Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 30
HEILSA Að ganga á skíðum reynir jafnt á efri og neðri hluta líkamans og margir vöðvareru virkjaðir þegar gengið er. Á gönguskíðum er hægt að brenna fleiri kaloríum en í öðrum íþróttum og skíðaganga er talin sérlega góð fyrir hjartavöðvann. Gönguskíði góð fyrir hjartað 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 Ekkert heimsmet í frjálsumíþróttum er eldra en metið í800 metra hlaupi kvenna. Þegar Jarmila Kratochvílová frá Tékkóslóvakíu hljóp 800 metrana á heimsmetstímanum 1:53,28 mínútum er alls óvíst að það hafi vakið athygli hér á landi, enda var fólk upptekið við aðra hluti eins og að hlusta á Dur- an Duran og Dúkkulísurnar, fylgjast með Húsinu á sléttunni í sjónvarpinu eða jafnvel horfa á nýjustu myndir eins og Flashdance og Return of the Jedi í bíó. Metið var nefnilega sett ár- ið 1983, þrettán árum áður en Aníta Hinriksdóttir fæddist, og stendur enn 34 árum síðar. Loftfirrt og loftháð En hvers konar íþróttagrein er eig- inlega 800 metra hlaup? Er þetta langt spretthlaup eða stutt lang- hlaup? „Þetta er það sem við köllum milli- vegalengd. Ef þú myndir þarfagreina þetta þá myndi ég halda að þetta væru svona 50% loftháðar og 50% loftfirrtar kröfur sem þetta hlaup gerir til íþrótta- mannsins. Það er í sjálfu sér bæði rétt að tala um þetta annaðhvort sem langt spretthlaup eða sem stutt langhlaup. Hvort- tveggja væri alveg rétt,“ segir Sig- urbjörn Árni Arngrímsson, doktor í íþróttafræði og hlaupari. 800 metra hlaup er jafnan hlaupið á 400 metra langri braut, nema stundum á 200 metra braut innan- húss en þá eru hlaupnir fjórir hring- ir. Tæknin við hlaupið skiptir miklu máli og hraðinn má ekki vera of mik- ill á fyrri 400 metrunum. „Þú hleypur fyrri hringinn mjög rösklega, þó hægar en þú myndi gera ef þú værir að hlaupa 400 metra. Svo kemur tímabil frá svona 400 upp í 600 metra þar sem hlauparanum líður yf- irleitt frekar illa. En þá er líka orðið stutt í mark. Ef þú hins vegar ferð fyrri hringinn bara örlítið of hratt þá verður seinni hringurinn algjört hel- víti. Þá lendirðu of mikið inni í loft- firrta hlutanum, það myndast of mik- il mjólkursýra og þú stífnar upp. Orkuframleiðsla líkamans verður of mikið til loftfirrð þegar þú ferð of hratt. Það er hraðinn sem ræður því hvort þú ert að vinna með loftfirrta eða loftháða orku. Loftfirrta orku- kerfið okkar virkar ekkert of lengi, þannig að ef þú þarft að taka of mik- inn hluta af því of snemma þá get- urðu lent í vandræðum og þar af leið- andi hægist á þér. Almennt snýst þessi grein af- skaplega mikið um hraða og úthald, eða í raun um það að geta haldið hraðanum nógu lengi,“ útskýrir Sig- urbjörn Árni. Þjálfun fyrir 800 metra hlaup er nokkuð sérhæfð. Nú er hins vegar mikið í tísku að gera sem flestar íþróttir að almenningsíþróttum. Gæti hinn almenni íþróttamaður farið að tileinka sér 800 metra hlaup? „Það er að því leytinu til allt í lagi að þetta tekur ekki langan tíma. Fólk fengi þó líklega meira út úr því heilsufarslega að hlaupa lengur og hægar svona eins margir gera, fimm kílómetra eða eitthvað svoleiðis. Það er meiri hætta á meiðslum í svona átakagreinum eins og 800 metrunum, meiri hætta á tognunum,“ segir Sig- urbjörn Árni. Blaðamaður hvetur áhugasama engu að síður til þess að prófa að hlaupa 800 metra eins og hratt og hægt er. Það er meira en að segja það. En hvaða þýðingu telur Sigurbjörn Árni að árangur Anítu Hinriksdóttur, brons á Evrópumóti innanhúss, hafi fyrir íþróttalífið hér á landi? „Þetta er algjör snilld og mikil lyftistöng. Þetta skiptir miklu máli fyrir frjálsíþróttir að hafa manneskju í úrslitum og þessi árangur skiptir líka verulegu máli fyrir Anítu. Það var kominn tími á hana að taka næsta skref. Hún var búin að komast þrisv- ar í úrslit á stórmótum og vera í öft- ustu sætunum í úrslitum. Það skipti verulegu máli fyrir hana að komast á pall. Líka bara upp á að viðhalda áhugahvötinni. Við þurfum alltaf stjörnur til þess að halda áfram og hafa einhverja til að líta upp til. Það hjálpar líka til að Aníta er geðþekk og elskuleg. Auð- velt að láta sér líka við hana sem manneskju. Hún er góð fyrirmynd.