Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þegar safna á peningum fyrir gott málefni er mikilvægt að gefendurfjárins fái að vita nákvæmlega í hvað peningarnir fara. Umræða um það hversu stór hluti söfnunarfjár sem til verður gegnum fjáröflunarátak rennur raunverulega til góðs málefnis í stað milli- liða kom enn á ný upp á dögunum, nú í tengslum við fjáröflun í þágu rann- sókna á krabbameini og forvarna. Þetta er ekkert nýtt. Í mörg ár hafa kom- ið upp spurningar og álitaefni er lúta að því í hvað peningar sem safnað er í góðgerðarskyni fara. Því fylgir mikil ábyrgð að safna fé og biðja fólk um að gefa fé, hver svo sem ástæðan að baki söfnuninni er. Þegar peningum er safnað á einn stað í nafni góðs málefnis, hvert svo sem málefnið er, þarf að liggja skýrt fyrir í hvað peningarnir fara. Í raun þarf þetta ekki að vera svo flókið. Aðalmálið er að sá sem legg- ur féð fram viti í hvað á að nota það. Ef ég kaupi mér miða á góðgerð- arviðburð og greiði fyrir það 3.000 krónur á ég heimtingu á því að vita hversu hátt hlutfall rennur til hins góða málefnis sem ég tel mig vera að styrkja. Eru það 300 krónur eða 2.500 krónur? Það skiptir máli að vita það og að sá sem leggur fram féð fái tækifæri á að taka upplýsta ákvörðun áður en ákveðið er að styrkja málefnið. Vel má vera að einhverjum þyki það feikinóg að einn tíundi miðaverðs renni til góðs málefnis. Aðrir gætu ákveðið að hætta við stuðning nema að t.d. meira en helmingur þess fjár sem lagt er fram renni til málefnisins sem styrkja á. En við viljum vita í hvað peningarnir okkar fara, hvort sem um er að ræða fé í sameiginlega opinbera sjóði eða miða á góðgerðartónleika. Ef verið er að safna peningum á einn stað og deila þeim út aftur er það sjálf- sögð krafa að gefið sé út fyrir fram hvernig þeim verði deilt að nýju. Í góðgerðarmálum eru margar hendur á lofti. Fjölmörg málefni eru þess verð að styrkja og á okkur dynur almennt talsvert áreiti úr ýmsum áttum með beiðnum um að láta fé af hendi rakna. Í þessu sem öðru gildir það að vera ábyrgur neytandi og þora að spyrja spurninga fyrir fram. Góðu málefnin eru mörg. Thinkstock Margar hendur á lofti Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Fjölmörg málefni eruþess verð að styrkja ogá okkur dynur almennttalsvert áreiti úr ýmsum áttum með beiðnum um að láta fé af hendi rakna. Erla Guðrún Gunnarsdóttir Já. Ég held að Svala verði ofarlega en held sjálf með Aroni Brink og mæli með því að fólk hlusti á textann í laginu hans. SPURNING DAGSINS Fylgist þú með Söngva- keppninni á RÚV? Kristín Rúnarsdóttir Ég hef lítið fylgst með henni en hef fulla trú á Svölu Björgvins. Morgunblaðið/Inga Rún Glúmur Einarsson Já, Daði Freyr er minn maður. Arndís Sævarsdóttir Nei, ég hef ekkert fylgst með henni. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ertu mikil Eurovision-manneskja? Eins og kannski margir Íslendingar segist ég ekki vera það en svo ranka ég einhvern veginn alltaf við mér á úrslitakvöldinu með allar teg- undir af snakki og ídýfu fyrir framan mig í geggjuðu stuði. Hvert er besta Eurovision-lag allra tíma? Besta íslenska er All Out of Luck og besta erlenda klárlega Euphoria. Hvernig er stemningin fyrir lokakvöld- inu? Ég er orðin mjög spennt! Ég dáist að öllum þessum keppendum sem eru komnir áfram, fáránlega hæfi- leikaríkt og metnaðarfullt fólk og ég vona eiginlega að þau komist öll áfram, þótt það sé ekki hægt. Hvað er skemmtilegast við að vinna í sjónvarpi? Vikan er alltaf send út beint og það myndast ein- hver orka í svoleiðis útsendingu sem mér finnst ótrúlega skemmtileg. Það getur einhvern veginn allt gerst og allt klikkað, svo það er mjög gaman þegar allt heppnast ógeðslega vel, sem er oftast raunin. Nú vakti bleiki kraftgallinn í síðasta þætti athygli, megum við búast við Eurovision-galla á laugardaginn? Þessi galli var svo ótrúlega mjúkur og þægilegur að ég er að reyna að sannfæra pródúsentinn um að leyfa mér að vera í honum í græna herberginu. Ef það gengur ekki í gegn er það bara leðurgalli í anda Míns hinsta dans. Nú ert þú vinsæll snappari, er eitthvað sem þú munt aldrei snappa? Nei, ég ritskoða mig ekki neitt og mun snappa mik- ið baksviðs á lokakvöldinu. Endilega addið mér (berglindp) ef þið viljið sjá mig hrekkja keppendur, Ragnhildi Steinunni og Gísla Martein. Morgunblaðið/Eggert BERGLIND FESTIVAL SITUR FYRIR SVÖRUM Vonar að allir komist áfram Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, er með regluleg innslög í þættinum Vikan á RÚV. Berglind, sem er einnig einn skemmtilegasti „snappari“ landsins, verður með innslög í úrslitaþætti Söngvakeppninnar á laugardagskvöld.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.