Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Side 18
… ekki að vera hégómlegar „Mér þykja konurnar yfirleitt dásamlegar útlits. En þær hræða okkur karlmennina með klæðnaði sínum. Við kærum okkur ekkert um að þær veki athygli. Við höfum auð- vitað ekkert á móti því, að dáðst sé að konunum, sem við erum með, en það er oft svo mjótt á milli þess og að brosað sé að þeim — klæðnaðarins vegna. Við kunnum ekki við neitt, sem er hégómlegt. Þess vegna er okkur illa við palliet-kjóla og jakka, sömuleiðis leiðast okkur þessir bláu litir, sem svo mikið eru í tízku. Kon- um þykja þeir fallegir, þó að ég efist um að svo sé.“ (Vikan, grein um tísku út frá sjón- armiði karlmanna, 1939) … ekki að heilsa setuliðinu „Hér á Íslandi er það ekki óal- gengt, að heyra breska hermenn ávarpa óþekktar konur á götum úti, og sjá þá sýna töluverða frekju í því að komast í fylgd með þeim. Þetta háttalag breskra hermanna sýnir betur en nokkuð annað þá lítilsvirð- ingu, er þeir bera fyrir íslensku þjóðinni. Og íslenskar konur ættu að vera þess minnugar, verði þær fyrir slíkum „heiðri“, sem að framan greinir, að þá eru þær um leið, af viðkomandi hermanni, settar á bekk með enskum götuskækjum.“ (Verkamaðurinn, 1941) … ekki að nöldra „Engin kona ætti að þurfa að vera nöldurskjóða, af því að það er áunn- inn eiginleiki – eða ættum við ekki heldur að segja, óvani? Nöldr- unarsöm eiginkona er ógæfukona. Hún gerir bæði sér og manni sínum lífið leiðinlegt. – Sjálfri sér gerir hún meira tjón en hana grunar. Fegr- unarsérfræðingum kemur saman um, að fátt fari jafn illa með konuna og óánægja og þegar af henni leiðir nöldur og nag. Fátt er jafn eyði- leggjandi fyrir fegurð hennar og yndisþokka. Þótt eiginmaðurinn sé strangur og stirðlyndur, er nöldur þitt gagnslítið, skammir og grátköst ennþá gagnsminna. Sá gamli er vís með að þrífa hatt sinn, henda hurðinni að stöfum og leita sér síðan félagsskapar á öðrum slóðum.“ (Lögberg, 1947) … æfa íþróttir í hófi „Konur geta og eiga að iðka marg- ar íþróttir sér til heilsubótar og skemmtunar, en þær verða að gera það í hófi til þess að íþróttirnar hafi ekki þveröfug áhrif við það sem ætl- azt er til, nefnilega: geri þær ljótar í vexti í stað þess að fegra vöxtinn. […] Látum okkur því nægja, stelpur mínar, að iðka okkar sport í hófi, til þess að viðhalda sæmilegu vaxt- arlagi, en látum karlmennina um sínar íþróttir og verum ekkert að sperra okkur móti þeim. Það klæðir okkur hvort sem er ekki að vera eins og karlmenn — hvorki andlega né líkamlega.“ (Mánudagsblaðið, 1949) … að passa að aðrir verði ekki fullir „Ölvun við akstur kostar stöðugt fleiri og fleiri mannslíf. Konur ættu í þessu sambandi að íhuga ábyrgð þá, sem þeim er á herðar lögð. Hvetjið aldrei ökumann til áfengisnautnar. Munið að aðeins óverulegt magn getur haft örlagarík áhrif á öku- hæfni. Sýnið vilja yðar í verki með því að bragða ekki vín sjálfar þegar svo stendur á. Það er skylda góðrar húsfreyju að sjá svo um við hátíðleg tækifæri að óáfengir drykkir séu einnig á boðstólum.“ (Úr ræðu á Bindindis- og í menningarmálaþingi norrænna kvenna, 1950) … ekki að spyrja spurninga „Það eru til spurningar sem konur ættu aldrei að spyrja mennina sína: 1) Hvar hefurðu verið? 2) Hvers vegna kemurðu svona seint? 3) Ertu í vondu skapi? 4) Hvers vegna seg- irðu aldrei neitt sætt við mig? Í stað- inn eiga þær að segja: 1) Mikið hef ég saknað þín. 2) Yndislegt að þú skulir vera kominn heim. 3) Mikið ertu þreytu- legur, vinur minn. 4) Mikið ertu karlmannlegur í þessum frakka.