Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 43
12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Starfi mínu fylgir mikill lestur en aðallega á fræðilegum textum og eins og mér finnst gaman í vinnunni þykir mér gott að skilja fræðilega hluta lífsins eftir á skrifstofunni í lok dags. Ég hef alltaf lesið mikið, og þá marg- víslegar bókmenntir. Ég er rétt að klára magnaða bók nígerísku skáldkonunnar Chi- mamanda Ngozi Adichie sem heitir Half of a Yellow Sun. Sagan byggir á því þegar baráttan um að stofna sjálfstætt ríki Biafra stóð sem hæst í lok sjöunda áratugarins. Sagan er vel skrifuð og persónusköpunin sér- lega sannfærandi og óvenjugóð innsýn gefin í vonir, væntingar og vonbrigði þau sem fylgdu stríðinu í Biafra. Á náttborðinu hjá mér hefur í nokkurn tíma verið áhugaverð bók Sigrúnar Stefáns- dóttur og Eddu Jónsdóttur; Frú ráð- herra. Ég hef gripið reglulega niður í kafla og kafla þar sem kvenráð- herrar segja sögur sínar og miðla reynslu sinni úr stjórnmálum. Á allra síðustu árum hef ég þó les- ið minna og í stað yndislestrar fyrir svefninn hefur Vera Illugadóttir út- varpskona tekið við hlutverki sögu- manns og við hlustum á kvöldin á einhvern af frábærum sagnaþáttum Veru; Í ljósi sögunnar, Lemúrinn eða Leðurblökuna, sem ég get ekki mælt nógsamlega með. Andrea Hjálmsdóttir Andrea er lektor við félagsvísinda- deild Háskólans á Akureyri fleiri, en ljóðaunnendur elska þig meira. „Það er engin spurning, ljóð kalla á dýpri eða annars konar lestur, annan tíma, en ég vil bæði ást og rödd sem ferðast víða,“ segir Soffía og hlær. - Skáldsaga komin og tvær ljóða- bækur, en hvernig er með leikrit? „Ég er búin að skrifa tvö verk en þau hafa verið í leiklestri, en aldrei farið að alla leið. Það er flókið ferli að koma leikriti frá sér, það þurfa svo margir að koma að því til að skila því á leiðarenda,“ segir Soffía en því má bæta við hér að önnur af tveimur meistaragráðum hennar er í bók- menntafræði og hluti af náminu var leikhúsfræði sem hún nam í Kaup- mannahöfn. Hin gráðan er í ritlist. - Aftur að Ég er hér: Það er hiti í bókinni og smá harka. Ég er ekki að segja að ljóðin séu ruddaleg eða frek heldur er í þeim ólga. „Hún er hrá kvika og það er eins og trú og losti fari saman í henni, jafnvel ákveðin víma. Hún fjallar líka um ástina, en ég hugsa hana líka eins og jörðina, sem við getum ekki verið án.“ - En jörðinni er sama um okkur. „Já, kannski er það eins með ást- ina, en við getum ekki verið til án hennar, ekki frekar en án jarðar- innar – ástin er ekki bara tilfinning. Ég kem líka inn á kynlíf og trú, ákveðna leit, þorsta eftir einhverju æðra hvort sem það er ást, losti, trú eða fegurð og það fylgir því alltaf þjáning.“ - Mér fannst samt sem það væri lausn í bókinni. „Það er gott að heyra, af því að mig langar til að leita í ljósið. Líka í skáld- skap. Þó að ég laðist mikið að myrk- um skáldskap og hann sé nauðsyn- legur finnst mér vonin mikilvæg. Vonin er mikilvægasta og hættuleg- asta vopn sem við höfum.“ Morgunblaðið/Golli BÓKSALA 2.-8. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 LögganJo Nesbø 2 Dalalíf 4 - Logn að kvöldiGuðrún frá Lundi 3 Andartak eilífðarPaul Kalanithi 4 Eftir að þú fórstJojo Moyes 5 KviksyndiMalin Persson Giolito 6 Óvættaför 26 HaukdrekiAdam Blade 7 Allt sem ég man ekkiJonas Hassen Khemiri 8 MóðurhugurKári Tulinius 9 SpeglabókinEugen Ovidiu Chirovici 10 Þögult ópAngela Marsons 1 LögganJo Nesbø 2 Dalalíf 4 - Logn að kvöldiGuðrún frá Lundi 3 Eftir að þú fórstJojo Moyes 4 KviksyndiMalin Persson Giolito 5 Allt sem ég man ekkiJonas Hassen Khemiri 6 MóðurhugurKári Tulinius 7 SpeglabókinEugen Ovidiu Chirovici 8 Þögult ópAngela Marsons 9 PetsamoArnaldur Indriðason 10 SvartalognKristín Marja Baldursdóttir Allar bækur Íslenskar kilja ÉG ER AÐ LESA fellsbæjar hélt lokahá- tíð og fagnaði 1.177 lesnum bókum í 1.-4. bekk, Seljaskóli las næstum þúsund bækur og voru víst allir krakk- arnir þar búnir að samþykkja það að vera breytt í geimveru í bókinni ef þau yrðu fyrir valinu,“ segir Ævar. Hann fékk send- ar myndir af krökkum í bæði Svíþjóð og Dan- mörku að taka þátt í átakinu og þannig mætti lengi telja. 10 vinsælar bækur/bókaflokk- ar í lestrarátaki Ævars vísinda- manns að þessu sinni voru: Skúli Skelfir; Óvættaför; Mynda- sögusyrpur; Vonda frænkan; Pabbi pró- fessor; Leyndarmál Lindu; Gæsahúð; Lóa – Myndasaga; Þín eig- in hrollvekja; Rökk- urhæðir. Þegar úrslit voru tilkynnt dró forseti Íslands nöfn fimm þátttakenda í átakinu og verða hinir heppnu persónur í næstu bók Ævars. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, dregur nöfn fimm þátttakenda úr lestr- arátakspotti Ævars þegar úrslit voru tilkynnt í Borgarbókasafninu. Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins þeim sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur öryggi. Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar. Lyklaskápur sem alltaf veit betur Verð: 179.000 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.