“ Aníta Hinriksdóttir hefur bætt bronsi á EM innanhúss í safn verðlaunapeninga sinna í 800 metra hlaupi. Árangur hennar er mikil lyftistöng fyrir frjálsar íþróttir. Aníta hljóp á 2:01,25 mínútum. Besti tími hennar utandyra er 2:00,14. Morgunblaðið/Kristinn Kúnstin er að halda hraða sem lengst Aníta Hinriksdóttir komst í sögubækurnar í vikunni þegar hún vann bronsverðlaun í 800 metra hlaupi á EM innanhúss í Belgrad. Þessi tiltekna hlaupagrein er óvenjustrembin enda þarf 800 metra hlaupari bæði að æfa úthald og geta hlaupið á miklum hraða. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson Besta tímann í 800 metra hlaupi kvenna á síðasta ári á hin suðurafríska Caster Semenya, 1 mínútu og 55,28 sekúndur, sem er talsvert frá heims- meti Jarmilu Kratochvílovu. Heimsmet hennar í í 800 metra hlaupi kvenna er það met í frjálsum íþróttum sem lengst hefur staðið. Aðeins einu sinni frá því heimsmetið í 800 metra hlaupi kvenna var sett hefur kona komist innan við sekúndu frá heimsmetstímanum. Að mati Sigurbjörns Árna er þó lík- lega styttra í að heimsmet verði slegið í 800 metra hlaupi en í styttri vega- lengdum, 100 metra, 200 metra og 400 metra. „Konur eru alltaf annað slagið að komast nálægt þessum metum. Ég sé ekki fram á að metið í 400 metrum verði slegið á næstunni og ólíklega í 100 og 200 metrum. En stelpurnar í 800 metrunum eru næst því að slá metið, þótt það verði kannski ekki alveg á næstunni.“ Hæfileikaríkar konur sem settu metin Heimsmet kvenna í styttri vegalengdum eru ekki mikið yngri en 800 metra metið. Austurþýska hlaupakonan Marita Koch setti heimsmet í 400 metra hlaupi árið 1985 sem enn stendur, en hún hljóp á 47,60 sekúndum. Met Florence Griffith Joyner í 100 og 200 metra hlaupum hafa einnig staðið óhreyfð frá því 1988. Flo Jo hljóp 100 metrana á 10,49 sekúndum í undankeppni sem haldin var fyrir bandaríska liðið fyrir Ólympíuleikana í Seúl. Á leikunum sjálfum í september 1988 setti hún svo heimsmet í 200 metra hlaupi þegar hún hljóp á 21,34 sekúndum. Í heimi frjálsíþrótta hefur sú umræða reglulega komið fram að metin sem sett voru á þessum tíma eigi ekki að vera gild, enda þykir nokkuð líklegt að notkun á sterum og öðrum ólög- legum efnum hafi átt sinn þátt í þessum stórkostlega árangri hlauparanna. Um það eru margar vísbendingar þótt ekki hafi alltaf tekist að tengja þær grunsemdir tilteknu íþróttafólki eða methöfum. Ekki er þó útlit fyrir að metin verði þurrkuð út, enda er slíkt ógerlegt svo langt aftur í tímann, jafnvel þótt sterkar vísbendingar séu um að hlaupadrottningar níunda ára- tugarins hafi nýtt sér veikt regluverk utan um lyfjanotkun. Í einhverjum tilvikum voru það þó landsliðin sem í raun nýttu sér íþróttafólkið því að því var stundum sagt að það væri að taka vítamín eða fæðubótarefni sem voru í raun ólögleg efni sem juku árangur. Það vekur sannarlega athygli að fjögur heimsmet kvenna í spretthlaupum og millivegalengd skuli hafa verið sett um sama leyti, á árunum 1983 til 1988, en fáar konur komist mjög nálægt því að slá þau síðan þá. Sigurbjörn Árni bendir þó á í þessu samhengi að þótt metin kunni að hafa verið slegin af ein- staklingum sem hafi notað lyf til að auka árangur sé fráleitt að halda að slík lyf hafi aðeins verið notuð í þessum tilteknu hlaupagreinum kvenna. „Það eru alltaf miklar sögusagnir um að þetta séu dópmet en það breytir ekki því að þetta voru mjög hæfileikaríkir ein- staklingar sem slógu metin. Það er til dæmis búið að margslá metið í 400 metra grindahlaupi og það er erfitt að halda því fram að hlauparar í t.d. 400 metra hlaupi hafi verið á dópi en ekki þeir sem kepptu í 400 metra grindahlaupi. Ef metin eru dópmet, sem ég í sjálfu sér veit ekkert um og verður aldrei hægt að sanna, þá eru metin þetta góð af því að það voru gríðarlega hæfileikaríkir einstaklingar sem voru að dópa. Þessar konur hefðu verið gríðarlega góðar án dóps.“ Jarmila Kratochvílová, heimsmethafi í 800 metra hlaupi var 32 ára þegar hún setti metið. Lengi hafa verið sögusagnir um að metinu hafi hún náð með aðstoð yfja. FJÖGUR HLAUPAMET SEM HAGGAST EKKI Metaregn á níunda áratugnum Caster Semenya átti bestan tíma í 800 metrum á síðsta ári og vann Ólympíugull. AFP Marita Koch heims- methafi í 400 metra hlaupi. Florence Griffith Joyn- er lést langt um aldur fram en heimsmet hennar í 100 og 200 metr- um lifa enn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.