Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 34
FERÐALÖG Ferðaþjónustan í Katmandu er farin að ná sér á strikeftir mannskæðan jarðskjálfta árið 2015. Ferðahluti In- dependent segir borgina vera áfangastað ársins 2017. Kathmandu blómstrar 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 Löngunin til að hreyfa sig viðtónlist og takt hefur fylgtmanninum í þúsundir ára. Dansinn er bæði skemmtun og tján- ing, bæði listræn útrás og líkams- rækt. Hann er líka praktískur að því leyti að það skiptir ekki máli hvort þú sért í Moskvu eða Madrid, það er alltaf hægt að finna einhvern salsa- klúbb til að drepa tímann eða kynn- ast nýju fólki. Í Rómönsku Ameríku er dansinn sérlega skemmtilegur vegna þess að hann snar þáttur í menningarlífinu. Hann er nokkurs konar endurspeglun úr sjálfsmynd þjóðanna. Sunnudagsblað Morgun- blaðsins gerði stutta samantekt á því sem stendur til boða í dansmenningu nokkurra rómanskra þjóða. Nýyfirstaðin er kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro, Brasilíu, þar sem nokkrar milljónir manna, innfæddir sem ferðamenn, héldu út á götur borgarinnar sem er gríðarstór og ið- andi af suðrænni stemningu. Kjarni hátíðarinnar er sambatónlist, samba- dans og vægast sagt skrautlegir bún- ingar, en sambadansinn sjálfur snýst í meginatriðum um hröð skref ásamt ýktum mjaðmahreyfingum. Áhuga- sömum ferðalöngum í Brasilíu stend- ur tvennt til boða. Annars vegar er hægt að sækja stutt námskeið sem eru sérsniðin fyrir ferðamenn og kíkja síðan á sambaklúbb seinna um kvöldið. Hin leiðin, sem er öllu djarf- ari, er að mæta á æfingu hjá einum af fjölmörgu sambahópunum í Ríó sem taka þátt í kjötkveðjuhátíðinni. Hóp- arnir æfa margir utan borgarinnar og því er brýnt að vera í samfylgd einhvers og taka sem minnst af verð- mætum með í för. Skipulagðar sambaferðir eru ekki á hverju strái en Kilroy býður upp á ýmiss konar pakkaferðir til Brasilíu. Argentína hefur upp á margt að bjóða, allt frá ríkri leikhúsmenningu til úrvals nautakjöts og rauðvíns. Þar á meðal er tangódansinn sem er tign- arlegur paradans. Dansað er eftir til- finningu tónlistarinnar sem er jafnan þrungin nostalgíu og væmni. Auðvelt er að finna skipulagðar tangóferðir í fljótu bragði, bæði hjá innlendum og erlendum ferðaskrifstofum. Úrval- Útsýn býður upp á tveggja vikna ferð til Argentínu og Úrúgvæ í nóv- ember og er síðasta deginum varið í tangófræðslu þar sem farið er yfir sögu dansins, frá úthverfunum og til alþjóðavæðingarinnar. Þá er hægt að finna víðtækari tangóferðir á ferða- síðunni SouthAmerica.travel sem býður upp á sex daga kennslu og dans í höfuðborg tangósins, Buenos Aires. Haft er eftir innfæddum Arg- entínumanni að hafi maður heimsótt Buenos Aires án þess að dansa tangó þá hafi maður ekki kynnst borginni. Þá benda rannsóknir til að tangó hafi ýmiss konar heilsuábata í för með sér, bæði líkamlegan og andlegan. Hann hafi slakandi áhrif og geti verkað gegn þunglyndi. Þrátt fyrir samfellda efnahagserf- iðleika í áratugi er enn margt að sækja til Kúbu: tónlist, vindla, romm og hvítar strendur. Höfuðborgin Havana er miðpunktur menningar- AFP Dansað í Róm- önsku Ameríku Á ferðalögum á framandi slóðum er upplagt að víkka áhugasviðið og tileinka sér nýja takta. Það verða fáir sviknir af því að stíga nokkur spor í Rómönsku Ameríku þar sem dans er stór hluti af menningarlífinu. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Karnival í Brasilíu er litrík og lifandi skemmtun. AFP AFP Búningarnir á kjötkveðjuhátiðinni í Ríó eru afar skrautlegir og fjölbreytilegir. Þúsundir salsadansara taka þátt í El Salsódromo-skrúðgöngunni í Santiago de Cali í Kólumbíu yfir jólahátíðina ár hvert. REYKJANESBÆ Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104 Full búð af NÝJUMVÖRUM Siemens - Adidas - Under Armour - Cintamani

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.