Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 LESBÓK Ég erfði taugakerfi sem hangir í einni flókabendu um borgina Kaoz. Rafmagnið fer af mörgum sinnum á dag. Hér eru engir ljósastaurar og hundarnir gelta. Svo hefst Ég er hér, ljóðabók Soffíu Bjarnadóttur sem kom út í vikunni. Í upphafi bók- arinnar leggur lesandinn í ferðalag, eða það var í það minnsta mín upplifun sem ég nefni við Soffíu í spjalli. Hún tekur undir það og bætir við að lýsa megi bókinni sem um- breytingarferli: „Ég var í Nepal í þrjá mánuði fyrir þremur árum og þar fann ég sterkt fyrir þessari hreyfingu innra með mér. Lífið hafði tekið nokkuð á, en þarna í Himalaja- fjöllum fór eitthvað af stað og þá urðu fyrstu ljóðin til.“ - Þú vísar í Bardo Thodol, dauða- bókina tíbetsku, í tilvitnun fremst í bókinni, þar „sem sálin ferðast á milli dauða og endurfæðingar“. „Ég vitna í bókina The Tibetan Book of Living and Dying eftir Sogy- al Rinpoche en það er meira eins og myndhverfing fyrir hugmyndina um endurfæðingu, að við séum stöðugt að endurfæðast í lífinu.“ - Fyrir þremur árum brast semsé stífla. „Já,“ segir Soffía og hlær við, „það fór mikið í ferli í gang og margt sem liggur til grundvallar. Í grunninn koma þessi ljóð sem holskeflur í tveimur eða þremur atrennum, en mér fannst svo mikil kvika í þessu að ég gat ekki hugsað mér að sýna þau nokkrum manni og var lengi að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert við þessi ljóð. Smám saman efldist kjarkurinn og þessi ljóð létu mig hreinlega ekki í friði svo ég sendi þau á Guðmund Andra og Sigþrúði ritstjóra minn, en svo lét ég ljóð- in eiga sig í smá tíma. Þegar ég tók þau svo upp í vor brast ný stífla umbreytingaljóða fram á vetur og batt þetta að lokum saman. Ég var svolítið smeyk við þetta, því maður þarf að geta staðið sterkur með verkinu sínu, sterkur í ber- skjöldun, en ég tók skjálftann út fyrir fram.“ - Það er þráður í ljóðunum. „Ég hugsa þau sem sögu sem eina heild, þótt það sé kannski brotakennd heild.“ - Þetta er önnur ljóðabók þín og skáldsagan, Segulskekkja, sem kom út fyrir tveimur árum, var ljóðrænn texti, eins og við ræddum áður en eiginlegt viðtal hófst. Áttu frekar heima í ljóði en skáldsögu? „Ég hef verið ljóðastelpa frá því ég var barn og lesið mikið af ljóðum, en ég ætlaði mér að verða leikskáld, það er það sem ég hafði mesta ástríðu fyrir. Ég á vel heima í ljóðinu, kann vel við mig þar, en hinsvegar hefur frásagnarlistin kallað á mig líka og ég er að vinna að annarri skáldsögu. Ég vissi það líka að maður þarf að senda frá sér skáldsögu til að ná máli,“ segir Soffía og kímir. - Skáldsögurnar ná kannski til Ást, losti, trú og fegurð Í nýrri ljóðabók, Ég er hér, hrífur Soffía Bjarnadóttir lesandann í ferðalag og leiðir hann í gegnum umbreytingarferli. Hún segir að stífla hafi brostið innra með sér á ferð í Nepal. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Soffía Bjarnadóttir rithöfundur, ljóðskáld og leikskáld. Svartalogn Kristínar Marju Baldursdóttur er komið út í kilju. Í bókinni, sem hefur heiti sitt frá því veðrafyrirbrigði fyrir vestan þegar það er svo mikið logn í fjörðum að fjallskugga slær á sjóinn, segir frá Flóru, sem stendur skyndilega á krossgötum á miðjum aldri, fráskilin og atvinnu- laus. Eftir árangurslausa atvinnuleit mánuðum saman býðst henni að gera upp hús vestur á fjörðum á meðan hennar íbúð er í útleigu. Þó að Flóra reyni að mála yfir minningarnar gengur henni illa að ná völdum í líf sínu, en kynni hennar af organista og þremur útlendum fiskverkakonum verða til þess að hún nær áttum og smám saman þokar hún sér úr fjallskugganum. JPV gefur bókina út. Úr fjallskugganum Bandaríski rithöfundurinn John Kennedy Toole varð aðeins rúmlega þrítugur. Honum voru veitt Pulitzer-verðlaunin árið 1981 fyrir skáldsöguna Aulabandalagið, þótt Toole hefði þá hvílt í gröf sinni í 12 ár. Sagan var talin eina verk höfundar en nokkrum árum síðar fannst handrit að Neon- biblíunni (The Neon Bible), uppvaxtarsaga sem þessi merki höfundur hafði skrifað aðeins 16 ára að aldri. Í Neonbiblíunni segir frá lífinu á fjórða og fimmta áratug aldarinnar sem leið í smábæ í Suðurríkjum Bandaríkj- anna þar sem trúin skipar höfuðsess í lífi þeirra bæjarbúa sem eitt- hvað mega sín og hafa efni á safnaðargjöldunum. Það á hins vegar ekki við um drenginn David og foreldra hans, sem hrekjast út á jaðar samfélagsins. Uggi Jónsson þýddi bókina. Sæmundur gefur út. Neonbiblían á íslensku Mál og menning hefur gefið út í kilju Pass- íusálma Einars Kárasonar sem komu út inn- bundnir fyrir jól. Bókin er einskonar framhald af Stormi, skáldsögu Einars sem kom út 2003, en höfuðpersóna í þeirri bók, Eyvindur Jónsson Stormur, var ekki sátt við myndina sem dregin var upp af honum í bókinni að því kemur fram í inngangi Einars að Passíusálmunum. Í innganginum segist Einar þannig hafa feng- ið í hendur nokkurskonar varnarrit frá Eyvindi sem honum fannst sem hann yrði að vinna úr: „Að ég eiginlega skuldaði okkur báðum það, þótt erfitt sé að skýra út hvernig.“ Mál og menning gefur bókina út. Passíusálmarnir í kilju Skólar alls staðar á landinu tóku þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns sem lauk í vikunni, rúm- lega 130 skólar. Ekki nóg með það heldur tóku íslenskir krakk- ar í útlöndum líka þátt, en Ævar hafði samband við Íslend- ingahópa um allan heim í gegnum Face- book og lét vita af átakinu. Eftir taln- ingu kom í ljós að ís- lenskir krakkar í Bandaríkjunum, Eng- landi, öllum Norð- urlöndunum, Lúx- emborg, Þýskalandi, Belgíu og Perú tóku þátt. Ekki var merkj- anlegur munur á því hvað krakkarnir lásu á hverju landsvæði fyrir sig; íslenskir krakkar virðast með nokkuð svipaðan smekk á bókum. Alls voru lesnar meira en 63.000 bækur í átakinu. Þetta var þriðja átak Ævars og í þessi þrjú skipti hafa íslenskir krakkar lesið alls um 177.000 bækur. Meðan á átakinu stóð fékk Ævar fjölda skilaboða, bæði frá foreldrum og kenn- urum, með sögum af krökkum sem tóku þátt. „1. bekkur í Hvolsskóla hélt til dæmis 500 bóka veislu í vikunni sem leið, Grunnskóli Snæ- LESTRARÁTAK ÆVARS VÍSINDAMANNS Ævar Þór Benediktsson Allir í Seljaskóla til í að vera geimverur í bók … Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögumSvansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig u Frábær þekja u Mikil þvottheldni u Hæsti styrkleikaflokkur Almött veggmálning Dýpri litir – dásamleg áferð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.