýningu. Skartgripahönnun Anna María tók við verðlaun- unum af Elisabettu Barracchia sem er ritstjóri fylgihlutasíðna Vogue og listrænn stjórnandi tísku- deildar Vanity Fair. Verðlaunin voru veitt fyrir háls- menið Backbone.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.