Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Blaðsíða 14
SAMGÖNGUMÁL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017 Ekket plan B hjá ráðherra Oddvitinn Andrés Skúlason segir fólk upplifa sig svikið. Það er með ólíkindum að við skulum vera íþessari stöðu í ljósi þess hversu stutt erfrá kosningum. Í ljósi þess hvað það er stutt síðan að allir stjórnmálaflokkar lofuðu stórauknum fjármunum í uppbyggingu innviða, þar með talið í samgöngur,“ segir Andrés Skúlason, oddviti og formaður skipulags- framkvæmda- og umhverfisnefndar Djúpavogs- hrepps. Andrés segist ekki skilja ákvörðun sam- gönguráðherra. „Það að hún stæðist ekki upp á krónu er eitt, annað er beinlínis að rústa út öll- um verkefnum sem voru inni á áætluninni sem voru hér á Austurlandi og þar með talið þessu verkefni hér fyrir botni Berufjarðar, sem er al- gjört forgangsmál. Það er með algjörum ólík- indum. Og það sem verra er, það er ekkert plan B hjá ráðherra. Svo hefur maður það sterklega á tilfinningunni að hann hafi ekki leitað samráðs hjá eigin flokki, samanber ummæli Valgerðar Gunnarsdóttur, formanns samgöngu- og um- hverfisnefndar þingsins, hún veit ekki einu sinni af þessum niðurskurði, eftir því sem maður les í blöðum. Ráðherra hlýtur að þurfa að gefa skýr- ingu á þessu, það er búið að leggja gífurlega vinnu í þetta mál og sveitarstjórnin hefur verið í því á síðustu árum að berjast fyrir þessari fram- kvæmd,“ segir hann. „Þetta er síðasti kaflinn, raunverulega, á þjóðvegi eitt, sem á eftir að leggja með bundnu slitlagi. Þarna eru að verða útafkeyrslur. Að sitja uppi með þennan holótta ómalbikaða veg, oft í drullusvaði, meira og minna allt árið er algerlega óforsvaranlegt.“ Fólki finnst það svikið Eru þetta svikin loforð? „Já, þetta er náttúrlega ekkert annað, það þarf ekki annað en að fletta fram fyrir kosn- ingar. Þingið hefur talað sterkt fyrir því að bæta allt verklag og vinnubrögð, meðal annars við alla svona áætlunargerð, og ef að þetta er nið- urstaðan, hversu miklar líkur eru á að þjóðin fái tiltrú á þinginu aftur? Að upplifa þetta í þessari mynd. Fólki finnst það algjörlega svikið. Það er skilið eftir í tómarúmi, og ráðherra er ekki hóf- stilltari en það að hann segir að mótmæli íbúa í Djúpavogshreppi breyti engu. Við hverju er að búast við þessar aðstæður, þar sem er búið að bíða í allt að tvo áratugi. Ég get ekkert annað en að vonast til að þingið komi saman og endur- skoði hug sinn, sameiginlega. Og finni út hvern- ig á að fjármagna þetta. Er ekki met hagvöxtur, 7,2 %?“ spyr Andrés og bætir við: „Og það er að langstærstum hluta í gegnum ferðamennina, hvað er það sem ferðamennirnir nota? Það eru blessaðir vegirnir.“ Gauti Jóhannesson, bæjarstjóri Djúpavogs, segir heimamenn „komna með upp í kok“. Ekki okkar einkamál Það er gott að búa hérna en vegirnir eruekki eins góðir. Við vorum að rifja þaðupp um daginn að þegar við hjónin komum hér fyrst árið 1986, og við mundum eftir kaflanum. Hvað hann var skelfilega leið- inlegur, og hann er bara ennþá eins og hann var þá og síst betri. Árið sem Gleðibankinn var fluttur, þá ók ég hann fyrst,“ segir Gauti Jóhannesson, bæjarstjóri Djúpavogs, þegar hann talar um fimm kílómetra kafla í Beru- firði sem enn er malarvegur. „Þetta er eini kaflinn á hringveginum þar sem þú átt þér enga undankomu, þú verður að fara hann. Það er engin hjáleið í boði. Það er líka skrítið hvernig þessu er stillt upp, eins og þetta sé einhvern veginn okkar mál. Þetta er ekkert okkar mál, þetta er þjóðvegur númer eitt, hann er okkar allra. Og eins og einhver sagði, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Og nú á ferðamönnum að fjölga um 30% mið- að við síðasta ár skilst mér. Og þótti mörgum nóg. Þetta er ekkert okkar einkamál.“ Þetta er ekki boðlegt Gauti segir að þau telji þetta vera svikin lof- orð og að þeim hafi brugðið mjög við frétt- irnar að hætt hefði verið við að setja bundið slitlag á veginn. „Við vorum þeirra trúar að við værum komin fyrir vind með þetta verkefni, þess vegna kom þetta okkur mjög á óvart. Bæj- arstjórnin samþykkti ályktun og færði til bókunar á brúnni yfir Berufjarðará á fimmtudaginn.