Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 44
MÁLMUR Bandaríska málmbandið Quiet Riot, sem átti blómaskeið sitt á níunda áratugnum, er ekki aldeilis af baki dottið. Bandið kom sér á dögunum upp sínum sjöunda söngvara, James Durbin, sem sló í gegn fyrir nokkrum ár- um í raunveruleikaþættinum vinsæla American Idol. Hann tekur við hljóðnemanum af Seann nokkrum Nichols, sem gerði stutt stopp en náði þó að syngja inn á þrettándu breið- skífu Quiet Riot, Road Rage, sem kemur út í næsta mánuði. Durbin mun þreyta frumraun sína á sviði með bandinu um næstu helgi. Quiet Riot var stofnuð árið 1975 og þá voru meðal annarra um borð söngvarinn Kevin DuBrow og gítarséníið Randy Rhoads. Þeir eru báðir látnir. Lengst hefur verið í bandinu trymbillinn Frankie Banali, frá 1982. Til liðs við Quiet Riot 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 LESBÓK SJÓNVARP Hollenskir sjónvarpsþættir rata ekki oft á skjái landsmanna en dagskrár- stjórar stöðvanna ættu ef til vill að gefa spennuþáttunum The Swingers gaum, því þeir eru að fá glimrandi dóma í Bretlandi þessa dagana, þar sem þeir hafa verið sýndir á Channel 4. The Swingers fjalla um ung hjón sem eiga von á sínu fyrsta barni og festa kaup á húsi í úthverfi Amsterdam. Þau vingast fljótlega við hjónin í næsta húsi en bjóða um leið heim atburðarás sem auðveld- lega getur farið úr böndunum. The Swingers hefur meðal annars verið líkt við Apple Tree Yard sem Stöð 2 sýndi fyrir skemmstu. Svíngslega spennandi hollenskur þriller Úr hollensku spennuþáttunum The Swingers. Global Series Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Söngvakeppni RÚV Bein útsending hefst klukkan 19.45 á laugardagskvöld frá úrslit- um Söngvakeppninnar 2017 í Laug- ardalshöllinni. Sjö lög etja kappi og verður sigurlagið fulltrúi Íslands í Eurovision-keppninni sem fram fer í Kænugarði í vor. Sérstakur gestur verður Svíinn Måns Zelmerlöw, sem sigraði í keppninni fyrir tveim- ur árum. Dagskrárgerð annast Helgi Jóhannesson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sem jafnframt er kynnir Söngvakeppninnar. RÁS 1 Þriðji og síðasti hluti þátt- arins Viðdvöl í Borgarnes er á dagskrá rásar- innar klukkan 15 á sunnudag. Þátt- urinn er frá árinu 1974, þegar Jónas Jónasson hafði þar viðdvöl og tók nokkra bæjarbúa tali. Þættirnir eru endurfluttir í til- efni þess að liðin eru 150 ár frá því að konunglegt verslunarleyfi var gefið út fyrir Borgarnes við Brák- arpoll í Mýrasýslu, eins og segir í konungsbréfinu. Rætt er við Jón Guðmundsson verkamann, Ásbjörn Jónsson, bifvélavirkja og áhuga- leikara, og Bjarna Bachmann safn- vörð. Viðdvöl Jónas Jónasson STÖÐ 2 Lokaþáttur af Satt eða logið, íslensku útgáfunni af hinum geysivinsælu þáttum Would I Lie to You? sem hafa slegið í gegn á Bret- landi undanfarin ár, er á dagskrá á sunnudag klukkan 20.35. Þátta- stjórnandi er Logi Bergmann Eiðs- son og tveir fastir liðsstjórar, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Auðunn Blöndal. Í hverjum þætti keppa tvö þriggja manna lið. Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Satt eða logið? Ég hef átt í ástar/haturssam-bandi við nýju Metallica-plötuna, Hardwired ... to Self-Destruct undanfarna mánuði, eða frá því hún kom út 18. nóvem- ber síðastliðinn. Niðurstaðan er sú að hún sé allt í lagi; þarna eru góðir sprettir og slappara efni. Auðvitað er alltaf gaman að fá nýja Metall- ica-plötu en hvers vegna það tók þessa menn, sem flestir málm- hausar myndu skilgreina sem snill- inga (nema nördin sem hafa óbeit á öllu sem lekur út úr reykmettuðum bakherbergjum), átta ár að gera svona plötu er skilningi mínum of- vaxið. Ég meina, það tók þá ekki nema fáeinar vikur að semja og taka upp Master of Puppets, þrjá- tíu árum fyrr; plötu sem margir telja þá bestu í málmsögunni (líka