“ (Vikan, 1958) … að hafa þrýstinn barm „Um það eru allir sammála, bæði konur og karlar. Það hefur orðið margri konu mikil raun ef hún var flatbrjósta. Kona þarf að hafa þrýst- inn barm. Til eru þær konur sem hafa svo mikil brjóst að þær kjósa að láta minnka þau með skurðaðgerð, og það er stundum gert, en hinar eru þó fleiri sem vilja fá stærri brjóst en þær hafa og það er líka hægt. Inn í brjóstin er dælt einhverri plast- kvoðu sem þenur þau út. (Fálkinn, 1965) … taka þátt í fimleikum og fögrum limaburði „Annars nennti ég ekki að fylgjast með þessum kvennaköstum. Konur eiga að taka þátt í fimleikum og fögrum limaburði og einhverju fín- gerðu bróderí en – æ jæja ég veit margar – kannski flestar – konur eru annarrar skoðunar, kvenrétt- indakonur, rauðsokkur, úur og hvað þær nú heita og nenni ekki að þrasa um þetta. (Úr skrifum um Ólympíuleikana í München 1972 í Morgunblaðinu) … ekki að læra lögfræði „Konur eiga ekki að standa í stjórnmálabaráttu, því stjórnmála- barátta er af hinu illa. Allir kannast við illt umtal, óvild og jafnvel hatur, sem þeir verða fyrir, er sitja á Al- þingi eða bjóða sig fram til þings. Svört hugsanagervi sækja að þeim úr öllum áttum. Það er best, að hið grófara kyn, karlmennirnir taki á móti slíkum sendingum. […] Þær eiga ekki að flytja mál fyrir dómi og þess vegna þurfa þær ekki að læra lögfræði. Það er ekki við þeirra hæfi að segja hálfan sannleik og flækja mál.“ (Aðsend grein, Dagur, 1974) … ekki að þiggja þingsæti vegna pjatts „Konur eiga að sækja ótrauðar á brattann og mega ekki skjóta sér undan ábyrgð. Þær eiga ekki að þiggja þingsæti af körlum upp á punt og pjatt. Þær eiga að vinna til þeirra og taka þau fyrir eigin at- beina.“ (Leiðaraskrif, Vísir, 1975) … taka ábyrgð á launamismun „Körlum hér á landi hefur fyrir löngu lærst að meta kosti kvenna og draga verður í efa, að nokkur trúi því að konur séu andlegir eftirbátar þeirra. Hinu er ekki að leyna, að konur hafa sjálfar einatt verið haldnar nokkurri vanmáttarkennd gagnvart sambýlingum sínum. Þetta hefur orðið til þess að starfskraftar þeirra hafa verið misnotaðir í ýms- um greinum. Alkunnugt dæmi er það, að karlar, sem vinna í karl- mannafataverslunum hafa haft mun hærra kaup en þær konur, sem vinna undir stjórn kvenna í kven- fataverslunum. Hér er við konur ein- ar að sakast.“ (Úr sömu leiðara- skrifum í Vísi, 1975) … eiga hraust börn og mann til að árangri í viðskiptalífinu „Verður að eiga mann og börn sem komin eru af dagheimilisaldri og búin að fá sem flesta barna- sjúkdóma. Ógiftar konur sem eru barnlausar eru líklegar til að ætla sér lengra en nokkur kærir sig um.“ (Úr grein um hvernig er best að sækja á innan viðskiptalífsins birtist í Helgarpóstinum 1985. Upplýsing- arnar voru fengnar frá nafnlausum álitsgjöfum, sem voru sagðir fylgjast Konur eiga … Konum hefur verið ráðlagt fram og til baka gegnum tíðina hvernig þær „þurfa“, „eiga“ og „ættu“ að vera að ógleymdu alhæfingum um hvernig þær séu. Þetta tilheyrir ekki fortíðinni þótt orðræðan hafi breyst. Þær hafa átt að vera blíðmálar, vera kvenlegar eða meira eins og karlmenn og hafa pung. Vera upp á punt eða ekki vera upp á punt. Sunnudagsblað Morgunblaðsins skautaði í gegn- um nokkur tilmæli til kvenna síðustu áratugi, frá körlum til kvenna og frá konum til annarra kvenna. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is KVENNARÁÐ 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.3. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.