Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 27
12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Harpa segir að Steff sé ekki mikil uppskriftamanneskja og hún vilji meina að matreiðsla sé list og bakstur vísindi. Harpa segist því sjá um baksturinn þar sem innihaldsefnin séu í ná- kvæmum hlutföllum en hún um matseldina þar sem maturinn sé einfaldlega smakkaður til. Steff gat engu að síður gefið uppskriftina að þessari smur- bleikju. létt gufusoðin bleikja smjör vorlaukur dill salt sykur sítrónusafi sítrónubörkur eplaedik Bleikjan er gufuelduð í ofni. Fiskurinn er tíndur af beinunum og hvert einasta snitti er nýtt. Fiskimaukinu er blandað við smjör um það bil í hlutföllunum 1 hluti smjör á móti 2 hlutum af fiski. Svo er fínt söxuðum vorlauk, fersku söxuðu dilli, rifnum sítrónuberki, sítrónu- safa, eplaediki, salti og sykri blandað saman við. Fiskblandan er sett í form og bráðnu smjöri hellt yfir þannig að það þeki allt yfirborð fisk- blöndunnar, þetta er gert til að auka geymsluþolið og til að halda réttu rakastigi á rétt- inum. Þetta er svo borið fram kalt með brauði og dillmajónesi. DILLMAJÓNES Dillmajónes er gert alveg eins og venjulegt majónes nema að fyrst er búin til dillolía. Ferskt dill og rapsolía sett í blandara og látið ganga á miklum hraða lengi þangað til olían er orðin vel eiturgræn. Þegar maður heldur að þetta sé tilbúið er best að hræra í svona fimm mínútur í viðbót. Þá er olían síuð í gegnum hreinan klút og sett á flösku. Til að gera dillmajónesið not- ar Steff dillolíu og venjulega rapsolíu í jöfnum hlutföllum. Steff segir að þegar dillolían sé gerð verði eftir dillmauk í klútnum sem sé tilvalið að nota þegar fiskur er grafinn. Smur- bleikja með dillmajónesi Harpa sér um baksturinn en Steff eldar matinn. ILVE er eftirlæti eldhúsmeistara um allan heim. Hönnunin gerir eldhúsið að höll og handverkið er engu líkt. ILVE eldavélar, ofnar og helluborð eru ítölsk afburðavara sem passar í allar venjulegar innréttingar. ILVE býður upp á mikið úrval helluborða: Gas, keramik, innbyggð grill, langelda og stálpönnur, auk innfelldra helluborða og ofna fyrir innréttingar. Breidd: 60-150 cm. Ef þú vilt vita af hverju okkur finnst ILVE vera bestu eldhústæki í heimi, komdu þá við í Kokku. Fasteign á fótum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.