nördin sem hafa óbeit á öllu sem lekur út úr reykmettuðum bakher- bergjum). Það er einmitt kjarni málsins; hvers vegna svona mörg málmbönd senda frá sér allra bestu verk sín á fyrstu starfsárunum. Oftast fyrir þrítugt. Allar bestu Metallica- plöturnar komu áður en bandingjar urðu þrítugir. Um það hljóta allir að vera sammála. Sama máli gegnir um önnur helstu málmbönd sög- unnar, svo sem Slayer, Sepultura, Iron Maiden, Black Sabbath, Megadeth og Guns N’ Roses. Pan- tera náði líka að toppa fyrir þrítugt enda þótt þeir ágætu menn fyndu ekki fjölina sína fyrr en að nokkr- um plötum útgefnum. Judas Priest hleypti líka á gott skeið um og upp úr þrítugu. Það er helst að bönd sem byrja seint, eins og Lamb of God og jafnvel Mastodon, toppi seinna. Nýjasta plata fyrrnefndu sveitarinnar, VII: Sturm und Drang, var til dæmis geggjuð og á miklu brýnna erindi við samtímann en Hardwired ... to Self-Destruct. Eins og það er óþægilegt að við- urkenna það. Eins með bítl og roll Í fljótu bragði sýnist mér þetta mynstur ekki bundið við málminn. Tökum gamla rokkið sem dæmi; Bítlarnir voru hættir fyrir þrítugt og lauk ekki gullöld The Rolling Stones fyrir sama aldur; alltént í sköpunarlegum skilningi? Hafa Rollingarnir bætt miklu sem skipt- ir máli við eftir þrítugt? Flestir eru betur til þess fallnir að svara því en ég. Á ekki sama við um yngri rokk- bönd sem notið hafa fádæma lýð- hylli? Eiga seinni plötur U2 eitt- hvað í fyrstu plöturnar? Eiga seinni plötur Coldplay eitthvað í fyrstu plöturnar? Hvað með Radiohead? REM? Og hvað þetta allt heitir. Sjálfsagt veltur svarið á því hversu grjótharður aðdáandi þess- ara sveita tekur til svara/varna. Rokksveit sem í eina tíð var á hvers manns vörum, Red Hot Chili Peppers, mun skola hingað upp á Íslandsstrendur í sumar. Streyma menn þangað til að hlusta á nýtt efni? Varla. Sjálfur sá ég Chris Cornell í fyrra. Ekki til að kynna mér hvað hann er að sýsla í dag. Sömu sögu má segja af Slash um árið. Þakið fauk ekki af Laug- ardalshöllinni fyrr en hann hlóð í GNR-stöffið. Hvað veldur þessu? Í öðrum at- vinnugreinum toppa fæstir fyrir þrítugt; alltént ekki lögfræðingar, bakarar og læknar. Og afar sjaldan klassískir tónlistarmenn, allra síst óperusöngvarar. Í þessum skilningi eiga rokktónlistarmenn mesta samleið með íþróttamönnum, en hjá flestum þeirra liggur ferillinn hratt niður á við eftir þrítugt. Nema þá helst kylfingum. Ætli ferskleiki sé ekki nærtæk- asta skýringin. Flestar þær hljóm- sveitir sem hér hafa verið nefndar hafa fundið upp hjólið. Svo að segja. Komið með ný viðmið, nýjan hljóm. Síðan fer nýjabrumið af því. Heldur má auðvitað ekki gleyma því að eftir að plata slær í gegn lep- ur enginn dauðann úr skel lengur. Og listamenn þurfa að þjást. Það sanna dæmin. Er Metal- gamla -lica orðin Gaga? AFP Ungur temur, gamall nemur Hvers vegna toppa málmbönd og aðrir rokktónlistarmenn þessa heims svona ungir? Langflestir þeirra senda frá sér bestu og vinsælustu verk sín áður en þeir verða þrítugir. Eða er það rangur skilningur? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Í ljósi þess sem sagt er hér til hlið- ar má gera því skóna að ekki hefði endilega verið mikils að vænta af 27 ára klúbbnum fræga, hefðu liðsmenn hans náð að verða eldri. Ekki nema þá helst næstu þrjú ár- in á eftir. 27 ára klúbbnum tilheyra meðal annarra Brian Jones úr The Roll- ing Stones, Jimi Hendrix, Jim Morrison úr The Doors, Janis Jopl- in, Kurt Cobain úr Nirvana og Amy Winehouse. Þess utan hafði allt þetta fólk siglt inn í mikla vanlíðan vegna neyslu áfengis og fíkniefna. Það kallar sjaldnast fram það falleg- asta og besta í fólki. En á móti kemur að ríkari ástæða er til að harma það sem aldrei varð. Það sem aldrei varð Janis Joplin James Durbin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.