“ Bókunin var send áfram til þingmanna og fjölmiðla. „Þetta er bara ekki boðlegt. Þetta er eins og að detta inn í sjötta áratuginn, annan tíma. Mann langar bara að hlusta á lang- bylgju og fá sér Spur,“ segir hann og hlær. Fólkið í firðinum stóð fyrir mótmælum og var veginum lokað í tvígang, fyrst á sunnu- dag fyrir viku og aftur nú á fimmtudag. Gauti segist telja að það muni skila ein- hverju. „Já, það vekur athygli á málinu. Menn grípa ekki til svona aðgerða nema menn séu komnir með gjörsamlega upp í kok.“ Spurður um hugmyndina um að setja á vegatolla, telur Gauti að það eigi ekki að vera til umræðu. „Mér finnst það bara vera allt annað mál og eigi ekkert að ræða í þessu samhengi, það er verið að afvegaleiða umræðuna finnst mér. Þetta snýst ekki um að það séu ekki til næg- ir peningar, heldur hvernig þeim er varið.“ Berglind Häsler og maður hennar Svavar PéturEysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, búa íbotni Berufjarðar. Svavar var að heiman en Berglind var til í spjall, enda þekkir hún veginn mjög vel. Þau hjón voru upphafsmenn í að stofna til mótmæla í formi lokana á þessum malarvegi. „Þegar við fluttum hingað var okkur sagt að það ætti að laga veginn og við ákváðum að við gætum beðið í eitt ár. Enda var búið að lofa þessu og þeir voru svo bjartsýnir. Svo tefst og tefst og tefst. Svo var þetta komið á samgönguáætlun og allir búnir að fagna. Og svo gerist þetta. Við búum í þróuðu ríki, einu ríkasta landi í heimi og þetta er bara steypa. Það er svo mikil hagsæld og það gengur allt svo vel og þeir lofa öllu fögru. Þeir ætla að græja þetta, sögðu þeir fyrir kosningar. Svo 75 dögum seinna er þetta allt farið af borðinu og menn farnir að tala um vegtolla! Nú á bara að einkavæða af því að þeir eru svo blankir. Mér finnst þetta ofboðslega dapurleg vinnubrögð. Mér finnst þetta mál með vegtollana stórt mál sem varðar okkur öll, en mér finnst þetta svo mikil blekking. Þeir eru að slá ryki í augun á okkur,“ segir Berglind. „Ég efast um að fólk á Íslandi sé til í þetta, að fá vegtolla.“ Verður alltaf jafn holóttur „Þessi verkefni sem nú er verið að blása út af borðinu, þau eru öll neyðarverkefni. Staðan hér er ömurleg, staðan á Vestfjörðum er ömurleg, staðan í Borgarfirði eystra er ömurleg. Þetta róaði fólk alla vega að það ætti að ráðast í þessi allra verstu og hættulegustu vegi landsins,“ segir hún. „Þetta er neyðarástand,“ segir Berglind og bendir á að ekki þýði stanslaust að vera að hefla veginn. „Undirlagið er löngu ónýtt á veginum,“ segir Berg- lind og furðar sig á því hversu miklum fjármunum er eytt í að halda veginum góðum. Hún segir það ekkert duga og hann verði jafn holóttur sem áður um leið og rignir. „Af þessum tíu milljörðum átti að setja 400 millj- ónir í þetta í ár,“ segir Berglind og er afar svekkt í að það verði ekki. „Árið 1991 var opnuð kampavínsflaska og fagnað að það væri búið að malbika hringveginn. Og ég held að þjóðin hafi haldið að það hafi tekist, það markmið!“ Þurfum að kalla á athygli Heldurðu að mótmælin skili einhverju? „Ég held ennþá í vonina, alla vega út vikuna. Og alla vega þá stóð hér fólk upp og sagði: kjaftæði, ekki meir! Við, fólkið í sveitinni, höfum sýnt samstöðu og í lýðræð- isríki þarf fólk að taka virkari þátt. Við látum allt of mikið yfir okkur ganga. Fólk brjálast við eldhúsborðið og heldur svo áfram að hossast á þessum vegi. Við þurf- um að kalla á athygli ráðamanna og annarra sem vita ekki einu sinni af þessu ástandi, og benda þeim á það. Ég er ekki búin að gefa upp vonina. Það eru alveg leið- ir. Þetta er pólitíst viljaleysi. Það er allt hægt.“ Berglind og Svavar voru upphafsmenn að mótmæl- unum en hún segir að nú séu þau öll samtaka í að standa saman og mótmæla. Hún segir mótmælin muni halda áfram og einnig hafa þau stofnað Facebook-síðu sem nefnist Berufjarðarbotn, svikin loforð. Berglind Häsler segist enn halda í vonina um að fjármagni verði veitt til að klára að setja bundið slitlag á malarveginn um Berufjörð. Þetta er pólitískt viljaleysi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.