Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Page 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.03.2017, Page 19
vel með íslensku atvinnulífi og hefðu sérhæft sig í því að velja hentuga starfsmenn fyrir þá sem þurfa.) … ekki að reyna að vera fyndnar „Konur sem ætla sér að ná langt á vinnumarkaðnum ættu ekki að flíka skoðunum sem hugsanlega er hægt að tengja kvennabaráttu. Starfsfer- illinn verður að hafa stígandi, þótt hún megi vera hægari en hjá karl- mönnum þar sem konur verða oft að sjá á eftir karlpeningnum á uppleið- inni. […] Konur eiga að tala skýrt og hafa góða símarödd. Konur eiga ekki að reyna að vera fyndnar eða segja brandara, en þeim á að líka kímni- gáfa karlanna. Hláturinn á að vera mildur en má vera dillandi. Konur verða að gæta þess sérstaklega vel að vera með á nótunum og helst vita meira en viðmælandinn því um leið og konan strandar á einhverju vakn- ar upp grunur um að hún eigi betur heima innan um börn og buru en í hörðum heimi karlanna. (Úr sömu grein í Helgarpóstinum, 1985) … sinna skyldum sínum „Það þarf að breyta viðhorfi kvenna til kvenna. Það þarf að gera konum kleift að vera heima. Konur verða að gera upp við sig að á þeim hvílir skylda samfara því að eiga börn. Skyldur fylgja öllum verk- efnum. Ef þú ert úti á vinnumarkaði getur þú sagt upp. Móðurhlutverk- inu getur þú ekki sagt upp.“ (Lesendabréf, Morgunblaðið, 1994) … erfitt með að þola álag „Einn helsti munurinn á körlum og konum er viðbrögð þeirra við álagi. Karlar verða einbeittir og ein- angra sig en það þyrmir yfir kon- urnar og þær verða mög tilfinninga- samar. (Úr bókinni Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus, 1995) … ekki að vera í skærum litum á Alþingi „Á Alþingi ættu konur ekki að ganga í peysum eða skærlitum jökk- um. Alþingi býður upp á virðulegan stíl og Anna segir að tilvalið sé að ganga í dökkbláum, gráum eða dökkleitum fötum. „Það hentar ekki að vera í skærlitum jökkum vegna þess að þá sker konan sig úr.““ (Við- tal við útlitsráðgjafa í Frjálsri versl- un, 1995) … að læra að kasta og grípa „Það þarf að kenna konunum rétt kastlag. Allir sem hafa séð stelpur reyna að kasta snjóbolta vita að þær vantar sveifluna sem til þarf. En þetta er hægt að kenna og ætti að gera strax í íþróttakennslu í barna- skólum.“ (Handboltaþjálfari í viðtali, DV, 2001) … ekki að vera hræddar við ábyrgð „Það er erfitt að fá konur í stjórn- unarstöður, þeim þykir óþægilegt að taka ábyrgð.“ (Úr pallborðs- umræðum á námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í at- vinnurekstri og iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins, 2007) Getty Images/Stockphoto 12.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Enginn aðgangseyrir Aldrei of seint – Heilsuefling eldri aldurshópa Ráðstefna fimmtudaginn 16. mars 2017 Ráðhús Reykjavíkur – Tjarnarsalur Ráðstefna sett: 14:00 • Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson 1. hluti: 14:05–14:45 Staðan í málaflokknum, breytingar á samfélagi og heilsueflandi forvarnir. Hvernig vilja hinir eldri eldast? • Stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraðra; Ragnar Þórir Guðgeirsson, formaður starfshóps og ráðgjafi hjá Expectus • Mín eigin heilsa – Hvernig vil ég eldast – Reynslusaga; Kolbeinn Pálsson, fyrrum íþróttamaður • Hvernig er samfélagið að breytast – hvað er til ráða til að efla heilsu hinna eldri á næstu árum; Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir og sveitarstjórnarmaður • Fjölþætt heilsurækt – Leið að farsælum efri árum; Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta- og heilsufræðingur Hléæfingar 2. hluti: 14:50–15:25 Heilsa, næring og hollusta. Hvernig er tekist á við heilsubrest á efri árum? • Næring samhliða fjölþættri hreyfingu hinna eldri; Ólöf Guðný Geirsdóttir, PhD-næringarfræðingur • Að takast á við þjálfun sjötugur að lokinni hjarta- og æðaaðgerð; Páll Ólafsson, íþróttakennari • Forvarnir og heilsa; Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir, Heilsuborg Hlé – Næring 3. hluti: 15:45–16:30 Íþróttafélögin, félagslegir þættir og heilsuhagfræði • Hvað geta íþróttafélögin gert varðandi forvarnir aldraðra?; Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur og þjálfari • Mikilvægi félagslegra þátta í fyrirbyggjandi heilsurækt; Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi • Sýn heilsuhagfræðings á heilsueflingu og forvarnir eldri aldurshópa; Gylfi Ólafsson, heilsuhag- fræðingur Hléæfingar 4. hluti: 16:35–16:55 Heilsuefling og forvarnir í framkvæmd • Ráðherra heilbrigðismála – Óttar Proppé • Borgarstjóri – Dagur B. Eggertsson • Landlæknir – Birgir Jakobsson • Sveitarstjóri – Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi og doktor í lýðheilsufræðum Pallborðsumræður (17:00-17:10): Óttar Proppé, Dagur B. Eggertsson, Birgir Jakobsson og Kristján Þór Magnússon Ráðstefnulok • Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Ráðstefnustjóri • Anna Birna Jensdóttir, formaður Öldrunarráðs Íslands Ráðstefnustaður • Tjarnarsalur – Ráðhús Reykjavíkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.